Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl?

Ulrika Andersson

Mikil gróska var í málaralist í Frakklandi um miðja nítjándu öld. Hin árlega sýning Le Salon í París var helsti sölumarkaðurinn fyrir listaverk. Forsenda þess að ná frægð og frama sem listamaður var að koma myndum að á þessari sýningu. Það er til marks um mikilvægi sýningarinnar að þeir listamenn sem var neitað um sýningarpláss urðu oft vondaufir um frama og sumir sviptu sig lífi.

Á þessum tíma var hefðbundin málaralist mjög vinsæl bæði hjá gagnrýnendum og nýríkum borgurum og stjórnin sem valdi myndir fyrir Le Salon tók mið af því. Listamenn sem vildu breyta til og reyna eitthvað nýtt fengu þess vegna fá tækifæri. Þeir sem voru útilokaðir frá Le Salon urðu í kjölfarið reiðir út í listaheim Parísar sem þeim þótti einkennast af hroka og spillingu.

Nokkrir listamenn tóku sig þá saman og héldu óhefðbundna málverkasýningu árið 1874. Margir þeirra komust síðar í hóp frægustu listamanna sögunnar: Claude Monet, Pierre-Auguste Renoir, Edgar Degas, Paul Cézanne, Berthe Morisot, Camille Pissarró, og Alfred Sisley. Paul Gauguin, Vincent van Gogh og Éduoard Manet komu síðar til liðs við hreyfinguna. Impressjónistarnir drógu nafn sitt af málverki Claude Monets "Impressjónískt sólarlag". Stíll impressjónista hefur stundum verið kallaður blæstíll á íslensku (Listasaga Fjölva) og blómaskeið hans var á árunum 1870-1885.



Claude Monet (1840-1926) var meistari í meðferð ljóssins og brautryðjand í litameðferð. Hann málaði oftast vatn og landslag.

Málverkin sem impressjónistarnir settu upp á sýningunni þóttu brjóta þær reglur sem átti að fylgja til að búa til 'fína' list. Hefðbundin list átti að vera í frásagnarstíl. Málverkið átt að túlka sögu, goðsögu eða ljóð og áhorfandinn gat notið listarinnar vegna þess að hann skildi hana. Flestum sem komu á sýningu impressjónista þóttu málverkin ljót og ósiðleg, hlægileg og hneykslanleg. Verkin voru að auki óseljanleg.

Þetta tímabil telst þó vera upphaf nútímamyndlistar vegna þess að á þessum tíma var afstaða áhorfandans til listaverksins að breytast. Édouard Manet (1832-1883) var leiðtogi þessarar byltingar í listasögunni. Málverkin hans sögðu engar sögur og höfðu engan boðskap. Myndirnar bara voru. Áhorfandinn þurfti að leita eftir dulinni merkingu listaverksins í huga sér. Manet sat oft ásamt lærisveinum sínum á kaffihúsi í París og ræddi um þessa nýju nálgun til listarinnar. Niðurstaða þeirra var sú að myndir ættu ekki að byggjast á þekkingu heldur sjónskynjun.

Litafræði fór mikið fram og impressjónistarnir hugsuðu mikið um hvernig ljós hegðar sér og hvaða áhrif viðlægir og frádrægir litir hafa á sjónskynjun. Þeir nýttu sér þekkingu sem eðlisvísindin höfðu aflað á þessum tíma á eðli ljóss og lita. Þeir héldu út í náttúruna og skoðuðu þar ljós og litabreytingar. Í náttúrunni var ljósið margbreytilegt og þá átti ljósið í málverkunum einnig að vera það. Málverk af náttúrunni átti að vera samsett úr formlausum litflekkjum. Þær áttu að sýna það ferska og það sem býr í andartakinu. Ljós, litir, líf og hreyfing eru einkenni á málverkum impressjónista. Listamaður sem tileinkaði sér impressjónískan stíl átti að mála hratt án þess að hugsa sig um og ekki fegra það sem hann sá í náttúrunni.



Auguste Renoir (1841-1919) málaði margar myndir af fólki. Hann notaði litina eins og Monet en var fínlegri og nákvæmari.

Impressjónistum þótti hefðbundin list íhaldsöm og gamaldags því að þar var náttúran oft notuð sem leikmynd eða bakgrunnur einhverrar sögu. Litirnir voru oft dökkir og pensildrættirnir mjög fínlegir. Málverkin voru tilgerðarleg og á þeim mátti oft sjá hóp af fólki með sama líkamsvöxt. Impressjónistarnir vildu heldur mála fólk og landslag án ýktra goðsagna. Þeir breyttu því hvernig fólk hugsar um (mynd)list. Þegar blómaskeiði þeirra lauk voru listamenn ekki lengur eins bundnir reglum um hvað ætti að mála eða hvernig væri réttast að gera það.

Heimildir og hliðsjónarrit

Pischel, Gina og Þorsteinn Thorarensen, Listasaga Fjölva, III. bindi, Reykjavík, Fjölvaútgáfan 1977.

Skemmtilegt vefsetur þar sem saga impressjónismans er sögð í máli og myndum.

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

28.11.2001

Spyrjandi

Davíð Baldursson, fæddur 1984

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2001, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1977.

Ulrika Andersson. (2001, 28. nóvember). Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1977

Ulrika Andersson. „Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2001. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1977>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl?
Mikil gróska var í málaralist í Frakklandi um miðja nítjándu öld. Hin árlega sýning Le Salon í París var helsti sölumarkaðurinn fyrir listaverk. Forsenda þess að ná frægð og frama sem listamaður var að koma myndum að á þessari sýningu. Það er til marks um mikilvægi sýningarinnar að þeir listamenn sem var neitað um sýningarpláss urðu oft vondaufir um frama og sumir sviptu sig lífi.

Á þessum tíma var hefðbundin málaralist mjög vinsæl bæði hjá gagnrýnendum og nýríkum borgurum og stjórnin sem valdi myndir fyrir Le Salon tók mið af því. Listamenn sem vildu breyta til og reyna eitthvað nýtt fengu þess vegna fá tækifæri. Þeir sem voru útilokaðir frá Le Salon urðu í kjölfarið reiðir út í listaheim Parísar sem þeim þótti einkennast af hroka og spillingu.

Nokkrir listamenn tóku sig þá saman og héldu óhefðbundna málverkasýningu árið 1874. Margir þeirra komust síðar í hóp frægustu listamanna sögunnar: Claude Monet, Pierre-Auguste Renoir, Edgar Degas, Paul Cézanne, Berthe Morisot, Camille Pissarró, og Alfred Sisley. Paul Gauguin, Vincent van Gogh og Éduoard Manet komu síðar til liðs við hreyfinguna. Impressjónistarnir drógu nafn sitt af málverki Claude Monets "Impressjónískt sólarlag". Stíll impressjónista hefur stundum verið kallaður blæstíll á íslensku (Listasaga Fjölva) og blómaskeið hans var á árunum 1870-1885.



Claude Monet (1840-1926) var meistari í meðferð ljóssins og brautryðjand í litameðferð. Hann málaði oftast vatn og landslag.

Málverkin sem impressjónistarnir settu upp á sýningunni þóttu brjóta þær reglur sem átti að fylgja til að búa til 'fína' list. Hefðbundin list átti að vera í frásagnarstíl. Málverkið átt að túlka sögu, goðsögu eða ljóð og áhorfandinn gat notið listarinnar vegna þess að hann skildi hana. Flestum sem komu á sýningu impressjónista þóttu málverkin ljót og ósiðleg, hlægileg og hneykslanleg. Verkin voru að auki óseljanleg.

Þetta tímabil telst þó vera upphaf nútímamyndlistar vegna þess að á þessum tíma var afstaða áhorfandans til listaverksins að breytast. Édouard Manet (1832-1883) var leiðtogi þessarar byltingar í listasögunni. Málverkin hans sögðu engar sögur og höfðu engan boðskap. Myndirnar bara voru. Áhorfandinn þurfti að leita eftir dulinni merkingu listaverksins í huga sér. Manet sat oft ásamt lærisveinum sínum á kaffihúsi í París og ræddi um þessa nýju nálgun til listarinnar. Niðurstaða þeirra var sú að myndir ættu ekki að byggjast á þekkingu heldur sjónskynjun.

Litafræði fór mikið fram og impressjónistarnir hugsuðu mikið um hvernig ljós hegðar sér og hvaða áhrif viðlægir og frádrægir litir hafa á sjónskynjun. Þeir nýttu sér þekkingu sem eðlisvísindin höfðu aflað á þessum tíma á eðli ljóss og lita. Þeir héldu út í náttúruna og skoðuðu þar ljós og litabreytingar. Í náttúrunni var ljósið margbreytilegt og þá átti ljósið í málverkunum einnig að vera það. Málverk af náttúrunni átti að vera samsett úr formlausum litflekkjum. Þær áttu að sýna það ferska og það sem býr í andartakinu. Ljós, litir, líf og hreyfing eru einkenni á málverkum impressjónista. Listamaður sem tileinkaði sér impressjónískan stíl átti að mála hratt án þess að hugsa sig um og ekki fegra það sem hann sá í náttúrunni.



Auguste Renoir (1841-1919) málaði margar myndir af fólki. Hann notaði litina eins og Monet en var fínlegri og nákvæmari.

Impressjónistum þótti hefðbundin list íhaldsöm og gamaldags því að þar var náttúran oft notuð sem leikmynd eða bakgrunnur einhverrar sögu. Litirnir voru oft dökkir og pensildrættirnir mjög fínlegir. Málverkin voru tilgerðarleg og á þeim mátti oft sjá hóp af fólki með sama líkamsvöxt. Impressjónistarnir vildu heldur mála fólk og landslag án ýktra goðsagna. Þeir breyttu því hvernig fólk hugsar um (mynd)list. Þegar blómaskeiði þeirra lauk voru listamenn ekki lengur eins bundnir reglum um hvað ætti að mála eða hvernig væri réttast að gera það.

Heimildir og hliðsjónarrit

Pischel, Gina og Þorsteinn Thorarensen, Listasaga Fjölva, III. bindi, Reykjavík, Fjölvaútgáfan 1977.

Skemmtilegt vefsetur þar sem saga impressjónismans er sögð í máli og myndum.

...