Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru ljósin á norður- og suðurhveli talin vera samhverf?

Aðalbjörn Þórólfsson



Eins og fram kemur í svörum við spurningunum 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' og 'Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?' þá myndast norður- og suðurljósin við það að hlaðnar eindir, sem hreyfast hratt eftir segulsviðslínum jarðarinnar, rekast á sameindir og frumeindir í lofthjúpnum. Það er því eðli segulsviðs jarðarinnar sem ræður staðsetningu norður- og suðurljósanna.

Hlöðnu eindirnar eru einungis nokkrar sekúndur að ferðast milli Norður-og Suðurpólsins, og því getur sami hópur hlaðinna einda valdið ljósagangi á norður- og suðurhveli nær samstundis.

Rannsóknir á segulsviði jarðarinnar hafa sýnt að í mjög góðri nálgun er segulsviðið samhverft milli norður- og suðurhvelsins. Vegna eiginleika segulsviðsins og hraða hlöðnu eindanna er búist við að norður- og suðurljósin séu samhverf.



Mynd: NASA - Goddard Space Flight Center

Höfundur

háloftaeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Íslandsbanka

Útgáfudagur

28.11.2001

Spyrjandi

Svanhildur Egilsdóttir

Tilvísun

Aðalbjörn Þórólfsson. „Hvers vegna eru ljósin á norður- og suðurhveli talin vera samhverf?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2001, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1976.

Aðalbjörn Þórólfsson. (2001, 28. nóvember). Hvers vegna eru ljósin á norður- og suðurhveli talin vera samhverf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1976

Aðalbjörn Þórólfsson. „Hvers vegna eru ljósin á norður- og suðurhveli talin vera samhverf?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2001. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1976>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru ljósin á norður- og suðurhveli talin vera samhverf?


Eins og fram kemur í svörum við spurningunum 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' og 'Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?' þá myndast norður- og suðurljósin við það að hlaðnar eindir, sem hreyfast hratt eftir segulsviðslínum jarðarinnar, rekast á sameindir og frumeindir í lofthjúpnum. Það er því eðli segulsviðs jarðarinnar sem ræður staðsetningu norður- og suðurljósanna.

Hlöðnu eindirnar eru einungis nokkrar sekúndur að ferðast milli Norður-og Suðurpólsins, og því getur sami hópur hlaðinna einda valdið ljósagangi á norður- og suðurhveli nær samstundis.

Rannsóknir á segulsviði jarðarinnar hafa sýnt að í mjög góðri nálgun er segulsviðið samhverft milli norður- og suðurhvelsins. Vegna eiginleika segulsviðsins og hraða hlöðnu eindanna er búist við að norður- og suðurljósin séu samhverf.



Mynd: NASA - Goddard Space Flight Center ...