Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hver fann Merkúríus og hvenær og hvað er hann þungur?

EÖÞ og ÞV

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Ekki er hægt að segja að neinn tiltekinn maður hafi fundið Merkúríus, frekar en tunglið eða sólina, því að þessir himinhnettir hafa allir verið þekktir og sýnilegir svo lengi sem viti bornir menn hafa verið til. Þegar Merkúríus er á lofti í þokkalegu myrkri sést hann með berum augum víðast hvar á jörðinni, en að vísu ekki vel í misjöfnum veðrum hér á norðurslóð.

Sunnar í álfum sést Merkúríus álíka vel og aðrar reikistjörnur sem menn hafa vitað af frá öndverðu, en þær eru samtals fimm: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Á síðustu öldum hafa bæst við þennan hóp þrjár reikistjörnur sem sjást ekki með berum augum: Úranus, Neptúnus og Plútó. Og svo teljum við jörðina líka til reikistjarnanna nú á dögum þó að við sjáum hana ekki í þeirra hópi á himninum.

Merkúríus hefur stundum verið kallaður 'Merkúr' á íslensku en það munu vera áhrif frá dönsku þar sem hann heitir 'Merkur'. Latneska heitið er 'Mercurius' og enska heitið 'Mercury'. Í seinni tíð hefur heitið 'Merkúríus' rutt sér til rúms meðal stjarnvísindamanna, samanber til dæmis Orðaskrá úr stjörnufræði eftir Orðanefnd Stjarnvísindafélags Íslands frá 1996.

Hér á eftir fara nokkrar grunnstærðir um Merkúríus:

Meðalfjarlægt frá sólu57.900.000 km eða 0,387 AU
Meðalumferðarhraði47,9 km/s
Umferðartími87,969 dagar
Snúningstími58,646 dagar
Massi3,302*1023 kg
Þvermál 4.879 km
Meðalhiti yfirborðs350°C á daginn, -170°C á næturna.

Heimild:

Kaufmann III, William J., og Freeman, Roger A., 1998. Universe.

Sjá einnig bók Þorsteins Vilhjálmssonar, 1986-1987. Heimsmynd á hverfanda hveli. Reykjavík: Mál og menning.

Skoðið einnig svar Marteins Sindra við spurningunni Hvað er heitt á Merkúríusi?Mynd: NASA - NSSDC Photo Gallery - Mercury

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

26.11.2001

Spyrjandi

Linda Guðjónsdóttir, f. 1990

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Hver fann Merkúríus og hvenær og hvað er hann þungur?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2001. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1969.

EÖÞ og ÞV. (2001, 26. nóvember). Hver fann Merkúríus og hvenær og hvað er hann þungur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1969

EÖÞ og ÞV. „Hver fann Merkúríus og hvenær og hvað er hann þungur?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2001. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1969>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann Merkúríus og hvenær og hvað er hann þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Ekki er hægt að segja að neinn tiltekinn maður hafi fundið Merkúríus, frekar en tunglið eða sólina, því að þessir himinhnettir hafa allir verið þekktir og sýnilegir svo lengi sem viti bornir menn hafa verið til. Þegar Merkúríus er á lofti í þokkalegu myrkri sést hann með berum augum víðast hvar á jörðinni, en að vísu ekki vel í misjöfnum veðrum hér á norðurslóð.

Sunnar í álfum sést Merkúríus álíka vel og aðrar reikistjörnur sem menn hafa vitað af frá öndverðu, en þær eru samtals fimm: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Á síðustu öldum hafa bæst við þennan hóp þrjár reikistjörnur sem sjást ekki með berum augum: Úranus, Neptúnus og Plútó. Og svo teljum við jörðina líka til reikistjarnanna nú á dögum þó að við sjáum hana ekki í þeirra hópi á himninum.

Merkúríus hefur stundum verið kallaður 'Merkúr' á íslensku en það munu vera áhrif frá dönsku þar sem hann heitir 'Merkur'. Latneska heitið er 'Mercurius' og enska heitið 'Mercury'. Í seinni tíð hefur heitið 'Merkúríus' rutt sér til rúms meðal stjarnvísindamanna, samanber til dæmis Orðaskrá úr stjörnufræði eftir Orðanefnd Stjarnvísindafélags Íslands frá 1996.

Hér á eftir fara nokkrar grunnstærðir um Merkúríus:

Meðalfjarlægt frá sólu57.900.000 km eða 0,387 AU
Meðalumferðarhraði47,9 km/s
Umferðartími87,969 dagar
Snúningstími58,646 dagar
Massi3,302*1023 kg
Þvermál 4.879 km
Meðalhiti yfirborðs350°C á daginn, -170°C á næturna.

Heimild:

Kaufmann III, William J., og Freeman, Roger A., 1998. Universe.

Sjá einnig bók Þorsteins Vilhjálmssonar, 1986-1987. Heimsmynd á hverfanda hveli. Reykjavík: Mál og menning.

Skoðið einnig svar Marteins Sindra við spurningunni Hvað er heitt á Merkúríusi?Mynd: NASA - NSSDC Photo Gallery - Mercury...