Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?

Jón Már Halldórsson



Smellið á myndina til að heyra í jarðíkornanum.

Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25 tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og rófan sem er með löngum hárum. Á hausnum er feldurinn einnig með svörtum og hvítum röndum.

Ennfremur er hægt að greina jarðíkorna frá öðrum íkornum á kinnpokum sem þeir geta geymt mat í sem er mjög hentugt þegar þeir eru að birgja sig upp fyrir veturinn.

Meginfæða jarðíkorna er meðal annars fræ, hnetur, egg og skordýr. Á veturna hírast þeir í jarðgöngum þar sem þeir eru vel birgir af mat. Þeir liggja þar í dvala en vakna oft á veturna, sérstaklega þegar hlýindi eru eða þegar hungur sækir að þeim. Mökun hefst hjá jarðíkornum í mars og er meðgöngutíminn 31 dagur. Kvendýrin eiga frá 3 - 5 unga í hverju goti og ná ungarnir kynþroska í júlí sama ár og geta farið að geta af sér afkvæmi vorið eftir.

Heimild: "Chipmunk," Microsoft® Encarta® Online Encyclopedia 2001.

Mynd: MSN.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.11.2001

Spyrjandi

Helga Svala Sigurðardóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2001, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1978.

Jón Már Halldórsson. (2001, 28. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1978

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2001. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1978>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um jarðíkorna?


Smellið á myndina til að heyra í jarðíkornanum.

Jarðíkornar heita chipmunks á ensku og til þeirra teljast 25 tegundir innan ættarinnar Sciuridae. Þeir finnast í Norður-Ameríku og Evrasíu. Sameiginleg einkenni þeirra eru meðal annars feldurinn sem er rauðbrúnn og með hvítri og svartri rönd eftir bakinu og rófan sem er með löngum hárum. Á hausnum er feldurinn einnig með svörtum og hvítum röndum.

Ennfremur er hægt að greina jarðíkorna frá öðrum íkornum á kinnpokum sem þeir geta geymt mat í sem er mjög hentugt þegar þeir eru að birgja sig upp fyrir veturinn.

Meginfæða jarðíkorna er meðal annars fræ, hnetur, egg og skordýr. Á veturna hírast þeir í jarðgöngum þar sem þeir eru vel birgir af mat. Þeir liggja þar í dvala en vakna oft á veturna, sérstaklega þegar hlýindi eru eða þegar hungur sækir að þeim. Mökun hefst hjá jarðíkornum í mars og er meðgöngutíminn 31 dagur. Kvendýrin eiga frá 3 - 5 unga í hverju goti og ná ungarnir kynþroska í júlí sama ár og geta farið að geta af sér afkvæmi vorið eftir.

Heimild: "Chipmunk," Microsoft® Encarta® Online Encyclopedia 2001.

Mynd: MSN....