Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er heitt á Merkúríusi?

Marteinn Sindri Jónsson

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.




Hitastig á þeirri hlið Merkúríusar sem snýr að sólinni er um 350-400°C en hinum megin getur verið allt að -170°C.

Merkúríus er sú reikistjarna í sólkerfinu sem næst er sólu. Af öllum reikistjörnunum er braut Merkúríusar mest sporbaugslaga eða fjærst hringlögun, fyrir utan braut Plútós. Vegna þessa er mikill munur á mestu og minnstu fjarlægð Merkúríusar frá sól og dálítil hitabreyting af þeirri ástæðu bætist við hina sem fylgir ljósi og skugga.

Það tekur Merkúríus um 58,9 daga að snúast um möndul sinn en einungis um 87,9 daga að fara umhverfis sól. Það er um það bil fjórum sinnum minni tími en það tekur jörðina að fara kringum sólina. Því má segja að áramót séu á Merkúríusi á eins og hálfs sólarhrings fresti. (Þá er miðað við sólarhring á Merkúríusi.)

Hitamunur sólar- og skuggamegin á Merkúríusi er sá mesti í sólkerfinu, bæði vegna nálægðarinnar við sól og af því að lofthjúpurinn er mjög þunnur. Hann er samsettur úr natríni og kalíni. Engin tungl fylgja Merkúríusi.

Merkúríus er 4879 km í þvermál eða 1/3 af þvermáli jarðar og hann er minnsta reikistjarna sólkerfisins fyrir utan Plútó. Ef jörðin er 1 einingar frá sól þá er Merkúríus aðeins 0,39 slíkar einingar frá sólu. Eðlismassinn er svipaður og í jörðinni eða 5,4 kg/l (talan fyrir jörð er 5,5). Talið er að í Merkúríusi sé gríðarlegur járnkjarni sem sé um 75% af þvermáli hennar. Merkúríus hefur segulsvið og er það skýr vísbending um að ytri kjarni Merkúríusar sé fljótandi eins og er.

Yfirborð Merkúríusar er áþekkt yfirborði tunglsins okkar, alsett gígum, að mestu hálent en allstórar lágsléttur eru líka inni á milli. Um yfirborðið ganga klettabelti sem líklega hafa risið þegar Merkúríus kólnaði og skrapp saman.

Eina geimfarið sem hefur verið notuð til að rannsaka Merkúríus var Mariner 10 sem ljósmyndaði um 45% af yfirborði hans á árunum 1974-1975.

Heimildir:

Efni um stjörnufræði á vef Verzlunarskólans.

Kaufmann III, William J., og Freeman, Roger A., 1998. Universe.



Myndir: Ice on Mercury, NASA

Höfundur

Útgáfudagur

15.11.2001

Spyrjandi

Erla Atladóttir, f. 1990,
Ása Kristín, f. 1990

Tilvísun

Marteinn Sindri Jónsson. „Hvað er heitt á Merkúríusi?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1953.

Marteinn Sindri Jónsson. (2001, 15. nóvember). Hvað er heitt á Merkúríusi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1953

Marteinn Sindri Jónsson. „Hvað er heitt á Merkúríusi?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1953>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er heitt á Merkúríusi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.




Hitastig á þeirri hlið Merkúríusar sem snýr að sólinni er um 350-400°C en hinum megin getur verið allt að -170°C.

Merkúríus er sú reikistjarna í sólkerfinu sem næst er sólu. Af öllum reikistjörnunum er braut Merkúríusar mest sporbaugslaga eða fjærst hringlögun, fyrir utan braut Plútós. Vegna þessa er mikill munur á mestu og minnstu fjarlægð Merkúríusar frá sól og dálítil hitabreyting af þeirri ástæðu bætist við hina sem fylgir ljósi og skugga.

Það tekur Merkúríus um 58,9 daga að snúast um möndul sinn en einungis um 87,9 daga að fara umhverfis sól. Það er um það bil fjórum sinnum minni tími en það tekur jörðina að fara kringum sólina. Því má segja að áramót séu á Merkúríusi á eins og hálfs sólarhrings fresti. (Þá er miðað við sólarhring á Merkúríusi.)

Hitamunur sólar- og skuggamegin á Merkúríusi er sá mesti í sólkerfinu, bæði vegna nálægðarinnar við sól og af því að lofthjúpurinn er mjög þunnur. Hann er samsettur úr natríni og kalíni. Engin tungl fylgja Merkúríusi.

Merkúríus er 4879 km í þvermál eða 1/3 af þvermáli jarðar og hann er minnsta reikistjarna sólkerfisins fyrir utan Plútó. Ef jörðin er 1 einingar frá sól þá er Merkúríus aðeins 0,39 slíkar einingar frá sólu. Eðlismassinn er svipaður og í jörðinni eða 5,4 kg/l (talan fyrir jörð er 5,5). Talið er að í Merkúríusi sé gríðarlegur járnkjarni sem sé um 75% af þvermáli hennar. Merkúríus hefur segulsvið og er það skýr vísbending um að ytri kjarni Merkúríusar sé fljótandi eins og er.

Yfirborð Merkúríusar er áþekkt yfirborði tunglsins okkar, alsett gígum, að mestu hálent en allstórar lágsléttur eru líka inni á milli. Um yfirborðið ganga klettabelti sem líklega hafa risið þegar Merkúríus kólnaði og skrapp saman.

Eina geimfarið sem hefur verið notuð til að rannsaka Merkúríus var Mariner 10 sem ljósmyndaði um 45% af yfirborði hans á árunum 1974-1975.

Heimildir:

Efni um stjörnufræði á vef Verzlunarskólans.

Kaufmann III, William J., og Freeman, Roger A., 1998. Universe.



Myndir: Ice on Mercury, NASA ...