Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?

Geir Þ. Þórarinsson

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólar urðu til í Grikklandi hinu forna. Í Aþenu, þaðan sem flestar heimildir okkar eru, er að minnsta kosti ljóst að einhverjir skólar voru komnir til sögunnar snemma á 5. öld f.Kr. þegar gullöld borgarinnar var að hefjast.

Grikkir höfðu ekki skyldunám eða opinbert menntakerfi, heldur sendu foreldrar börn sín í nám hjá ólíkum kennurum sem kenndu ólíka hluti og greiddu þeim fyrir. Hjá málfræðikennara lærðu börn að lesa, skrifa og reikna og bókmenntir, sem börnin lögðu að miklu leyti á minnið, einkum Hómerskviður en einnig kvæði annarra skálda, svo sem Hesíódosar og Símonídesar. Hjá tónlistarkennara lærðu þau meðal annars að syngja lög lýrískra skálda, hljóðfæraleik og dans. Og hjá íþróttakennara stunduðu börnin íþróttir og ýmis konar leikfimi. Áherslan var lengi mun meiri á íþróttir og tónlist en málfræði og bókmenntir. En á hellenískum tíma (það er eftir dauða Alexanders mikla 323 f.Kr.) varð áherslan í auknum mæli á lestur, skrift og bóknám. Þá urðu málfræði, mælskulist og rökleikni, rúmfræði og reikningur, stjörnufræði og tónlist uppistaðan í almennri menntun.

Bæði drengir og stúlkur gátu fengið sömu menntun en oft kostuðu foreldrar stúlkna þó minna til menntunar þeirra, svo að þær gengu ef til vill ekki eins lengi í skóla og drengirnir og sennilega hlutu þær oftast menntun sína heima fyrir með áherslu á heimilisstörf. Drengir hófu yfirleitt nám um sex eða sjö ára aldur. Lengd menntunar fór eftir efnum foreldranna og gat varað til táningsáranna oftast fjórtán en jafnvel átján ára aldurs. Kennslan hófst snemma morguns og þrælar sem kallaðir voru paidagogoi fylgdu drengjunum í skólann og fylgdust með þeim á daginn.


Mynd af samdrykkju á grísku leirkeri frá því um 390 f.Kr.

Auk þess að ganga í skóla lærðu ungir drengir af samneyti sínu við fullorðna. Svokallaðar sveinaástir (paiderastia) tíðkuðust bæði í Aþenu og víðar á klassískum tíma en með því er átt við ástarsamband fullorðins manns og kynþroska unglingspilts eða yngri manns. Hér voru á ferðinni ákveðnar félagslegar venjur sem gegndu meðal annars uppeldislegu hlutverki og um þær giltu ákveðnar leikreglur. Samdrykkjur voru einn mikilvægur vettvangur fyrir slíka handleiðslu.

Í Spörtu var fyrirkomulagið á annan veg. Þar má segja að hafi verið opinbert menntakerfi. Allir drengir hlutu herþjálfun frá sjö ára aldri og allt fram til tvítugs. Þeir bjuggu í herbúðum en ekki á heimilum foreldra sinna. Í Spörtu var jafnvel enn ríkari áhersla á íþróttir og líkamlega þjálfun en í Aþenu og öðrum borgríkjum enda miðaði spartverska kerfið að því öðru fremur að viðhalda hernaðarmætti borgarinnar. Á hinn bóginn fór minna fyrir bóknáminu. Þó lærðu börn að lesa og skrifa og einnig dans og tónlist. Stúlkur hlutu ekki herþjálfun eins og drengirnir en að öðru leyti var menntun þeirra svipuð og menntun drengjanna, með áherslu á leikfimi og íþróttir, dans og söng.

Um miðja 5. öld f.Kr. komu fram á sjónarsviðið fræðararnir eða sófistarnir svonefndu en þeir áttu stóran þátt í að umbreyta menntun í Grikklandi. Fræðararnir voru frandkennarar sem ferðuðust á milli borga og héldu námskeið fyrir fullorðna borgarbúa, sem greiddu oft drjúgan skilding fyrir kennsluna. Uppistaðan í kennslu fræðaranna var mælskufræði en hverjum manni var afar mikilvægt að geta komið fyrir sig orði. Sumir fræðarar kenndu ýmislegt fleira, svo sem stjórnspeki, málfræði, landafræði, stjörnufræði, stærðfræði og fleira og sumir gáfu sig út fyrir að kenna fólki dygð, það er að segja að þeir gerðu fólk dygðugt. Meðal frægustu fræðaranna voru Prótagóras frá Abderu, Pródíkos frá Keos, Hippías frá Elís og Gorgías frá Leontíní. Auk þess sem nema mátti hjá fræðurunum var hægt að mennta sig í lögum eða læknisfræði.

Ekki leið á löngu áður en stofnaðar voru varanlegar æðri menntastofnanir. Þar má nefna skóla Ísókratesar í Aþenu, sem stofnaður var um 392 f.Kr. og Akademíuna, sem Platon stofnaði um 385 f.Kr. Í skóla Ísókratesar var áherslan aðallega á mælskufræði og sagnfræði en í Akademíunni var einkum lögð stund á heimspeki, stærðfræði og stjörnufræði auk ýmissa annarra fræða. Á hellenískum tíma voru svo starfræktir ýmsir heimspekiskólar þar sem menn gátu numið heimspeki, svo sem stóuspeki og epikúrisma.

Mælskufræðin hélt lengi stöðu sinni sem undirstaða allrar almennar menntunar. En auk bóknáms var hægt að læra ýmsar iðngreinar, svo sem leirkeragerð eða höggmyndalist. Rithöfundurinn Lúkíanos sem var uppi á annarri öld segir til að mynda frá því er hann var sendur til frænda síns að læra að höggva stein. Honum gekk erfiðlega í fyrstu, fór klaufalega að og braut steinhelluna sem hann átti að höggva í og hlaut skammir frænda síns fyrir. Þá hljóp hann grátandi heim til móður sinnar og sagði að frændi sinn væri strax orðinn afbrýðisamur vegna þess að hann óttaðist að drengurinn tæki sér fram áður en langt um liði. Móðir hans ákvað þá að leyfa honum að hætta að læra að höggva stein undir handleiðslu bróður síns en í staðinn hélt Lúkíanos í nám í mælskufræði og átti glæstan feril.

Heimildir og ítarefni:
  • Adkins, Lesley og Roy A. Adkins, Handbook to Life in Ancient Greece, endursk. útg. (New York: Facts on File, 2005).
  • Beck, Frederick A.G., Greek Education 450-350 B.C. (New York: Barnes & Noble, Inc., 1964).
  • Dobson, J.F., Ancient Eductaion and Its Meaning to Us (New York: Longmans, Green and Co., 1932).
  • Robert Flaceliére, Daily Life in Greece at the time of Pericles, Peter Green (þýð.) (London: Phoenix Press, 2002).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

6.10.2009

Spyrjandi

Vala Karen Viðarsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?“ Vísindavefurinn, 6. október 2009, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20104.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 6. október). Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20104

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2009. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20104>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólar urðu til í Grikklandi hinu forna. Í Aþenu, þaðan sem flestar heimildir okkar eru, er að minnsta kosti ljóst að einhverjir skólar voru komnir til sögunnar snemma á 5. öld f.Kr. þegar gullöld borgarinnar var að hefjast.

Grikkir höfðu ekki skyldunám eða opinbert menntakerfi, heldur sendu foreldrar börn sín í nám hjá ólíkum kennurum sem kenndu ólíka hluti og greiddu þeim fyrir. Hjá málfræðikennara lærðu börn að lesa, skrifa og reikna og bókmenntir, sem börnin lögðu að miklu leyti á minnið, einkum Hómerskviður en einnig kvæði annarra skálda, svo sem Hesíódosar og Símonídesar. Hjá tónlistarkennara lærðu þau meðal annars að syngja lög lýrískra skálda, hljóðfæraleik og dans. Og hjá íþróttakennara stunduðu börnin íþróttir og ýmis konar leikfimi. Áherslan var lengi mun meiri á íþróttir og tónlist en málfræði og bókmenntir. En á hellenískum tíma (það er eftir dauða Alexanders mikla 323 f.Kr.) varð áherslan í auknum mæli á lestur, skrift og bóknám. Þá urðu málfræði, mælskulist og rökleikni, rúmfræði og reikningur, stjörnufræði og tónlist uppistaðan í almennri menntun.

Bæði drengir og stúlkur gátu fengið sömu menntun en oft kostuðu foreldrar stúlkna þó minna til menntunar þeirra, svo að þær gengu ef til vill ekki eins lengi í skóla og drengirnir og sennilega hlutu þær oftast menntun sína heima fyrir með áherslu á heimilisstörf. Drengir hófu yfirleitt nám um sex eða sjö ára aldur. Lengd menntunar fór eftir efnum foreldranna og gat varað til táningsáranna oftast fjórtán en jafnvel átján ára aldurs. Kennslan hófst snemma morguns og þrælar sem kallaðir voru paidagogoi fylgdu drengjunum í skólann og fylgdust með þeim á daginn.


Mynd af samdrykkju á grísku leirkeri frá því um 390 f.Kr.

Auk þess að ganga í skóla lærðu ungir drengir af samneyti sínu við fullorðna. Svokallaðar sveinaástir (paiderastia) tíðkuðust bæði í Aþenu og víðar á klassískum tíma en með því er átt við ástarsamband fullorðins manns og kynþroska unglingspilts eða yngri manns. Hér voru á ferðinni ákveðnar félagslegar venjur sem gegndu meðal annars uppeldislegu hlutverki og um þær giltu ákveðnar leikreglur. Samdrykkjur voru einn mikilvægur vettvangur fyrir slíka handleiðslu.

Í Spörtu var fyrirkomulagið á annan veg. Þar má segja að hafi verið opinbert menntakerfi. Allir drengir hlutu herþjálfun frá sjö ára aldri og allt fram til tvítugs. Þeir bjuggu í herbúðum en ekki á heimilum foreldra sinna. Í Spörtu var jafnvel enn ríkari áhersla á íþróttir og líkamlega þjálfun en í Aþenu og öðrum borgríkjum enda miðaði spartverska kerfið að því öðru fremur að viðhalda hernaðarmætti borgarinnar. Á hinn bóginn fór minna fyrir bóknáminu. Þó lærðu börn að lesa og skrifa og einnig dans og tónlist. Stúlkur hlutu ekki herþjálfun eins og drengirnir en að öðru leyti var menntun þeirra svipuð og menntun drengjanna, með áherslu á leikfimi og íþróttir, dans og söng.

Um miðja 5. öld f.Kr. komu fram á sjónarsviðið fræðararnir eða sófistarnir svonefndu en þeir áttu stóran þátt í að umbreyta menntun í Grikklandi. Fræðararnir voru frandkennarar sem ferðuðust á milli borga og héldu námskeið fyrir fullorðna borgarbúa, sem greiddu oft drjúgan skilding fyrir kennsluna. Uppistaðan í kennslu fræðaranna var mælskufræði en hverjum manni var afar mikilvægt að geta komið fyrir sig orði. Sumir fræðarar kenndu ýmislegt fleira, svo sem stjórnspeki, málfræði, landafræði, stjörnufræði, stærðfræði og fleira og sumir gáfu sig út fyrir að kenna fólki dygð, það er að segja að þeir gerðu fólk dygðugt. Meðal frægustu fræðaranna voru Prótagóras frá Abderu, Pródíkos frá Keos, Hippías frá Elís og Gorgías frá Leontíní. Auk þess sem nema mátti hjá fræðurunum var hægt að mennta sig í lögum eða læknisfræði.

Ekki leið á löngu áður en stofnaðar voru varanlegar æðri menntastofnanir. Þar má nefna skóla Ísókratesar í Aþenu, sem stofnaður var um 392 f.Kr. og Akademíuna, sem Platon stofnaði um 385 f.Kr. Í skóla Ísókratesar var áherslan aðallega á mælskufræði og sagnfræði en í Akademíunni var einkum lögð stund á heimspeki, stærðfræði og stjörnufræði auk ýmissa annarra fræða. Á hellenískum tíma voru svo starfræktir ýmsir heimspekiskólar þar sem menn gátu numið heimspeki, svo sem stóuspeki og epikúrisma.

Mælskufræðin hélt lengi stöðu sinni sem undirstaða allrar almennar menntunar. En auk bóknáms var hægt að læra ýmsar iðngreinar, svo sem leirkeragerð eða höggmyndalist. Rithöfundurinn Lúkíanos sem var uppi á annarri öld segir til að mynda frá því er hann var sendur til frænda síns að læra að höggva stein. Honum gekk erfiðlega í fyrstu, fór klaufalega að og braut steinhelluna sem hann átti að höggva í og hlaut skammir frænda síns fyrir. Þá hljóp hann grátandi heim til móður sinnar og sagði að frændi sinn væri strax orðinn afbrýðisamur vegna þess að hann óttaðist að drengurinn tæki sér fram áður en langt um liði. Móðir hans ákvað þá að leyfa honum að hætta að læra að höggva stein undir handleiðslu bróður síns en í staðinn hélt Lúkíanos í nám í mælskufræði og átti glæstan feril.

Heimildir og ítarefni:
  • Adkins, Lesley og Roy A. Adkins, Handbook to Life in Ancient Greece, endursk. útg. (New York: Facts on File, 2005).
  • Beck, Frederick A.G., Greek Education 450-350 B.C. (New York: Barnes & Noble, Inc., 1964).
  • Dobson, J.F., Ancient Eductaion and Its Meaning to Us (New York: Longmans, Green and Co., 1932).
  • Robert Flaceliére, Daily Life in Greece at the time of Pericles, Peter Green (þýð.) (London: Phoenix Press, 2002).

Mynd:...