Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Golfstraumurinn?

SSt

Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur í Norður-Atlantshafi sem upprunninn er skammt norðan miðbaugs í vestlægum hafstraumum sem fara um Karíbahaf, inn í Mexíkóflóa og út um Flórídasund. Golfstraumurinn fer norður með austurströnd Bandaríkjanna, að um 40° norðurbreiddar, og sveigir þar austur yfir Norður-Atlantshaf að ströndum Vestur-Evrópu. Við Færeyjahrygg klofnar hann, önnur kvíslin fer vestur með Íslandi en hin norður með Noregi. Þar fer smágrein í Barentshaf en meginhlutinn norður með vesturströnd Svalbarða.

Fræðimenn hafa venjulega nafnið Golfstraum einungis um þann hluta straumkerfsins sem nær frá Hatterashöfða í Bandaríkjunum norður fyrir Nýfundnalandsmið, en aðra hluta þess Flórídastraum og Norður-Atlantsstraum.

Heimild:

  • Íslensk alfræðibók Arnar og Örlygs.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

5.12.2001

Spyrjandi

Þórunn Arnardóttir, fædd 1984

Tilvísun

SSt. „Hvað er Golfstraumurinn?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2001, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1992.

SSt. (2001, 5. desember). Hvað er Golfstraumurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1992

SSt. „Hvað er Golfstraumurinn?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2001. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1992>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Golfstraumurinn?
Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur í Norður-Atlantshafi sem upprunninn er skammt norðan miðbaugs í vestlægum hafstraumum sem fara um Karíbahaf, inn í Mexíkóflóa og út um Flórídasund. Golfstraumurinn fer norður með austurströnd Bandaríkjanna, að um 40° norðurbreiddar, og sveigir þar austur yfir Norður-Atlantshaf að ströndum Vestur-Evrópu. Við Færeyjahrygg klofnar hann, önnur kvíslin fer vestur með Íslandi en hin norður með Noregi. Þar fer smágrein í Barentshaf en meginhlutinn norður með vesturströnd Svalbarða.

Fræðimenn hafa venjulega nafnið Golfstraum einungis um þann hluta straumkerfsins sem nær frá Hatterashöfða í Bandaríkjunum norður fyrir Nýfundnalandsmið, en aðra hluta þess Flórídastraum og Norður-Atlantsstraum.

Heimild:

  • Íslensk alfræðibók Arnar og Örlygs.
...