Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 17:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 10:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?

Jón Már Halldórsson

Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna.

Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þróunarsögu nagdýra þar sem sterkt náttúrulegt val hefur verið fyrir því að dýrin athafni sig á næturnar. Þannig er fæðunám, mökun eða hvers kyns leikur öruggari í skjóli náttmyrkursins þar sem minni líkur eru á að rándýr á borð við ýmsa ránfugla komi auga á næturdýrin og hremmi þau.

Þetta næturatferli er alþekkt hjá músum og rottum í Evrópu, meðal annars hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt að þessi næturvirkni hamstra er svo rótgróin að tilraunahamstrar sýna sömu dægurvirkni þó að þeir séu hafðir í herbergi eða búri þar sem birta er alltaf hin sama, það er að segja að þeir eru eftir sem áður fjörugir á næturnar en sofa á daginn.

Það sem verkar svona sterkt á hamstra hefur verið nefnt líkamsklukka eða innri klukka (e. internal clock). Þessi klukka getur bæði haft áhrif á dægurbundið og árstíðabundið atferli. Á undanförnum árum hefur athygli líffræðinga beinst í vaxandi mæli að þessu fyrirbæri. Sérstaklega á það við um rannsóknir á fari hinna ýmsu hópa dýra, svo sem fugla, spendýra og jafnvel skordýra, sem og öðrum árstíðabundnum atferlisþáttum dýra.Mynd: Ministére de la Région Wallonne: Le hamster d'Europe - Cricetus cricetus

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.12.2001

Spyrjandi

Ingunn Sigmarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni? “ Vísindavefurinn, 13. desember 2001. Sótt 7. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2008.

Jón Már Halldórsson. (2001, 13. desember). Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2008

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni? “ Vísindavefurinn. 13. des. 2001. Vefsíða. 7. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2008>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?
Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna.

Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þróunarsögu nagdýra þar sem sterkt náttúrulegt val hefur verið fyrir því að dýrin athafni sig á næturnar. Þannig er fæðunám, mökun eða hvers kyns leikur öruggari í skjóli náttmyrkursins þar sem minni líkur eru á að rándýr á borð við ýmsa ránfugla komi auga á næturdýrin og hremmi þau.

Þetta næturatferli er alþekkt hjá músum og rottum í Evrópu, meðal annars hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt að þessi næturvirkni hamstra er svo rótgróin að tilraunahamstrar sýna sömu dægurvirkni þó að þeir séu hafðir í herbergi eða búri þar sem birta er alltaf hin sama, það er að segja að þeir eru eftir sem áður fjörugir á næturnar en sofa á daginn.

Það sem verkar svona sterkt á hamstra hefur verið nefnt líkamsklukka eða innri klukka (e. internal clock). Þessi klukka getur bæði haft áhrif á dægurbundið og árstíðabundið atferli. Á undanförnum árum hefur athygli líffræðinga beinst í vaxandi mæli að þessu fyrirbæri. Sérstaklega á það við um rannsóknir á fari hinna ýmsu hópa dýra, svo sem fugla, spendýra og jafnvel skordýra, sem og öðrum árstíðabundnum atferlisþáttum dýra.Mynd: Ministére de la Région Wallonne: Le hamster d'Europe - Cricetus cricetus...