Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiMálvísindi: íslenskEr vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u?
Myndirnar kjet og smjer tengjast ekki svonefndri "hljóðvillu" heldur er um að ræða hljóðbreytingu sem fram kom á 16. öld, það er afkringingu á -jö-. Þessar orðmyndir munu hafa þekkst víða um land en lengst hafa þær haldist um norðan- og norðvestanvert landið. Til þess benda svör við fyrirspurnum Orðabókar Háskólans.
Orðmyndirnar kjet og smjer hafa haldist um land allt í ákveðnum föstum orðasamböndum. Langflestir sem svöruðu Orðabókinni nota til dæmis kjet í sambandinu kemur það enn, kjet í skjóðu sem notað er í merkingunni 'endurtekur það sig nú, kemur það nú enn einu sinni'. Allmargir utan Norðurlands tala líka um smjer í orðasambandinu að bleyta smjerið 'tóra, vera enn á lífi', það er "á meðan ég bleyti smjerið", 'á meðan ég tóri'.
Guðrún Kvaran. „Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2001, sótt 2. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2018.
Guðrún Kvaran. (2001, 19. desember). Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2018
Guðrún Kvaran. „Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2001. Vefsíða. 2. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2018>.