Sólin Sólin Rís 07:12 • sest 19:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:21 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík

Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?

Þorsteinn Þorsteinsson

Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Mariner 9 var svo á braut um Mars 1971-72 og ljósmyndaði mikinn hluta hnattarins.

Sovétríkin sendu lendingarför til Mars 1971 og 1974, en árangur varð lítill. Viking-förin bandarísku lentu 1976 og fengust þá fyrstu skýru myndirnar af yfirborðinu, auk þess sem teknar voru myndir af hnettinum öllum úr lofti. Síðan gerðist ekkert fram til 1997, er Pathfinder lenti á Mars og Mars Global Surveyor (MGS) fór á braut um hann. Frá MGS hafa stöðugt borist myndir og landslagsgögn undanfarin 4 ár. Tvö bandarísk könnunarför, Mars Climate Orbiter og Mars Polar Lander, fórust við Mars á árinu 1999 en nú í október 2001 tókst að koma Mars Odyssey á braut um hnöttinn án áfalla. Síðustu leiðöngrunum er því ekki lokið enn.

Fleiri könnunarferðir verða farnar á komandi árum. Taflan hér að neðan gefur hugmynd um hvernig geimferðir til Mars hafa tekist síðastliðin 40 ár og nákvæmari upplýsinga má leita á vefsíðu á vegum NASA.

FerðirHeppnaðarMisheppnaðar
Bandaríkin1495
Sovétríkin/Rússland16412
JapanEin á leiðinni

Þess má raunar geta að ekkert hinna sovésku eða rússnesku geimfara mun hafa náð þeim árangri, sem til var ætlast. Einnig er eftirtektarvert, að af 8 könnunarferðum Bandaríkjamanna á árabilinu 1964-1976 tókust 6 (75% árangur) en frá 1992-2001 hafa 3 af 6 ferðum tekist (50% árangur), jafnvel þótt tækninni hafi fleygt fram á öllum sviðum.Myndir: NASA - NSSDC Photo Gallery - Mars

Höfundur

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

26.11.2001

Spyrjandi

Berglind Inga Gunnarsdóttir, f. 1984

Tilvísun

Þorsteinn Þorsteinsson. „Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2001. Sótt 23. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1970.

Þorsteinn Þorsteinsson. (2001, 26. nóvember). Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1970

Þorsteinn Þorsteinsson. „Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2001. Vefsíða. 23. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1970>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Mariner 9 var svo á braut um Mars 1971-72 og ljósmyndaði mikinn hluta hnattarins.

Sovétríkin sendu lendingarför til Mars 1971 og 1974, en árangur varð lítill. Viking-förin bandarísku lentu 1976 og fengust þá fyrstu skýru myndirnar af yfirborðinu, auk þess sem teknar voru myndir af hnettinum öllum úr lofti. Síðan gerðist ekkert fram til 1997, er Pathfinder lenti á Mars og Mars Global Surveyor (MGS) fór á braut um hann. Frá MGS hafa stöðugt borist myndir og landslagsgögn undanfarin 4 ár. Tvö bandarísk könnunarför, Mars Climate Orbiter og Mars Polar Lander, fórust við Mars á árinu 1999 en nú í október 2001 tókst að koma Mars Odyssey á braut um hnöttinn án áfalla. Síðustu leiðöngrunum er því ekki lokið enn.

Fleiri könnunarferðir verða farnar á komandi árum. Taflan hér að neðan gefur hugmynd um hvernig geimferðir til Mars hafa tekist síðastliðin 40 ár og nákvæmari upplýsinga má leita á vefsíðu á vegum NASA.

FerðirHeppnaðarMisheppnaðar
Bandaríkin1495
Sovétríkin/Rússland16412
JapanEin á leiðinni

Þess má raunar geta að ekkert hinna sovésku eða rússnesku geimfara mun hafa náð þeim árangri, sem til var ætlast. Einnig er eftirtektarvert, að af 8 könnunarferðum Bandaríkjamanna á árabilinu 1964-1976 tókust 6 (75% árangur) en frá 1992-2001 hafa 3 af 6 ferðum tekist (50% árangur), jafnvel þótt tækninni hafi fleygt fram á öllum sviðum.Myndir: NASA - NSSDC Photo Gallery - Mars...