Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir ('A' eldra en 'a')?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upphafsstafir voru fátíðir í upphafi setninga í elstu handritum. Þeir voru þó oft notaðir í upphafi málsgreina og í byrjun kafla voru þeir iðulega stórir og skreyttir. Í eiginnöfnum eða örnefnum voru þeir nánast aldrei notaðir. Þessi ritvenja hélst fram um 1500 eða fram á 16. öld.

Þegar kom fram á 16. öld voru upphafsstafir meira notaðir en áður bæði í upphafi setninga og í sérnöfnum. Ekki var óalgengt að önnur orð en sérnöfn væru skrifuð með stórum staf, einkum nafnorð. Prentun íslenskra verka hefst um 1540 og virðist þá ekki hafa ríkt föst regla um notkun upphafsstafa. Hún er tekin að skýrast í lok 18. aldar en festa kemst ekki á fyrr en á 19. öld.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.12.2001

Spyrjandi

Erling Ormar Vignisson, Baldur Blöndal

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir ('A' eldra en 'a')?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2001, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2017.

Guðrún Kvaran. (2001, 19. desember). Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir ('A' eldra en 'a')? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2017

Guðrún Kvaran. „Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir ('A' eldra en 'a')?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2001. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2017>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir ('A' eldra en 'a')?
Upphafsstafir voru fátíðir í upphafi setninga í elstu handritum. Þeir voru þó oft notaðir í upphafi málsgreina og í byrjun kafla voru þeir iðulega stórir og skreyttir. Í eiginnöfnum eða örnefnum voru þeir nánast aldrei notaðir. Þessi ritvenja hélst fram um 1500 eða fram á 16. öld.

Þegar kom fram á 16. öld voru upphafsstafir meira notaðir en áður bæði í upphafi setninga og í sérnöfnum. Ekki var óalgengt að önnur orð en sérnöfn væru skrifuð með stórum staf, einkum nafnorð. Prentun íslenskra verka hefst um 1540 og virðist þá ekki hafa ríkt föst regla um notkun upphafsstafa. Hún er tekin að skýrast í lok 18. aldar en festa kemst ekki á fyrr en á 19. öld....