Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?

Jón Már Halldórsson




Smellið hér til að heyra hljóðið í ísbirni.

Ísbjörninn, Ursus maritimus er að jafnaði stærri en náfrændi hans brúnbjörninn Ursus arctos. Nokkrar deilitegundir brúnbjarna geta þó orðið stærri og má þar helst nefna þær sem lifa á Kamtsjatka-skaganum í Síberíu og í Alaska.

Að jafnaði er fullorðinn ísbjörn um 400 kg en til eru dæmi þar sem ísbirnir geta orðið um 900 kg. Þetta eru yfirleitt karldýr sem hafa fitað sig verulega að haustlagi fyrir komandi vetur. Eitt tilvik sker sig þó úr. Árið 1960 skaut bandarískur veiðimaður, Arthur Dubs að nafni, risavaxinn hvitabjörn við innsiglinguna í Kotzebue-sund í norðvesturhluta Alaska. Skepnan vó 1002 kg. Dýrið var stoppað upp og mældist það 338 cm á hæð. Það var meðal annars til sýnis á heimssýningunni í Seattle í Bandaríkjunum.

Lesefni: Páll Hersteinsson, 1998. "Spendýr á norðurslóðum". Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar. Reykjavík: Mál og menning. Bls. 89-106.


Mynd: Polar Bears Alive

Hljóð: Zoo society

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.11.2001

Spyrjandi

Kristján Rögnvaldsson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2001, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1979.

Jón Már Halldórsson. (2001, 28. nóvember). Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1979

Jón Már Halldórsson. „Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2001. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1979>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?




Smellið hér til að heyra hljóðið í ísbirni.

Ísbjörninn, Ursus maritimus er að jafnaði stærri en náfrændi hans brúnbjörninn Ursus arctos. Nokkrar deilitegundir brúnbjarna geta þó orðið stærri og má þar helst nefna þær sem lifa á Kamtsjatka-skaganum í Síberíu og í Alaska.

Að jafnaði er fullorðinn ísbjörn um 400 kg en til eru dæmi þar sem ísbirnir geta orðið um 900 kg. Þetta eru yfirleitt karldýr sem hafa fitað sig verulega að haustlagi fyrir komandi vetur. Eitt tilvik sker sig þó úr. Árið 1960 skaut bandarískur veiðimaður, Arthur Dubs að nafni, risavaxinn hvitabjörn við innsiglinguna í Kotzebue-sund í norðvesturhluta Alaska. Skepnan vó 1002 kg. Dýrið var stoppað upp og mældist það 338 cm á hæð. Það var meðal annars til sýnis á heimssýningunni í Seattle í Bandaríkjunum.

Lesefni: Páll Hersteinsson, 1998. "Spendýr á norðurslóðum". Hjá Þorsteini Vilhjálmssyni (ritstj.), Undur veraldar. Reykjavík: Mál og menning. Bls. 89-106.


Mynd: Polar Bears Alive

Hljóð: Zoo society

...