Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu?

Hæsti aldur sem greinst hefur meðal dýra er hjá kúskelinni (Arctica islandica), sem lifir meðal annars innan íslensku efnahagslögsögunnar. Auðvelt er að aldursgreina þessar samlokur með því að telja vaxtarhringi á skel þeirra, en þeim svipar mjög til árhringja í trjám. Elsti skráði einstaklingur kúskeljarinnar, og þar með elsta dýr sem skráðar heimildir eru um, reyndist vera um 220 ára gömul samloka sem fannst undan ströndum Írlands um miðbik tuttugustu aldar.

Myndin er fengin á vefsetrinu All The Web.

Útgáfudagur

9.12.2001

Spyrjandi

Bergur Þórmundsson, f. 1989
Snæbjörn Sigurður Steingrímsson, f. 1990

Efnisorð

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2001. Sótt 29. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2001.

Jón Már Halldórsson. (2001, 9. desember). Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2001

Jón Már Halldórsson. „Hvað er hæsti aldur sem til er í dýraríkinu?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2001. Vefsíða. 29. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2001>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sverrir Jakobsson

1970

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og pólitíska sögu 12. og 13. aldar. Sverrir hefur verið virkur í ýmsum fjölfaglegum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum og stjórnaði fjölfaglegu verkefni um sögu Breiðfirðinga.