Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?

Ulrika Andersson og Ólafur Páll Jónsson

Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál.

Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig á Vesturlöndum en þar hefur fólk betri aðgang að læknisþjónustu og upplýsingum og er betur á sig komið en víða í þróunarlöndunum. Því valda sjúkdómar eins mislingar og magaveiki oft aðeins hvimleiðum veikindum á Vesturlöndum en ekki dauðsföllum eins og í þróunarlöndunum. Því má segja að vandinn sem sjúkdómarnir valda sé sprottinn úr félagslegum aðstæðum í þessum löndum, hann stafi af fátækt, menntunarskorti og misrétti sem birtist meðal annars í vannæringu, skorti á hreinu vatni og almennu hreinlæti, lélegu aðgengi að heilsugæslu, lyfjum og upplýsingum um forvarnir, og kúgun kvenna.Húsdýr ganga laus og drekkur vatn við vatnsdæluna

svo vatnið verður mengað. (Mynd WHO)

Hnignandi heilsufar

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (World Health Organization eða WHO) safnar stöðugt upplýsingum um heilsu fólks um allan heim og reynir að samræma hjálparaðgerðir. Framkvæmdastjóri WHO, Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, bað nýlega ríkisstjórnir heimsins um aðstoð við að stöðva hnignun heilsufars í heimnum. Á árinu 2002 er búist við því að kostnaður við aðstoð vegna heilsufarsvandamála verði um tveir og hálfur miljarður Bandaríkjadala.

Rannsóknir WHO í um tuttugu og fimm löndum hafa sýnt að heilsu fólks í mörgum Afríkuríkjum hefur hrakað á síðustu árum. Í Suðaustur-Asíu hefur ástandið versnað mest í Indónesíu og á Austur-Tímor. Í stríðshrjáðum löndum á Balkanskaga er ástandið víða uggvænlegt og meðal flóttamanna við landamæri Afganistans er ástandið mjög slæmt. En frá því að stríð hófst í Afganistan haustið 2001 og fram í desember sama ár létust um 2.100 flóttamenn úr lungnabólgu.

Vegna stríðsátaka milli þjóða og þjóðarbrota verða sjúkrahús og heilsugæslustöðvar oft fyrir miklu tjóni. Oftar en ekki vantar fjármagn svo að hægt sé að kaupa lyf og önnur hjálpargögn. Í mörgum tilvikum er kunnáttu hjúkrunarfólks einnig ábótavant. Fórnarlömb alls þessa eru fyrst og fremst lítil börn og aðrir sem standa höllum fæti svo sem eldra fólk og fatlaðir.

Alnæmi, berklar og malaría

Helmingur þeirra sem láta lífið af völdum sjúkdóma í þróunarlöndunum deyja úr alnæmi, berklum eða malaríu. Samtals valda þessir þrír sjúkdómar þrjúhundruð milljón veikindatilfellum og fimm milljón dauðsföllum á ári.Alnæmni (AIDS) er sá smitsjúkdómur sem breiðist hvað hraðast út. Gera má ráð fyrir að rúmar 2,3 milljónir manna hafi látist úr alnæmi á árinu 2001. Flestir þeirra sem létust voru í Afríku. Í Swazilandi, Botswana og sumstaðar í Suður-Afríku eru meira en þrjátíu prósent barnshafandi kvenna smitaðar. Alnæmissmituðu fólki fjölgar einnig í Vestur-Afríku, í Síerra Leone, Líberíu og á Fílabeinsströndinni. Um 5 prósent fólks eru alnæmissmituð þar og munaðarlausum börnum fjölgar þar stöðugt. Kynsjúkdómar eru einnig mikið vandamál í Afríku. Aðgangur að hjúkrunarfólki og lyfjum er takmarkaður og almennt ríkir vanþekking á smitleiðum og vörnum gegn sjúkdómunum.

Berklar hafa aftur blossað upp í heiminum og eru nú ein helsta dánarorsökin í þróunarlöndunum. Tvær miljónir manna létust árið 2000 úr sjúkdómnum, sem er ekki lengur einungis vandamál í þróunarlöndunum heldur einnig í Evrópu. Berklar hafa til dæmis breiðst út í rússneskum fangelsum og á Balkanskaga. Berklar í lungum eru mjög hættulegir og án læknismeðferðar bíður sjúklinganna hægur og kvalafullur dauði.

Malaría er banvænn sjúkdómur sem er mjög algengur í hitabeltinu, sérstaklega í Afríku, og smitast hann með moskítóflugum. Á milli 300 og 500 miljónir manna smitast á hverju ári af malaríu, þar á meðal fjöldi barna í Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá WHO deyja þrjú þúsund börn á hverjum degi úr malaríu. Í flóttamannabúðum í Úganda eru 76 prósent barna undir fimm ára aldri smituð. Malaría er alvarlegt vandamál í um 90 löndum en í þeim löndum búa um 40 prósent íbúa heimsins.Barn með malaríu á sjúkrahúsi í Nígeríu. (Mynd WHO)

Magaveiki, heilahimnubólga og ungbarnadauði

Magaveiki sem lýsir sér með niðurgangi er mjög algeng í þróunarlöndunum. Um sautján miljónir manna sýkjast af salmonellu á hverju ári og um fjögur prósent þeirra deyja. Kólera er önnur bakteríusýking sem veldur niðurgangi og ef sjúklingurinn fær ekki læknismeðferð deyr hann vegna ofþornurnar. Þar sem kólera stingur sér óvænt niður deyr allt að helmingur þeirra sem smitast.

Heilahimnubólga er annar bakteríusjúkdómur, sem getur orðið að faraldri. Á seinni árum hefur sjúkdómurinn verið algengastur í Nígeríu, Malí og Níger, en sjúkdómurinn er algengur á svæði sem nær frá Eþíópíu til Senegal. Heilahimnubólga leggst fyrst og fremst á börn og um 50 þúsund börn deyja á hverju ári úr sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem veikist deyr en þeir sem lifa af verða oft varanlega fatlaðir.

Mislingar eru líka oft nefndir í skýrslu WHO, en án læknismeðferðar eru þeir banvænir. Hægt er að bólusetja fólk við mislingum eins og mörgum öðrum sjúkdómum. Bólusetningu er hins vegar mjög ábótavant í þróunarlöndunum en eitt af aðalmarkmiðum WHO er að auka hana á árinu 2002.

Ungbarna- og sængurkvennadauði

Skortur á hreinlæti og hjúkrun veldur því að ungbarna- og sængurkvennadauði er mjög tíður í þróunarlöndunum. Af hverjum 1.000 börnum sem fæðast deyja um 335 í Níger, 312 í Síerra Leone, 264 í Afganistan, 219 í Malaví, 205 í Gíneu og Líberíu, 202 í Gíneu Bissau og 201 barn í Sómalíu.

Sængurkvennadauði er ekki síður alvarlegt vandamál en árlega deyja um 600.000 konur af völdum meðgöngu eða fæðingar. Í þeim þróunarlöndum þar sem ástandið er hvað verst deyr að meðaltali ein af hverjum 12 konum af þessum sökum. Á Vesturlöndum er hlutfallið hins vegar margfalt lægra eða ein af hverjum 4.000 konum.

Heimildir:

Alþjóða heilbrigðisstofnuninMynd af Gro Harlem Brundtland: World Health Organization: Director-General

Mynd af alnæmissjúklingi: Doctors Without Borders

Höfundar

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

20.12.2001

Spyrjandi

Úlfhildur Helgadóttir f. 1985

Tilvísun

Ulrika Andersson og Ólafur Páll Jónsson. „Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2001. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2020.

Ulrika Andersson og Ólafur Páll Jónsson. (2001, 20. desember). Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2020

Ulrika Andersson og Ólafur Páll Jónsson. „Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2001. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2020>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?
Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál.

Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig á Vesturlöndum en þar hefur fólk betri aðgang að læknisþjónustu og upplýsingum og er betur á sig komið en víða í þróunarlöndunum. Því valda sjúkdómar eins mislingar og magaveiki oft aðeins hvimleiðum veikindum á Vesturlöndum en ekki dauðsföllum eins og í þróunarlöndunum. Því má segja að vandinn sem sjúkdómarnir valda sé sprottinn úr félagslegum aðstæðum í þessum löndum, hann stafi af fátækt, menntunarskorti og misrétti sem birtist meðal annars í vannæringu, skorti á hreinu vatni og almennu hreinlæti, lélegu aðgengi að heilsugæslu, lyfjum og upplýsingum um forvarnir, og kúgun kvenna.Húsdýr ganga laus og drekkur vatn við vatnsdæluna

svo vatnið verður mengað. (Mynd WHO)

Hnignandi heilsufar

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (World Health Organization eða WHO) safnar stöðugt upplýsingum um heilsu fólks um allan heim og reynir að samræma hjálparaðgerðir. Framkvæmdastjóri WHO, Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, bað nýlega ríkisstjórnir heimsins um aðstoð við að stöðva hnignun heilsufars í heimnum. Á árinu 2002 er búist við því að kostnaður við aðstoð vegna heilsufarsvandamála verði um tveir og hálfur miljarður Bandaríkjadala.

Rannsóknir WHO í um tuttugu og fimm löndum hafa sýnt að heilsu fólks í mörgum Afríkuríkjum hefur hrakað á síðustu árum. Í Suðaustur-Asíu hefur ástandið versnað mest í Indónesíu og á Austur-Tímor. Í stríðshrjáðum löndum á Balkanskaga er ástandið víða uggvænlegt og meðal flóttamanna við landamæri Afganistans er ástandið mjög slæmt. En frá því að stríð hófst í Afganistan haustið 2001 og fram í desember sama ár létust um 2.100 flóttamenn úr lungnabólgu.

Vegna stríðsátaka milli þjóða og þjóðarbrota verða sjúkrahús og heilsugæslustöðvar oft fyrir miklu tjóni. Oftar en ekki vantar fjármagn svo að hægt sé að kaupa lyf og önnur hjálpargögn. Í mörgum tilvikum er kunnáttu hjúkrunarfólks einnig ábótavant. Fórnarlömb alls þessa eru fyrst og fremst lítil börn og aðrir sem standa höllum fæti svo sem eldra fólk og fatlaðir.

Alnæmi, berklar og malaría

Helmingur þeirra sem láta lífið af völdum sjúkdóma í þróunarlöndunum deyja úr alnæmi, berklum eða malaríu. Samtals valda þessir þrír sjúkdómar þrjúhundruð milljón veikindatilfellum og fimm milljón dauðsföllum á ári.Alnæmni (AIDS) er sá smitsjúkdómur sem breiðist hvað hraðast út. Gera má ráð fyrir að rúmar 2,3 milljónir manna hafi látist úr alnæmi á árinu 2001. Flestir þeirra sem létust voru í Afríku. Í Swazilandi, Botswana og sumstaðar í Suður-Afríku eru meira en þrjátíu prósent barnshafandi kvenna smitaðar. Alnæmissmituðu fólki fjölgar einnig í Vestur-Afríku, í Síerra Leone, Líberíu og á Fílabeinsströndinni. Um 5 prósent fólks eru alnæmissmituð þar og munaðarlausum börnum fjölgar þar stöðugt. Kynsjúkdómar eru einnig mikið vandamál í Afríku. Aðgangur að hjúkrunarfólki og lyfjum er takmarkaður og almennt ríkir vanþekking á smitleiðum og vörnum gegn sjúkdómunum.

Berklar hafa aftur blossað upp í heiminum og eru nú ein helsta dánarorsökin í þróunarlöndunum. Tvær miljónir manna létust árið 2000 úr sjúkdómnum, sem er ekki lengur einungis vandamál í þróunarlöndunum heldur einnig í Evrópu. Berklar hafa til dæmis breiðst út í rússneskum fangelsum og á Balkanskaga. Berklar í lungum eru mjög hættulegir og án læknismeðferðar bíður sjúklinganna hægur og kvalafullur dauði.

Malaría er banvænn sjúkdómur sem er mjög algengur í hitabeltinu, sérstaklega í Afríku, og smitast hann með moskítóflugum. Á milli 300 og 500 miljónir manna smitast á hverju ári af malaríu, þar á meðal fjöldi barna í Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá WHO deyja þrjú þúsund börn á hverjum degi úr malaríu. Í flóttamannabúðum í Úganda eru 76 prósent barna undir fimm ára aldri smituð. Malaría er alvarlegt vandamál í um 90 löndum en í þeim löndum búa um 40 prósent íbúa heimsins.Barn með malaríu á sjúkrahúsi í Nígeríu. (Mynd WHO)

Magaveiki, heilahimnubólga og ungbarnadauði

Magaveiki sem lýsir sér með niðurgangi er mjög algeng í þróunarlöndunum. Um sautján miljónir manna sýkjast af salmonellu á hverju ári og um fjögur prósent þeirra deyja. Kólera er önnur bakteríusýking sem veldur niðurgangi og ef sjúklingurinn fær ekki læknismeðferð deyr hann vegna ofþornurnar. Þar sem kólera stingur sér óvænt niður deyr allt að helmingur þeirra sem smitast.

Heilahimnubólga er annar bakteríusjúkdómur, sem getur orðið að faraldri. Á seinni árum hefur sjúkdómurinn verið algengastur í Nígeríu, Malí og Níger, en sjúkdómurinn er algengur á svæði sem nær frá Eþíópíu til Senegal. Heilahimnubólga leggst fyrst og fremst á börn og um 50 þúsund börn deyja á hverju ári úr sjúkdómnum. Helmingur þeirra sem veikist deyr en þeir sem lifa af verða oft varanlega fatlaðir.

Mislingar eru líka oft nefndir í skýrslu WHO, en án læknismeðferðar eru þeir banvænir. Hægt er að bólusetja fólk við mislingum eins og mörgum öðrum sjúkdómum. Bólusetningu er hins vegar mjög ábótavant í þróunarlöndunum en eitt af aðalmarkmiðum WHO er að auka hana á árinu 2002.

Ungbarna- og sængurkvennadauði

Skortur á hreinlæti og hjúkrun veldur því að ungbarna- og sængurkvennadauði er mjög tíður í þróunarlöndunum. Af hverjum 1.000 börnum sem fæðast deyja um 335 í Níger, 312 í Síerra Leone, 264 í Afganistan, 219 í Malaví, 205 í Gíneu og Líberíu, 202 í Gíneu Bissau og 201 barn í Sómalíu.

Sængurkvennadauði er ekki síður alvarlegt vandamál en árlega deyja um 600.000 konur af völdum meðgöngu eða fæðingar. Í þeim þróunarlöndum þar sem ástandið er hvað verst deyr að meðaltali ein af hverjum 12 konum af þessum sökum. Á Vesturlöndum er hlutfallið hins vegar margfalt lægra eða ein af hverjum 4.000 konum.

Heimildir:

Alþjóða heilbrigðisstofnuninMynd af Gro Harlem Brundtland: World Health Organization: Director-General

Mynd af alnæmissjúklingi: Doctors Without Borders ...