Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvers vegna fáum við sinadrátt?

Magnús Jóhannsson

Sinadráttur er kröftugur, sársaukafullur samdráttur í vöðva eða vöðvum. Algeng tegund sinadráttar verður í kálfanum í svefni en sinadráttur getur einnig orðið vegna mikillar vinnu, meiðsla eða við það að vera lengi í sömu stellingum. Vökvatap eykur einnig hættu á sinadrætti. Sinadráttur er algengur hjá íþróttamönnum sem reyna á sig mikið og lengi og tapa við það vökva.

Önnur velþekkt tegund sinadráttar er skrifkrampi sem er sinadráttur í fingrum og hendi eftir langvarandi skriftir með blýanti eða penna. Við einhæfar hreyfingar í langan tíma getur komið fram sinadráttur nánast hvar sem er í líkamanum. Allir fá sinadrátt en hjá flestum eru það óþægindi sem koma sjaldan og valda litlum vandræðum. Ekki má rugla sinadrætti saman við verki í fótleggjum eða lærum sem koma við áreynslu vegna lélegrar blóðrásar eða brjóskloss í hrygg. Þeir sem fá oft verki í fótleggi við gang eða aðra áreynslu ættu að leita læknis.

Besta ráðið við sinadrætti er að teygja á viðkomandi vöðva, varlega en ákveðið og þá hverfa óþægindin venjulega fljótt. Oft er gott að spenna vöðvana sem eru á móti þeim sem sinadrátturinn er í, til dæmis er gott ráð við sinadrætti í kálfa að spenna fótinn upp á við og toga svo í hann þar til sinadrátturinn hverfur. Einnig getur verið gott að kreista og nudda vöðvann og sumum finnst gott að fara í heitt eða kalt bað. Til að koma í veg fyrir sinadrátt er mikilvægt að forðast vökvatap, gera teygjuæfingar fyrir og eftir áreynslu og gæta þess að ofreyna sig ekki. Ef sinadráttur er viðvarandi vandamál sem truflar svefn er rétt að leita læknis sem metur hvort grípa þurfi til lyfjameðferðar. Í slíkum tilvikum kemur til greina að nota svefnlyf af vissri gerð eða kínín.

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

8.3.2000

Spyrjandi

Kristján Geirsson

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvers vegna fáum við sinadrátt?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2000. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=199.

Magnús Jóhannsson. (2000, 8. mars). Hvers vegna fáum við sinadrátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=199

Magnús Jóhannsson. „Hvers vegna fáum við sinadrátt?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2000. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=199>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fáum við sinadrátt?
Sinadráttur er kröftugur, sársaukafullur samdráttur í vöðva eða vöðvum. Algeng tegund sinadráttar verður í kálfanum í svefni en sinadráttur getur einnig orðið vegna mikillar vinnu, meiðsla eða við það að vera lengi í sömu stellingum. Vökvatap eykur einnig hættu á sinadrætti. Sinadráttur er algengur hjá íþróttamönnum sem reyna á sig mikið og lengi og tapa við það vökva.

Önnur velþekkt tegund sinadráttar er skrifkrampi sem er sinadráttur í fingrum og hendi eftir langvarandi skriftir með blýanti eða penna. Við einhæfar hreyfingar í langan tíma getur komið fram sinadráttur nánast hvar sem er í líkamanum. Allir fá sinadrátt en hjá flestum eru það óþægindi sem koma sjaldan og valda litlum vandræðum. Ekki má rugla sinadrætti saman við verki í fótleggjum eða lærum sem koma við áreynslu vegna lélegrar blóðrásar eða brjóskloss í hrygg. Þeir sem fá oft verki í fótleggi við gang eða aðra áreynslu ættu að leita læknis.

Besta ráðið við sinadrætti er að teygja á viðkomandi vöðva, varlega en ákveðið og þá hverfa óþægindin venjulega fljótt. Oft er gott að spenna vöðvana sem eru á móti þeim sem sinadrátturinn er í, til dæmis er gott ráð við sinadrætti í kálfa að spenna fótinn upp á við og toga svo í hann þar til sinadrátturinn hverfur. Einnig getur verið gott að kreista og nudda vöðvann og sumum finnst gott að fara í heitt eða kalt bað. Til að koma í veg fyrir sinadrátt er mikilvægt að forðast vökvatap, gera teygjuæfingar fyrir og eftir áreynslu og gæta þess að ofreyna sig ekki. Ef sinadráttur er viðvarandi vandamál sem truflar svefn er rétt að leita læknis sem metur hvort grípa þurfi til lyfjameðferðar. Í slíkum tilvikum kemur til greina að nota svefnlyf af vissri gerð eða kínín....