Hæsti aldur sem greinst hefur meðal dýra er hjá kúskelinni (Arctica islandica), sem lifir meðal annars innan íslensku efnahagslögsögunnar. Auðvelt er að aldursgreina þessar samlokur með því að telja vaxtarhringi á skel þeirra, en þeim svipar mjög til árhringja í trjám. Elsti skráði einstaklingur kúskeljarinnar, og þar með elsta dýr sem skráðar heimildir eru um, reyndist vera um 220 ára gömul samloka sem fannst undan ströndum Írlands um miðbik tuttugustu aldar.
Hæsti aldur sem greinst hefur meðal dýra er hjá kúskelinni (Arctica islandica), sem lifir meðal annars innan íslensku efnahagslögsögunnar. Auðvelt er að aldursgreina þessar samlokur með því að telja vaxtarhringi á skel þeirra, en þeim svipar mjög til árhringja í trjám. Elsti skráði einstaklingur kúskeljarinnar, og þar með elsta dýr sem skráðar heimildir eru um, reyndist vera um 220 ára gömul samloka sem fannst undan ströndum Írlands um miðbik tuttugustu aldar.