Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað voru Ný félagsrit?

Sverrir Jakobsson

Tímaritið Ný félagsrit hóf göngu sína í Kaupmannahöfn árið 1841 og var gefið út af „nokkrum Íslendingum“. Í fyrstu forstöðunefnd félagsritanna voru Bjarni Sívertsen (1817-1844), Jón Hjaltalín (1807-1882), Jón Sigurðsson (1811-1879), Oddgeirr Stephensen (1812-1885) og Ólafur Pálsson (1814-1876), en í rauninni bar Jón Sigurðsson hitann og þungann af þessari útgáfu frá upphafi.

Að sumu leyti var tímaritið arftaki hins merka menningartímarits Fjölnis, en útgáfa þess hafði gengið brösulega um hríð. Fjórði árgangur ritsins frestaðist um ár og kom ekki út fyrr en 1839, en sama ár kom svo út fimmti árgangurinn sem var saminn og kostaður af Tómasi Sæmundssyni einum. Sumarið 1840 voru svo einungis tveir Fjölnismanna eftir í Kaupmannahöfn, en þeir Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson voru þá farnir til Íslands. Samt sem áður vildi Brynjólfur Pétursson halda útgáfu Fjölnis áfram og gekkst fyrir stofnun nýs félags um ársritið.

Þetta félag klofnaði hins vegar fljótlega, þar sem hópur félagsmanna vildi breyta nafni ritsins. Að lokum gekk sá hópur úr félaginu og stofnaði Ný félagsrit. Jón Sigurðsson var leiðtogi þessa hóps, enda hafði hann gengið í félagið við tólfta mann og hafði meirihluta fyrir nafnbreytingu, en þurfti aukinn meirihluta (þrjá fjórðuparta).

Þeir sem eftir voru héldu hins vegar útgáfu Fjölnis áfram og gáfu út fjóra árganga á árunum 1843-1847. Kölluðu þeir sem eftir sátu hina sem fóru blóðtökufélagið sem var tilvísun í hvorttveggja, ritgerð eftir Jón Hjaltalín lækni um blóðtökur í fyrsta árgangi Félagsritanna, en þó ekki síður þá blóðtöku sem Fjölnisfélagið varð fyrir þegar Jón Sigurðsson og samherjar hans gengu úr því. Enn ein skýring er svo sú að kostnaði við útgáfuna var jafnað á félagsmenn sem skyldu bera ábyrgð á sölu ritanna. Árið 1843 komu til dæmis 28 eintök á hvern félagsmann.

Nafn tímaritsins var tilvísun í Rit þess íslenska lærdómslistafélags. Svo nefndist tímarit sem kom út í Kaupmannahöfn 1781-1798 og var í daglegu tali nefnt Félagsritin. Þau urðu alls 15, prentuð í áttungsbroti en hvert og eitt var um 300 blaðsíður að lengd. Efni Félagsritanna var ætlað „til handa almúganum á Íslandi“ og einkenndist af nytsemishyggju. Félagsritin höfðu gott orð á sér á Íslandi, ólíkt Fjölni sem þótti tyrfinn og stundum skrifaður af sérviskubrag.

Samkvæmt reglum Nýrra félagsrita skyldi forstöðunefnd fimm manna stýra félaginu og ritum þess. Í fyrstu forstöðunefndina voru kosnir þeir menn sem áður voru nefndir, en lengst sátu í henni, auk Jóns Sigurðssonar, Magnús Eiríksson (1806-1881), Gísli Brynjúlfsson (1827-1888), Sigurður J. Jónasson (1827-1908) og Steingrímur Thorsteinsson (1831-1913). Þrátt fyrir að Jón Sigurðsson réði löngum flestu því sem hann vildi varðandi útgáfu Félagsritanna, þá var jafnan lögð áhersla á forstöðunefndin væri fullskipuð og bæri ábyrgð á efni þeirra.

Ný félagsrit voru yfirleitt prentuð í um 800 eintökum. Þrátt fyrir að nokkuð væri um samskot og gjafir til félagsins á Íslandi gekk útgáfan jafnan erfiðlega. Salan á ritunum er talin hafa verið mest í Múlaþingi. Þrisvar féll útgáfan niður, árin 1865, 1866 og 1868. Upplagið af Nýjum félagsritum fékk Jón Sigurðsson að geyma uppi á háalofti í dönsku konungshöllinni.

Hin nýju Félagsrit voru mun pólitískari en þau gömlu. Frá upphafi var tímaritið nokkurs konar málgagn Jóns Sigurðssonar sem ritaði í það langar greinar um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, verslun og verslunarfélög á Íslandi, skólamál, heilbrigðismál og önnur þau mál þar sem honum þótti framfara þörf. Uppistaðan í skrifum Jóns er þó skrif hans um stjórnskipun Íslands, stöðu þess innan Danaveldis og samskipti Íslands og Danmerkur. Markmið Jóns var ávallt að auka sjálfstæði Íslendinga og stuðla að framförum á landinu.

Alls komu út 30 árgangar af Nýjum félagsritum, sá seinasti 1873. Eftir að útgáfa þess lagðist niður var hins vegar stofnað tímarit í Reykjavík sem átti að halda merki þess á lofti. Það tímarit nefndist Andvari og kemur enn út.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

12.12.2001

Spyrjandi

Jóhann Gunnarsson f. 1986

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hvað voru Ný félagsrit?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2001. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2006.

Sverrir Jakobsson. (2001, 12. desember). Hvað voru Ný félagsrit? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2006

Sverrir Jakobsson. „Hvað voru Ný félagsrit?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2001. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2006>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað voru Ný félagsrit?
Tímaritið Ný félagsrit hóf göngu sína í Kaupmannahöfn árið 1841 og var gefið út af „nokkrum Íslendingum“. Í fyrstu forstöðunefnd félagsritanna voru Bjarni Sívertsen (1817-1844), Jón Hjaltalín (1807-1882), Jón Sigurðsson (1811-1879), Oddgeirr Stephensen (1812-1885) og Ólafur Pálsson (1814-1876), en í rauninni bar Jón Sigurðsson hitann og þungann af þessari útgáfu frá upphafi.

Að sumu leyti var tímaritið arftaki hins merka menningartímarits Fjölnis, en útgáfa þess hafði gengið brösulega um hríð. Fjórði árgangur ritsins frestaðist um ár og kom ekki út fyrr en 1839, en sama ár kom svo út fimmti árgangurinn sem var saminn og kostaður af Tómasi Sæmundssyni einum. Sumarið 1840 voru svo einungis tveir Fjölnismanna eftir í Kaupmannahöfn, en þeir Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson voru þá farnir til Íslands. Samt sem áður vildi Brynjólfur Pétursson halda útgáfu Fjölnis áfram og gekkst fyrir stofnun nýs félags um ársritið.

Þetta félag klofnaði hins vegar fljótlega, þar sem hópur félagsmanna vildi breyta nafni ritsins. Að lokum gekk sá hópur úr félaginu og stofnaði Ný félagsrit. Jón Sigurðsson var leiðtogi þessa hóps, enda hafði hann gengið í félagið við tólfta mann og hafði meirihluta fyrir nafnbreytingu, en þurfti aukinn meirihluta (þrjá fjórðuparta).

Þeir sem eftir voru héldu hins vegar útgáfu Fjölnis áfram og gáfu út fjóra árganga á árunum 1843-1847. Kölluðu þeir sem eftir sátu hina sem fóru blóðtökufélagið sem var tilvísun í hvorttveggja, ritgerð eftir Jón Hjaltalín lækni um blóðtökur í fyrsta árgangi Félagsritanna, en þó ekki síður þá blóðtöku sem Fjölnisfélagið varð fyrir þegar Jón Sigurðsson og samherjar hans gengu úr því. Enn ein skýring er svo sú að kostnaði við útgáfuna var jafnað á félagsmenn sem skyldu bera ábyrgð á sölu ritanna. Árið 1843 komu til dæmis 28 eintök á hvern félagsmann.

Nafn tímaritsins var tilvísun í Rit þess íslenska lærdómslistafélags. Svo nefndist tímarit sem kom út í Kaupmannahöfn 1781-1798 og var í daglegu tali nefnt Félagsritin. Þau urðu alls 15, prentuð í áttungsbroti en hvert og eitt var um 300 blaðsíður að lengd. Efni Félagsritanna var ætlað „til handa almúganum á Íslandi“ og einkenndist af nytsemishyggju. Félagsritin höfðu gott orð á sér á Íslandi, ólíkt Fjölni sem þótti tyrfinn og stundum skrifaður af sérviskubrag.

Samkvæmt reglum Nýrra félagsrita skyldi forstöðunefnd fimm manna stýra félaginu og ritum þess. Í fyrstu forstöðunefndina voru kosnir þeir menn sem áður voru nefndir, en lengst sátu í henni, auk Jóns Sigurðssonar, Magnús Eiríksson (1806-1881), Gísli Brynjúlfsson (1827-1888), Sigurður J. Jónasson (1827-1908) og Steingrímur Thorsteinsson (1831-1913). Þrátt fyrir að Jón Sigurðsson réði löngum flestu því sem hann vildi varðandi útgáfu Félagsritanna, þá var jafnan lögð áhersla á forstöðunefndin væri fullskipuð og bæri ábyrgð á efni þeirra.

Ný félagsrit voru yfirleitt prentuð í um 800 eintökum. Þrátt fyrir að nokkuð væri um samskot og gjafir til félagsins á Íslandi gekk útgáfan jafnan erfiðlega. Salan á ritunum er talin hafa verið mest í Múlaþingi. Þrisvar féll útgáfan niður, árin 1865, 1866 og 1868. Upplagið af Nýjum félagsritum fékk Jón Sigurðsson að geyma uppi á háalofti í dönsku konungshöllinni.

Hin nýju Félagsrit voru mun pólitískari en þau gömlu. Frá upphafi var tímaritið nokkurs konar málgagn Jóns Sigurðssonar sem ritaði í það langar greinar um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, verslun og verslunarfélög á Íslandi, skólamál, heilbrigðismál og önnur þau mál þar sem honum þótti framfara þörf. Uppistaðan í skrifum Jóns er þó skrif hans um stjórnskipun Íslands, stöðu þess innan Danaveldis og samskipti Íslands og Danmerkur. Markmið Jóns var ávallt að auka sjálfstæði Íslendinga og stuðla að framförum á landinu.

Alls komu út 30 árgangar af Nýjum félagsritum, sá seinasti 1873. Eftir að útgáfa þess lagðist niður var hins vegar stofnað tímarit í Reykjavík sem átti að halda merki þess á lofti. Það tímarit nefndist Andvari og kemur enn út.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...