Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er saga jólagrautsins á Íslandi?

Hallgerður Gísladóttir (1952-2007)

Orðið jólagrautur þýðir í munni Íslendinga á 20. öld þykkur hrísgrjónamjólkurgrautur með rúsínum. Grautur af því tagi verður reyndar ekki algengur hér fyrr en upp úr aldamótum 1900 en áður hafði jólagrauturinn oftast verið úr bygggrjónum, mjólk og rúsínum. Hrísgrjónagrauturinn er borinn fram með kanelsykri og rjóma eða mjólk, stundum saft eða saftsósu og víða er grautur af þessu tagi kallaður jólagrautur hvort sem hann er á borðum á jólum eða aðra daga.

Sums staðar á Íslandi var jólagrauturinn hafður fyrir matinn á aðfangadagskvöld þegar líða tók á 20. öld en slíkt mun hafa verið algengast í Danmörku. Í Skandinavíu þar sem jólagrautur af þessu tagi er hefðbundin réttur á jólum er grauturinn venjulega eftirréttur á aðfangadagskvöld.

Í skýrslu Þórarins Liljendal um íslenskt mataræði frá því 1783 kemur fram að á jóladag ásamt nokkrum öðrum hátíðisdögum reyni Íslendingar að hafa mjólkurgraut kvölds og morgna til hátíðabrigða. Þessum graut bregður oft fyrir í heimildum á 19. öld; nefndur er bygggrjónagrautur með sméri út á, sírópi eða sírópsmjólk. Misjafnt hefur verið hvort jólagrauturinn var framreiddur á jóladag eða aðfangadagskvöld. Í sveitarlýsingu úr Breiðdal í Suður Múlasýslu frá miðri 19. öld segir:
Á jólanóttina var nærri alls staðar matreiddur (bygg)grjónagrautur úr mjólk og rúsínum út í og skammtaður fólkinu [...].
Sumir tengdu jólasveininn Pottasleiki sérstaklega við jólagrautinn; hann færi til fjalla strax þegar hann væri búinn að sleikja jólagrautarpottinn og kæmi því fyrstur jólasveinanna.

Riz à l'amande.

Í byrjun tuttugustu aldar varð vanalegt að jólagrauturinn væri hafður úr hrísgrjónum sem þá voru orðin aðgengileg fyrir alþýðufólk, en höfðu áður verið fæða höfðingja. Í heimildum á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands, sem eiga við fyrstu áratugi 20 aldar, kemur fram að víðast hvar var grauturinn á borðum á jólum en mismunandi hvort hann var etinn á aðfangadagskvöld eða jóladag.

Á vestanverðu landinu var algengara að hann væri hafður á jóladag, ýmist í morgunmat eða sem eftirréttur á eftir miðdegismat. Á austanverðu landinu, einkum norðanmegin, var algengara að bera hann fram á aðfangadagskvöld og sá háttur vann á eftir því sem leið á 20. öld. Jafnframt komu til sögunnar möndlugjafir í tengslum við jólagrautinn en hvort tveggja kemur til okkar frá Danmörku. Mandla var sett í jólagrautinn og sá sem hana fann hlaut verðlaun eða gjöf að launum, venjulega sælgæti eða smáhlut.

Eftir að hrísgrjónagrauturinn varð á allra færi varð riz à l'amande höfðingjaútgáfan af jólagrautnum og tók jafnframt víða við sem eftirréttur á aðfangadagskvöld á síðustu áratugum 20. aldar. Riz à l'amande er nafn á dönskum hrísgrjónabúðingi með möndlum sem mun ekki tengjast Frakklandi að öðru leyti en því að innihaldið er talið eiga uppruna sinn í möndlugjöfinni. Hún er aftur talin tengjast frönskum sið sem þekktur er frá miðöldum og felst í því að í samkvæmi daginn fyrir þrettánda borðuðu menn köku sem í var falin baun. Sá sem hana fann réði öllu í samkvæminu það sem eftir lifði kvölds.

Hér má finna uppskriftina Jólagrautur mömmu af vefsetrinu Kjarnafæði

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

7.12.2001

Síðast uppfært

4.10.2021

Spyrjandi

James Wilde

Tilvísun

Hallgerður Gísladóttir (1952-2007). „Hver er saga jólagrautsins á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2001, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1998.

Hallgerður Gísladóttir (1952-2007). (2001, 7. desember). Hver er saga jólagrautsins á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1998

Hallgerður Gísladóttir (1952-2007). „Hver er saga jólagrautsins á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2001. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1998>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er saga jólagrautsins á Íslandi?
Orðið jólagrautur þýðir í munni Íslendinga á 20. öld þykkur hrísgrjónamjólkurgrautur með rúsínum. Grautur af því tagi verður reyndar ekki algengur hér fyrr en upp úr aldamótum 1900 en áður hafði jólagrauturinn oftast verið úr bygggrjónum, mjólk og rúsínum. Hrísgrjónagrauturinn er borinn fram með kanelsykri og rjóma eða mjólk, stundum saft eða saftsósu og víða er grautur af þessu tagi kallaður jólagrautur hvort sem hann er á borðum á jólum eða aðra daga.

Sums staðar á Íslandi var jólagrauturinn hafður fyrir matinn á aðfangadagskvöld þegar líða tók á 20. öld en slíkt mun hafa verið algengast í Danmörku. Í Skandinavíu þar sem jólagrautur af þessu tagi er hefðbundin réttur á jólum er grauturinn venjulega eftirréttur á aðfangadagskvöld.

Í skýrslu Þórarins Liljendal um íslenskt mataræði frá því 1783 kemur fram að á jóladag ásamt nokkrum öðrum hátíðisdögum reyni Íslendingar að hafa mjólkurgraut kvölds og morgna til hátíðabrigða. Þessum graut bregður oft fyrir í heimildum á 19. öld; nefndur er bygggrjónagrautur með sméri út á, sírópi eða sírópsmjólk. Misjafnt hefur verið hvort jólagrauturinn var framreiddur á jóladag eða aðfangadagskvöld. Í sveitarlýsingu úr Breiðdal í Suður Múlasýslu frá miðri 19. öld segir:
Á jólanóttina var nærri alls staðar matreiddur (bygg)grjónagrautur úr mjólk og rúsínum út í og skammtaður fólkinu [...].
Sumir tengdu jólasveininn Pottasleiki sérstaklega við jólagrautinn; hann færi til fjalla strax þegar hann væri búinn að sleikja jólagrautarpottinn og kæmi því fyrstur jólasveinanna.

Riz à l'amande.

Í byrjun tuttugustu aldar varð vanalegt að jólagrauturinn væri hafður úr hrísgrjónum sem þá voru orðin aðgengileg fyrir alþýðufólk, en höfðu áður verið fæða höfðingja. Í heimildum á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands, sem eiga við fyrstu áratugi 20 aldar, kemur fram að víðast hvar var grauturinn á borðum á jólum en mismunandi hvort hann var etinn á aðfangadagskvöld eða jóladag.

Á vestanverðu landinu var algengara að hann væri hafður á jóladag, ýmist í morgunmat eða sem eftirréttur á eftir miðdegismat. Á austanverðu landinu, einkum norðanmegin, var algengara að bera hann fram á aðfangadagskvöld og sá háttur vann á eftir því sem leið á 20. öld. Jafnframt komu til sögunnar möndlugjafir í tengslum við jólagrautinn en hvort tveggja kemur til okkar frá Danmörku. Mandla var sett í jólagrautinn og sá sem hana fann hlaut verðlaun eða gjöf að launum, venjulega sælgæti eða smáhlut.

Eftir að hrísgrjónagrauturinn varð á allra færi varð riz à l'amande höfðingjaútgáfan af jólagrautnum og tók jafnframt víða við sem eftirréttur á aðfangadagskvöld á síðustu áratugum 20. aldar. Riz à l'amande er nafn á dönskum hrísgrjónabúðingi með möndlum sem mun ekki tengjast Frakklandi að öðru leyti en því að innihaldið er talið eiga uppruna sinn í möndlugjöfinni. Hún er aftur talin tengjast frönskum sið sem þekktur er frá miðöldum og felst í því að í samkvæmi daginn fyrir þrettánda borðuðu menn köku sem í var falin baun. Sá sem hana fann réði öllu í samkvæminu það sem eftir lifði kvölds.

Hér má finna uppskriftina Jólagrautur mömmu af vefsetrinu Kjarnafæði

Mynd:...