Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson

Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæpu 1400 árum sem liðin eru síðan íslam hófst árið 622 eftir Krist. Til dæmis ber fyrsta dag Ramadan um hásumar næst upp á 29. júní árið 2014. Í ár, 2001, hófst Ramadan þann 16. nóvember.

Dagatal múslima fylgir gangi tunglsins. Í almanaksárinu eru tólf tunglmánuðir sem eru annaðhvort 29 eða 30 dagar og að meðaltali 29,53 dagar. Nýr mánuður hefst með nýju tungli. Almanaksár múslima er tíu til tólf dögum styttra en gregoríanska árið sem flestir Evrópubúar nota. Hjá múslimum telur árið 354-355 daga. Dagatal okkar miðast við sólina og eru 365 dagar í árinu nema í hlaupári sem er 366 dagar.

Hjá okkur ber mánuðina alltaf upp á sama árstíma en hjá múslimum færast mánuðirnir til í árinu svipað og vikurnar færast til hjá okkur. Þegar Ramadan hefst til dæmis kringum 20. janúar hefst fastan kringum 9. janúar árið á eftir. Það tekur um 34 ár fyrir tungldagatalið að fara í heilan hring og byrja að nýju um sama leyti árs miðað við dagatal okkar.

Múslimar hafa einnig annað áratal en við og marka upphaf þess við það þegar Múhameð spámaður flúði til borgarinnar Medina í Sádí-Arabíu af því að hann var ofsóttur í Mekka af valdamiklum kaupmönnum sem óttuðust áhrifamátt hans. Atburðurinn er talinn hafa gerst árið 622 eftir Krist og markar upphaf íslams. Samkvæmt múslimsku tímatali er nú árið 1422 og næst þegar Ramadan ber upp á hásumar verður árið 1435 hjá múslimum en árið 2014 hjá okkur.

Ramadan er níundi mánuðurinn í dagatali múslima og er helgaður föstu. Múslimar trúa því að það hafi verið í níunda mánuðinum sem Allah (Guð) opinberaði hina heilögu bók Qur'an eða Kóraninn fyrir Múhameð spámanni.

Fastan hefst þegar nýtt tungl er sýnilegt á himni en múslimar geta einnig miðað við útreikninga stjörnufræðinga um gang himintungla til að marka upphaf mánaðarins og þar með föstunnar. Mismunandi er eftir stöðum hvor aðferðin er notuð.

Hjá þeim múslimum sem nota fyrri aðferðina hefst föstumánuðurinn þegar trúverðugt vitni segist hafa séð nýja tunglið. Vitnið flytur svokölluðum Qadi fréttirnar en hann er dómari múslima og byggir dóma sína á lögum íslams sem kallast Sharía. Þegar Qadi hefur fengið tíðindin er ákveðið hvenær fastan eigi að hefjast. Ef skýjað er og ekki sést til tunglsins getur svo farið að fastan frestist. Ef enginn sér nýtt tungl um mánaðamótin eftir föstumánuðinn getur fastan líka orðið lengri í þann endann. Múslimar eru því ekki alltaf sammála um það hvenær Ramadan eigi að byrja eða enda.

Í Ramadan fylgja múslimar stranglega boðum Allah. Orðið "íslam" þýðir einmitt "að hlýða Guði". Á föstunni mega trúaðir múslimar ekki borða, drekka, reykja eða stunda kynlíf frá sólarupprás til sólarlags. Ramadan er tími líkamlegrar og andlegrar hreinsunar og yfirbótar og markmiðið er að auka sjálfstjórn og trúarhita. Hungurtilfinningin á að auka samkennd með þeim sem eru fátækir og svangir allan ársins hring. Í kjölfar föstunnar eiga múslimar að fyllast þakklæti vegna alls þess góða sem lífið gefur þeim. Barnshafandi konur og þeir sem veikir eru eða á ferðalagi þurfa þó ekki nauðsynlega að fasta en þeim er ráðlagt að gera það þegar tækifæri býðst.

Ramadan er mikil hátíð hjá múslimum og algengt er að þeir útbúi sérstaka matarrétti sem eingöngu eru snæddir á föstunni. Matur er borðaður rétt fyrir sólarupprás, og kallast málsverðurinn þá suhoor, og eftir sólarlag en þá kallast málsverðurinn iftar. Á meðan dagur er á lofti borða múslimar ekkert. Sólin er auðvitað misjafnlega lengi á lofti eftir árstíð og stað þannig að föstutíminn er lengstur þegar Ramadan er að sumarlagi og þá því lengri sem fjær dregur miðbaug. Við sólarlag gæða múslimar sér oft á döðlum áður en þeir halda til bæna. Að bænastundinni lokinni er algengt að vinum og ættingjum sé boðið til veislu.

Síðustu tíu dagar Ramadan skipta mestu í föstunni en mikilvægasti sólarhringurinn er sá 27. Múslimar trúa því að um nóttina á 27. degi föstunnar hafi fyrstu erindi Kóransins opinberast spámanninum. Sú nótt gengur undir nafninu Lailat ul-Qadr eða nótt mættisins. Í Kóraninum segir að nóttin jafnist á við þúsund mánuði og því eyða margir múslimar allri nóttinni í bæn. Á föstu reyna múslimar að lesa eins mikið í Kóraninum og þeir geta og margir lesa hann allavega einu sinni. Aðrir eyða dagstund alla föstuna í mosku þar sem lesið er upphátt upp úr Kóraninum.

Hér má heyra flutning á versum úr Kóraninum.


Fastan er ein af fimm grundvallarstoðum íslams. Hinar stoðirnar eru trúarjátningin, bænin, pílagrímsferð til Mekka og að gefa fátækum ölmusur.

Í trúarjátningu múslima segir: "La ilaha illa Allah, Muhammadur rasoolu Allah" sem mætti þýða á íslensku sem: "Það er engin sannur Guð nema Allah og Múhameð er spámaður hans". Trúarjátningin kallast Shahada.

Trúaðir múslimar biðja fimm sinnum á dag. Hver bæn tekur ekki nema nokkrar mínútur. Múslimar biðja beint til Allah og prestar koma því ekki að bænagjörðinni á sama hátt og í guðsþjónustum í kristinni trú, né heldur hafa þeir milligöngu um aðra trúariðkun eins og þegar katólskir menn skrifta. Beðið er við sólarupprás, á hádegi, um miðjan dag, við sólarlag og á miðnætti. Múslimar biðja nánast hvar sem þeir eru staddir, hvort sem það er á ökrum, á skrifstofum, í verksmiðjum eða í háskólum. Margir hafa til þess sérstakar mottur eins og ferðamenn í löndum múslima hafa séð. Sumir fara líka í moskurnar til bæna. Bænatímarnir ákvarðast af gangi sólar og sérstakir menn minna á þá með því að kalla til bæna frá moskunum. Nú á dögum eru hátalarar notaðir við þetta og setur það talsverðan svip á borgir í löndum íslams.

Að gefa ölmusu kallast Zakat. Upprunaleg þýðing orðsins er bæði hreinsun og þroski. Zakat felst í því að múslimar gefa tiltekið hlutfall af eigum sínum til fátækra. Ef múslimi á til dæmis gull í heilt ár sem vegur meira en 85 grömm þarf hann að gefa andvirði rúmlega tveggja gramma til fátækra.

Pílagrímaferðin til Mekka í Saudi-Arabíu kallast Hajj. Allir múslimar sem geta eiga að taka sér þessa ferð á hendur að minnsta kosti einu sinni um ævina. Tvær milljónir múslima frá öllum heimshornum koma til Mekka á hverju ári. Pílagrímarnir bera einfaldan klæðnað svo að ekki sjáist hverjir séu ríkir og hverjir fátækir, og allir standi jafnir frammi fyrir Allah.



Hér má sjá pílagríma við bænagjörð í Haram-moskunni í Mekka í Saudi-Arabíu. Svarta byggingin heitir Kaaba en í átt til hennar snúa múslimar sér um heim allan þegar þeir biðja.

Heimildir:

Ýmsar vefsíður sem koma fram undir leitarorðinu "Ramadan", þar á meðal þessi síða frá Islam-Guide.

Myndin af Aqsa-moskunni í Jerúsalem er úr Morgunblaðinu.

Höfundar

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

11.12.2001

Spyrjandi

Kristín Sigurðardóttir

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu? “ Vísindavefurinn, 11. desember 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2005.

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. (2001, 11. desember). Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2005

Helga Sverrisdóttir og Ulrika Andersson. „Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu? “ Vísindavefurinn. 11. des. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2005>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?
Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæpu 1400 árum sem liðin eru síðan íslam hófst árið 622 eftir Krist. Til dæmis ber fyrsta dag Ramadan um hásumar næst upp á 29. júní árið 2014. Í ár, 2001, hófst Ramadan þann 16. nóvember.

Dagatal múslima fylgir gangi tunglsins. Í almanaksárinu eru tólf tunglmánuðir sem eru annaðhvort 29 eða 30 dagar og að meðaltali 29,53 dagar. Nýr mánuður hefst með nýju tungli. Almanaksár múslima er tíu til tólf dögum styttra en gregoríanska árið sem flestir Evrópubúar nota. Hjá múslimum telur árið 354-355 daga. Dagatal okkar miðast við sólina og eru 365 dagar í árinu nema í hlaupári sem er 366 dagar.

Hjá okkur ber mánuðina alltaf upp á sama árstíma en hjá múslimum færast mánuðirnir til í árinu svipað og vikurnar færast til hjá okkur. Þegar Ramadan hefst til dæmis kringum 20. janúar hefst fastan kringum 9. janúar árið á eftir. Það tekur um 34 ár fyrir tungldagatalið að fara í heilan hring og byrja að nýju um sama leyti árs miðað við dagatal okkar.

Múslimar hafa einnig annað áratal en við og marka upphaf þess við það þegar Múhameð spámaður flúði til borgarinnar Medina í Sádí-Arabíu af því að hann var ofsóttur í Mekka af valdamiklum kaupmönnum sem óttuðust áhrifamátt hans. Atburðurinn er talinn hafa gerst árið 622 eftir Krist og markar upphaf íslams. Samkvæmt múslimsku tímatali er nú árið 1422 og næst þegar Ramadan ber upp á hásumar verður árið 1435 hjá múslimum en árið 2014 hjá okkur.

Ramadan er níundi mánuðurinn í dagatali múslima og er helgaður föstu. Múslimar trúa því að það hafi verið í níunda mánuðinum sem Allah (Guð) opinberaði hina heilögu bók Qur'an eða Kóraninn fyrir Múhameð spámanni.

Fastan hefst þegar nýtt tungl er sýnilegt á himni en múslimar geta einnig miðað við útreikninga stjörnufræðinga um gang himintungla til að marka upphaf mánaðarins og þar með föstunnar. Mismunandi er eftir stöðum hvor aðferðin er notuð.

Hjá þeim múslimum sem nota fyrri aðferðina hefst föstumánuðurinn þegar trúverðugt vitni segist hafa séð nýja tunglið. Vitnið flytur svokölluðum Qadi fréttirnar en hann er dómari múslima og byggir dóma sína á lögum íslams sem kallast Sharía. Þegar Qadi hefur fengið tíðindin er ákveðið hvenær fastan eigi að hefjast. Ef skýjað er og ekki sést til tunglsins getur svo farið að fastan frestist. Ef enginn sér nýtt tungl um mánaðamótin eftir föstumánuðinn getur fastan líka orðið lengri í þann endann. Múslimar eru því ekki alltaf sammála um það hvenær Ramadan eigi að byrja eða enda.

Í Ramadan fylgja múslimar stranglega boðum Allah. Orðið "íslam" þýðir einmitt "að hlýða Guði". Á föstunni mega trúaðir múslimar ekki borða, drekka, reykja eða stunda kynlíf frá sólarupprás til sólarlags. Ramadan er tími líkamlegrar og andlegrar hreinsunar og yfirbótar og markmiðið er að auka sjálfstjórn og trúarhita. Hungurtilfinningin á að auka samkennd með þeim sem eru fátækir og svangir allan ársins hring. Í kjölfar föstunnar eiga múslimar að fyllast þakklæti vegna alls þess góða sem lífið gefur þeim. Barnshafandi konur og þeir sem veikir eru eða á ferðalagi þurfa þó ekki nauðsynlega að fasta en þeim er ráðlagt að gera það þegar tækifæri býðst.

Ramadan er mikil hátíð hjá múslimum og algengt er að þeir útbúi sérstaka matarrétti sem eingöngu eru snæddir á föstunni. Matur er borðaður rétt fyrir sólarupprás, og kallast málsverðurinn þá suhoor, og eftir sólarlag en þá kallast málsverðurinn iftar. Á meðan dagur er á lofti borða múslimar ekkert. Sólin er auðvitað misjafnlega lengi á lofti eftir árstíð og stað þannig að föstutíminn er lengstur þegar Ramadan er að sumarlagi og þá því lengri sem fjær dregur miðbaug. Við sólarlag gæða múslimar sér oft á döðlum áður en þeir halda til bæna. Að bænastundinni lokinni er algengt að vinum og ættingjum sé boðið til veislu.

Síðustu tíu dagar Ramadan skipta mestu í föstunni en mikilvægasti sólarhringurinn er sá 27. Múslimar trúa því að um nóttina á 27. degi föstunnar hafi fyrstu erindi Kóransins opinberast spámanninum. Sú nótt gengur undir nafninu Lailat ul-Qadr eða nótt mættisins. Í Kóraninum segir að nóttin jafnist á við þúsund mánuði og því eyða margir múslimar allri nóttinni í bæn. Á föstu reyna múslimar að lesa eins mikið í Kóraninum og þeir geta og margir lesa hann allavega einu sinni. Aðrir eyða dagstund alla föstuna í mosku þar sem lesið er upphátt upp úr Kóraninum.

Hér má heyra flutning á versum úr Kóraninum.


Fastan er ein af fimm grundvallarstoðum íslams. Hinar stoðirnar eru trúarjátningin, bænin, pílagrímsferð til Mekka og að gefa fátækum ölmusur.

Í trúarjátningu múslima segir: "La ilaha illa Allah, Muhammadur rasoolu Allah" sem mætti þýða á íslensku sem: "Það er engin sannur Guð nema Allah og Múhameð er spámaður hans". Trúarjátningin kallast Shahada.

Trúaðir múslimar biðja fimm sinnum á dag. Hver bæn tekur ekki nema nokkrar mínútur. Múslimar biðja beint til Allah og prestar koma því ekki að bænagjörðinni á sama hátt og í guðsþjónustum í kristinni trú, né heldur hafa þeir milligöngu um aðra trúariðkun eins og þegar katólskir menn skrifta. Beðið er við sólarupprás, á hádegi, um miðjan dag, við sólarlag og á miðnætti. Múslimar biðja nánast hvar sem þeir eru staddir, hvort sem það er á ökrum, á skrifstofum, í verksmiðjum eða í háskólum. Margir hafa til þess sérstakar mottur eins og ferðamenn í löndum múslima hafa séð. Sumir fara líka í moskurnar til bæna. Bænatímarnir ákvarðast af gangi sólar og sérstakir menn minna á þá með því að kalla til bæna frá moskunum. Nú á dögum eru hátalarar notaðir við þetta og setur það talsverðan svip á borgir í löndum íslams.

Að gefa ölmusu kallast Zakat. Upprunaleg þýðing orðsins er bæði hreinsun og þroski. Zakat felst í því að múslimar gefa tiltekið hlutfall af eigum sínum til fátækra. Ef múslimi á til dæmis gull í heilt ár sem vegur meira en 85 grömm þarf hann að gefa andvirði rúmlega tveggja gramma til fátækra.

Pílagrímaferðin til Mekka í Saudi-Arabíu kallast Hajj. Allir múslimar sem geta eiga að taka sér þessa ferð á hendur að minnsta kosti einu sinni um ævina. Tvær milljónir múslima frá öllum heimshornum koma til Mekka á hverju ári. Pílagrímarnir bera einfaldan klæðnað svo að ekki sjáist hverjir séu ríkir og hverjir fátækir, og allir standi jafnir frammi fyrir Allah.



Hér má sjá pílagríma við bænagjörð í Haram-moskunni í Mekka í Saudi-Arabíu. Svarta byggingin heitir Kaaba en í átt til hennar snúa múslimar sér um heim allan þegar þeir biðja.

Heimildir:

Ýmsar vefsíður sem koma fram undir leitarorðinu "Ramadan", þar á meðal þessi síða frá Islam-Guide.

Myndin af Aqsa-moskunni í Jerúsalem er úr Morgunblaðinu....