Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir Catch-22?

Ulrika Andersson

„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undarlegt innihald bókarinnar. Auk þess bættist þetta gagnlega orðtak við mörg tungumál. Bókin naut vinsælda þegar hún var gefin út árið 1961, þótt gagnrýnendur bæði lofuðu og löstuðu hana. Árið 1970 var gerð kvikmynd um efnið.

Bókin er fjarstæðukennd og háðsk skáldsaga um síðari heimstyrjöldina. Fjölmörg spaugileg atriði og fáránlegar ýkjur einkenna hana og sýna fram á brjálsemi stríðsins. Einnig kemur aðalefnið í ljós; það hvernig stríðið gerir manninn tilfinningalausan. Sumir vilja líka meina að bókin fjalli um þjóðfélag samtímans eða bandaríska þjóðfélagið um miðja þessa öld, og óbærilegt skrifstofuveldi þess.

Joseph Heller var sjálfur reyndur flugmaður í hernum eftir sextíu verkefni í sprengjuflugvél í síðari heimstyrjöldinni og notaði reynslu sína sem bakgrunn bókarinnar. Atburðirnir í bókinni gerast á eyju í Miðjarðarhafinu þar sem flugvélasveit frá bandaríska hernum er staðsett. Aðalpersóna sögunnar er flugmaðurinn Yossarian, sem er fullur af ótta við að deyja í martraðarheimi stríðsins. Hann sér brjálsemi, ósannindi og blekkingar í skrifstofuveldi stríðsins sem flestir kjósa að leiða hjá sér. Niðurstaða hans er að allir vilji í raun og veru drepa hann, ekki bara óvinurinn. Yfirmenn hans eru alveg eins fúsir að senda hann í dauðann og hinir.

Sjálfum sér til vegsauka fjölgar Cathcart ofursti stöðugt þeim flugferðum sem mennirnir þurfa að fara í áður en þeir geta farið heim. Yossarian læst vera veikur á líkama eða sál (geðveikur) og vonast til þess að hann verður settur í flugbann. Og það er hér sem Catch-22 kemur inn og flækir málið fyrir Yossarian.

Catch-22 er dularfull regla þess efnis að litið er á þá sem halda áfram að fljúga hættuleg árásarflug eins og þeir séu orðnir geðveikir. En fari menn að biðja um lausn frá störfum telst það sanna, að þeir er nógu skynsamir til að geta haldið áfram að berjast. “Þeir sem vilja hætta að berjast eru í rauninni ekki geðveikir,” segir læknirinn hans. Svo tilraunir Yossarians eru vonlausar. Til að komast undan þessum reglum reynir Yossarian loks að flýja til Svíþjóðar þar sem ríkti friður og frelsi á þessum tíma.

Joseph Heller er höfundur átta skáldsagna. Auk þess skrifaði hann mörg leikrit, smásögur og greinar.

Heimildir:

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

30.11.2001

Spyrjandi

Páll Ingólfsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað merkir Catch-22?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2001, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1982.

Ulrika Andersson. (2001, 30. nóvember). Hvað merkir Catch-22? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1982

Ulrika Andersson. „Hvað merkir Catch-22?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2001. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1982>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir Catch-22?
„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undarlegt innihald bókarinnar. Auk þess bættist þetta gagnlega orðtak við mörg tungumál. Bókin naut vinsælda þegar hún var gefin út árið 1961, þótt gagnrýnendur bæði lofuðu og löstuðu hana. Árið 1970 var gerð kvikmynd um efnið.

Bókin er fjarstæðukennd og háðsk skáldsaga um síðari heimstyrjöldina. Fjölmörg spaugileg atriði og fáránlegar ýkjur einkenna hana og sýna fram á brjálsemi stríðsins. Einnig kemur aðalefnið í ljós; það hvernig stríðið gerir manninn tilfinningalausan. Sumir vilja líka meina að bókin fjalli um þjóðfélag samtímans eða bandaríska þjóðfélagið um miðja þessa öld, og óbærilegt skrifstofuveldi þess.

Joseph Heller var sjálfur reyndur flugmaður í hernum eftir sextíu verkefni í sprengjuflugvél í síðari heimstyrjöldinni og notaði reynslu sína sem bakgrunn bókarinnar. Atburðirnir í bókinni gerast á eyju í Miðjarðarhafinu þar sem flugvélasveit frá bandaríska hernum er staðsett. Aðalpersóna sögunnar er flugmaðurinn Yossarian, sem er fullur af ótta við að deyja í martraðarheimi stríðsins. Hann sér brjálsemi, ósannindi og blekkingar í skrifstofuveldi stríðsins sem flestir kjósa að leiða hjá sér. Niðurstaða hans er að allir vilji í raun og veru drepa hann, ekki bara óvinurinn. Yfirmenn hans eru alveg eins fúsir að senda hann í dauðann og hinir.

Sjálfum sér til vegsauka fjölgar Cathcart ofursti stöðugt þeim flugferðum sem mennirnir þurfa að fara í áður en þeir geta farið heim. Yossarian læst vera veikur á líkama eða sál (geðveikur) og vonast til þess að hann verður settur í flugbann. Og það er hér sem Catch-22 kemur inn og flækir málið fyrir Yossarian.

Catch-22 er dularfull regla þess efnis að litið er á þá sem halda áfram að fljúga hættuleg árásarflug eins og þeir séu orðnir geðveikir. En fari menn að biðja um lausn frá störfum telst það sanna, að þeir er nógu skynsamir til að geta haldið áfram að berjast. “Þeir sem vilja hætta að berjast eru í rauninni ekki geðveikir,” segir læknirinn hans. Svo tilraunir Yossarians eru vonlausar. Til að komast undan þessum reglum reynir Yossarian loks að flýja til Svíþjóðar þar sem ríkti friður og frelsi á þessum tíma.

Joseph Heller er höfundur átta skáldsagna. Auk þess skrifaði hann mörg leikrit, smásögur og greinar.

Heimildir:...