Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á þeirri sorg sem fylgir skilnaði annars vegar og dauðsfalli hins vegar?

Anna Rós Jóhannesdóttir

Flestar kenningar um sorgina fjalla um viðbrögð þess sem verður fyrir áfalli og missi. Í rannsóknum síðari ára hefur sjónum verið meira beint að aðstæðum og áhrifaþáttum í lífi hvers og eins. Þessir þættir geta bæði verið verið verndandi og eyðileggjandi.

Til að mynda leita menn svara við spurningum sem þessum: Hver var atburðurinn? Hvaða hlutverki gegndi sá sem er horfinn? Hvaða innri persónulegu þýðingu hefur atburðurinn fyrir þann sem missir? Á hvaða lífsskeiði er einstaklingurinn sem verður fyrir missi? Hver voru tilfinningatengslin? Hvernig er félagslegt umhverfi og fjölskylduaðstæður þess sem eftir er? Þessir þættir eru mikilvægir, hvort sem um er að ræða makamissi eða hjónaskilnað.


Skýrar reglur og hefðir eru fyrir hendi við dauðsfall. Það auðveldar sorgarúrvinnslu. Myndin er af konum í Líbanon að syrgja.

Munur á sorg vegna dauðsfalls annars vegar og skilnaðar hins vegar getur falist í afleiðingum og viðbrögðum umhverfis. Við fráfall maka fær eftirlifandi jafnan samúð og umhyggju. Sá sem lést er horfinn að eilífu. Við dauðsfall eru fyrir hendi skýrar reglur og hefðir um það hvernig hinn látni er kvaddur. Það undirstrikar missinn og veitir farveg fyrir sorgarúrvinnslu og samúð til eftirlifandi. Oft verða margir til þess að veita hjálparhönd, bæði fagaðilar, ættingjar og vinir.

Við skilnað geta viðbrögð umhverfis verið afar breytileg. Margir mæta skilningi og hlýju, aðrir geta mætt andúð og jafnvel fordæmingu. Sumir missa samband við fyrrverandi tengdafjölskyldu og vini, jafnvel börn sín. Mikill söknuður og sorg getur fylgt því. Þetta á oft við um þá sem eiga sök á skilnaði. Sá sem hins vegar á ekki upptökin að skilnaðinum, getur þurft að takast á við tilfinningar af öðrum toga. Það að horfa upp á fyrrverandi maka með nýjum lífsförunaut getur valdið óbærilegri þjáningu. Sorgin og sorgarferlið verður oft blandið reiði og höfnunartilfinningu sem erfitt getur reynst að vinna úr og jafna sig á. Þetta getur leitt af sér beiskju og einmanaleika. Þá getur þjóðfélagsstaða og efnahagur breyst mikið og skipting eigna raskað fjárhag illilega.

Slíkar breytingar geta verið mikið áfall í sjálfu sér en bæði makamissir og skilnaður felur jafnan í sér breytta þjóðfélagsstöðu. Samfélagið gerir ráð fyrir hjónum í flestu samhengi og getur það verið afar erfitt fyrir þá sem skyndilega verða einir. Það að syrgja brostnar vonir, misheppnað hjónaband og að sakna maka eftir skilnað mætir ekki sama skilningi og makamissir og má oft segja að sú sorg sé lítt viðurkennd og jafnvel óleyfileg.

Sorg er einstaklingsbundin tilfinning þess sem hana ber. Því er allur samanburður í slíku samhengi varhugaverður. Það er þó vitað að sorg sem fær úrvinnslu og farveg getur leitt til aukins þroska manneskjunnar og meiri skilnings á raunverulegri getu og takmörkunum.

Við bendum lesendum einnig á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvað er sorg?

Heimildir:
  • Cullberg, J. (1975). Kreppa og þroski. Bókaforlag Odds Björnssonar.
  • Worden, J. W. (2008). Grief Counselling and Grief Therapy. A handbook for the Mental Health Practitioner (Fourth Edition). New York: Springer Publishing company.

Mynd:

Höfundur

félagsráðgjafi, MSW

Útgáfudagur

4.3.2009

Spyrjandi

Ásdís Björg

Tilvísun

Anna Rós Jóhannesdóttir. „Hver er munurinn á þeirri sorg sem fylgir skilnaði annars vegar og dauðsfalli hins vegar?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2009, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=19898.

Anna Rós Jóhannesdóttir. (2009, 4. mars). Hver er munurinn á þeirri sorg sem fylgir skilnaði annars vegar og dauðsfalli hins vegar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=19898

Anna Rós Jóhannesdóttir. „Hver er munurinn á þeirri sorg sem fylgir skilnaði annars vegar og dauðsfalli hins vegar?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2009. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=19898>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á þeirri sorg sem fylgir skilnaði annars vegar og dauðsfalli hins vegar?
Flestar kenningar um sorgina fjalla um viðbrögð þess sem verður fyrir áfalli og missi. Í rannsóknum síðari ára hefur sjónum verið meira beint að aðstæðum og áhrifaþáttum í lífi hvers og eins. Þessir þættir geta bæði verið verið verndandi og eyðileggjandi.

Til að mynda leita menn svara við spurningum sem þessum: Hver var atburðurinn? Hvaða hlutverki gegndi sá sem er horfinn? Hvaða innri persónulegu þýðingu hefur atburðurinn fyrir þann sem missir? Á hvaða lífsskeiði er einstaklingurinn sem verður fyrir missi? Hver voru tilfinningatengslin? Hvernig er félagslegt umhverfi og fjölskylduaðstæður þess sem eftir er? Þessir þættir eru mikilvægir, hvort sem um er að ræða makamissi eða hjónaskilnað.


Skýrar reglur og hefðir eru fyrir hendi við dauðsfall. Það auðveldar sorgarúrvinnslu. Myndin er af konum í Líbanon að syrgja.

Munur á sorg vegna dauðsfalls annars vegar og skilnaðar hins vegar getur falist í afleiðingum og viðbrögðum umhverfis. Við fráfall maka fær eftirlifandi jafnan samúð og umhyggju. Sá sem lést er horfinn að eilífu. Við dauðsfall eru fyrir hendi skýrar reglur og hefðir um það hvernig hinn látni er kvaddur. Það undirstrikar missinn og veitir farveg fyrir sorgarúrvinnslu og samúð til eftirlifandi. Oft verða margir til þess að veita hjálparhönd, bæði fagaðilar, ættingjar og vinir.

Við skilnað geta viðbrögð umhverfis verið afar breytileg. Margir mæta skilningi og hlýju, aðrir geta mætt andúð og jafnvel fordæmingu. Sumir missa samband við fyrrverandi tengdafjölskyldu og vini, jafnvel börn sín. Mikill söknuður og sorg getur fylgt því. Þetta á oft við um þá sem eiga sök á skilnaði. Sá sem hins vegar á ekki upptökin að skilnaðinum, getur þurft að takast á við tilfinningar af öðrum toga. Það að horfa upp á fyrrverandi maka með nýjum lífsförunaut getur valdið óbærilegri þjáningu. Sorgin og sorgarferlið verður oft blandið reiði og höfnunartilfinningu sem erfitt getur reynst að vinna úr og jafna sig á. Þetta getur leitt af sér beiskju og einmanaleika. Þá getur þjóðfélagsstaða og efnahagur breyst mikið og skipting eigna raskað fjárhag illilega.

Slíkar breytingar geta verið mikið áfall í sjálfu sér en bæði makamissir og skilnaður felur jafnan í sér breytta þjóðfélagsstöðu. Samfélagið gerir ráð fyrir hjónum í flestu samhengi og getur það verið afar erfitt fyrir þá sem skyndilega verða einir. Það að syrgja brostnar vonir, misheppnað hjónaband og að sakna maka eftir skilnað mætir ekki sama skilningi og makamissir og má oft segja að sú sorg sé lítt viðurkennd og jafnvel óleyfileg.

Sorg er einstaklingsbundin tilfinning þess sem hana ber. Því er allur samanburður í slíku samhengi varhugaverður. Það er þó vitað að sorg sem fær úrvinnslu og farveg getur leitt til aukins þroska manneskjunnar og meiri skilnings á raunverulegri getu og takmörkunum.

Við bendum lesendum einnig á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvað er sorg?

Heimildir:
  • Cullberg, J. (1975). Kreppa og þroski. Bókaforlag Odds Björnssonar.
  • Worden, J. W. (2008). Grief Counselling and Grief Therapy. A handbook for the Mental Health Practitioner (Fourth Edition). New York: Springer Publishing company.

Mynd: