Sólin Sólin Rís 07:29 • sest 19:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:12 • Sest 17:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:30 • Síðdegis: 17:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:50 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík

Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?

Ulrika Andersson

Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki.

Nafnið kemur úr gamallri evrópskri þjóðsögu um draugaskip sem var dæmt til þess að sigla að eilífu. Það eru til margar ólíkar útgáfur af sögunni en í algengustu útgáfunni er sagt frá hollenska skipstjóranum van der Decken, sem siglir fyrir Góðrarvonarhöfða og lendir í aftakaveðri.

Skipið var á leiðinni heim eftir farsæla ferð til Austurlanda og áhöfnin að vonum ánægð. Skipstjórinn sat í rólegheitum og lét hugann reika. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort hann ætti ekki að spyrja vinnuveitendann sinn hvort hægt væri að byggja höfn við höfðann því honum fannst gott skipalægi þar. Hann var svo niðursokkin í hugsanir sínar að hann tók ekki eftir óveðrinu sem nálgaðist fyrr en allt var um seinan. Áhöfnin á skipinu barðist gegn storminum í fleiri klukkutíma en að lokum rak skipið upp í kletta, brotnaði í spón og sökk. Skipstjórinn sem ekki vildi gefast upp bölvaði sjálfum sér og æpti: „Ég ætla að sigla fyrir höfðann þó ég þurfi að sigla til hinsta dags".

Í annari útgáfu af sögunni var skipstjórinn dæmdur til þess að sigla um í Norðursjónum að eilífu eftir að hafa guðlastað. Í sögunni eyðir skipstjórinn tímanum í að spila teningaspil við djöfulinn og hefur lagt sál sína undir.

Þjóðsagan hefur kveikt hugmyndir hjá mörgum skáldum og listamönnum. Tónskáldið fræga Richard Wagner samdi óperuna Der fliegende Hollander eftir þjóðsögunni árið 1843. Ógæfusami skipstjórinn var einnig yrkisefni enska skáldsins Samuel Taylor Coleridge í kvæðinu The Rime of the Ancient Mariner sem hann orti árið 1789. Í kvæðinu sér skipstjórinn draugaskip og upp á dekki spila dauðinn og lífið teningaspil um sál hans.

Þjóðsagan segir að enn sé hægt að sjá skipið sigla um hafið sérstaklega nálægt Góðrarvonarhöfða. Sumir trúa því að þeirra sem sjái skipið bíði hræðilegur dauðdagi. Þá halda sumir sjómenn að ef þeir sjái skipið muni þeir lenda í stórslysi.

Heimildir

Vefsetrið: ms.essortment.com

Vefsetrið:www.metopera.org

Vefsetrið: Encarta Online

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

3.12.2001

Spyrjandi

Jón Þór Árnason

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2001. Sótt 20. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1986.

Ulrika Andersson. (2001, 3. desember). Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1986

Ulrika Andersson. „Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2001. Vefsíða. 20. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1986>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?
Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki.

Nafnið kemur úr gamallri evrópskri þjóðsögu um draugaskip sem var dæmt til þess að sigla að eilífu. Það eru til margar ólíkar útgáfur af sögunni en í algengustu útgáfunni er sagt frá hollenska skipstjóranum van der Decken, sem siglir fyrir Góðrarvonarhöfða og lendir í aftakaveðri.

Skipið var á leiðinni heim eftir farsæla ferð til Austurlanda og áhöfnin að vonum ánægð. Skipstjórinn sat í rólegheitum og lét hugann reika. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort hann ætti ekki að spyrja vinnuveitendann sinn hvort hægt væri að byggja höfn við höfðann því honum fannst gott skipalægi þar. Hann var svo niðursokkin í hugsanir sínar að hann tók ekki eftir óveðrinu sem nálgaðist fyrr en allt var um seinan. Áhöfnin á skipinu barðist gegn storminum í fleiri klukkutíma en að lokum rak skipið upp í kletta, brotnaði í spón og sökk. Skipstjórinn sem ekki vildi gefast upp bölvaði sjálfum sér og æpti: „Ég ætla að sigla fyrir höfðann þó ég þurfi að sigla til hinsta dags".

Í annari útgáfu af sögunni var skipstjórinn dæmdur til þess að sigla um í Norðursjónum að eilífu eftir að hafa guðlastað. Í sögunni eyðir skipstjórinn tímanum í að spila teningaspil við djöfulinn og hefur lagt sál sína undir.

Þjóðsagan hefur kveikt hugmyndir hjá mörgum skáldum og listamönnum. Tónskáldið fræga Richard Wagner samdi óperuna Der fliegende Hollander eftir þjóðsögunni árið 1843. Ógæfusami skipstjórinn var einnig yrkisefni enska skáldsins Samuel Taylor Coleridge í kvæðinu The Rime of the Ancient Mariner sem hann orti árið 1789. Í kvæðinu sér skipstjórinn draugaskip og upp á dekki spila dauðinn og lífið teningaspil um sál hans.

Þjóðsagan segir að enn sé hægt að sjá skipið sigla um hafið sérstaklega nálægt Góðrarvonarhöfða. Sumir trúa því að þeirra sem sjái skipið bíði hræðilegur dauðdagi. Þá halda sumir sjómenn að ef þeir sjái skipið muni þeir lenda í stórslysi.

Heimildir

Vefsetrið: ms.essortment.com

Vefsetrið:www.metopera.org

Vefsetrið: Encarta Online

...