Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?

Guðrún Kvaran

Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna 'volg innyfli sláturdýra' af latínu calidus 'heitur'.

Sögnin kalóna hefur verið notuð í málinu alla 20. öld og hún getur vel verið eldri þótt hennar finnist ekki dæmi á bókum fyrr. Í matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur er aðferð við að kalóna lýst á þennan hátt:
Að kalóna vambir. Kalkinu er blandað í volgt vatn, vambirnar látnar ofan í og hrært í annað slagið. Venjulega er laust á vömbunum eftir 10-15 mín. (1966:514)

Sumir tala um að hreinsa vambir í stað þess að kalóna.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.11.2001

Spyrjandi

Margrét Sigmarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1949.

Guðrún Kvaran. (2001, 13. nóvember). Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1949

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1949>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?
Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna 'volg innyfli sláturdýra' af latínu calidus 'heitur'.

Sögnin kalóna hefur verið notuð í málinu alla 20. öld og hún getur vel verið eldri þótt hennar finnist ekki dæmi á bókum fyrr. Í matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur er aðferð við að kalóna lýst á þennan hátt:
Að kalóna vambir. Kalkinu er blandað í volgt vatn, vambirnar látnar ofan í og hrært í annað slagið. Venjulega er laust á vömbunum eftir 10-15 mín. (1966:514)

Sumir tala um að hreinsa vambir í stað þess að kalóna. ...