Sólin Sólin Rís 03:14 • sest 23:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:58 • Síðdegis: 19:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:59 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík

Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?

Ulrika Andersson

Skáldsagan um ævintýri Róbinson Krúsó var gefin út árið 1719 og er eftir rithöfundinn Daniel Defoe (1660-1731). Sagan naut strax mikilla vinsælda og flestir þekkja nafnið hans Róbinson Krúsó enn í dag þó að það séu kannski ekki margir sem hafa lesið söguna um hann. Upphaflega hét sagan: The Life and Strange Surprising Adventures of Robinson Crusoe, of York, Mariner, written by himself.

Sagan fjallar um skipbrotsmanninn Róbinson Krúsó sem lendir í skipsskaða og skolast upp á strönd á eyðieyju. Þar dvelst hann í 28 ár. Sögur um skipsskaða og skipbrotsmenn voru algengar á þeim tíma sem sagan um Krúsó kom út og margar sögur voru skrifaðar um efnið. Sennilega hefur Daniel Defoe fengið hugmyndina að sögunni um Róbinson Krúsó eftir sögu Alexanders Selkirks þar sem segir frá skoskum sjómanni sem lendir í skipbroti og dvelur í 5 ár á eyðieyju nálægt Chile.

Sagan um Róbinson Krúsó fjallar að mestu leyti um dvöl hans á eyðieyjunni en einnig er sagt frá því lífi sem Róbinson Krúsó lifir áður en hann lendir í þessum hremmingum. Sagan byrjar á Englandi þar sem hinn ungi Róbinson lifir ósköp venjulegu millistéttarlífi en dreymir um að verða sjómaður og skoða sig um í heiminum. Foreldrar hans vilja heldur að hann verði lögmaður en Róbinson fær ekkert haggað og hann heldur til sjós. Svo óheppilega vill til að sjóræningar ræna skipinu, Róbinson Krúsó er tekinn til fanga og gerður að þræl í Norður Afríku. Þegar honum tekst að flýja eftir 2 ár fer hann til Brasilíu og gerist plantekrueigandi. Þó Róbinson Krúsó þekki vel til hins auma lífs þræla lætur hann sjálfur þræla frá Afríku vinna á ökrum sínum. En honum þótti þeir heldur dýrir í rekstri og ákveður því að halda til Gíneu til að sækja sér nýja og ódýrari þræla. Skipið sem hann er á lendir í ofsaveðri og ferst á leiðinni til Afríku. Róbinson Krúsó er sá eini sem kemst lífs af.

Til að byrja með er Róbinson Krúsó ekki viss um hvar hann hafi lent. Það eina sem hann veit er að hann er einn á eyjunni og að hann þarf að bjarga sér sjálfur. Eyjan er sennilega einhvers staðar í hitabeltinu því Róbinson tínir sítrónur, melónur, vínber og kakóbaunir sér til matar. Hann lendir í jarðskjálfta, ofsaroki en auk þess rignir látlaust í tvo mánuði. Samt tekst honum að byggja sér hús, reisa girðingu úr staurum, sá korni og baka brauð. Einnig temur hann nokkrar geitur sem hann hefur sem húsdýr. Róbinson reynir einnig að byggja sér bát og gerir nokkrar misheppnaðar tilraunir til þess að komast burt af eynni.

Þegar Róbinson Krúsó hefur dvalið nokkur ár í þessari einmannalegu vist heldur hann í leiðangur yfir á hinn hluta eyjunnar. Sér til mikillar furðu sér hann þaðan til lands og það sem verra er hann uppgötvar að mannætur heimsækja eyjuna. Eitt sinn bjargar Róbinson indjána nokkrum úr klóm mannæta. Sá verður vinur og þjónn Róbinson og kallast "Friday" eða "Frjádagur" í bókinni. Frjádagur lærir ensku og getur sagt Róbinson nokkurn veginn hvar í heiminum hann er staddur. Skip Róbinson virðist hafa farist norður af Brasilíu skammt frá Venesúela við mynni Orinco árinnar í Karabískahafinu. Nákvæmlega hvaða eyja þetta var er ekki vitað. Hún heitir ekkert og hefur trúlega aðeins verið til í hugarheimi Daniel Defoe.

Róbinson bjargar einnig föður Frjádags og Spánverja nokkrum úr kjafti mannætanna. Saman bjarga þeir svo enskum skipstjóra og félögum hans sem höfðu lent í því að áhöfnin gerði uppreisn og ætlaði að skilja þá eftir á ströndinni. Þeim tókst að yfirbuga uppresinarmennina og skipstjórinn endurheimti skipið sitt. Eftir 28 ár á eyðieyjunni getur Róbinson Krúsó loksins haldið aftur heim til Englands.

Sagan um Róbinson Krúsó er ævintýri með siðferðilegum boðskap sem ber keim af heimsvaldastefnu Breta. Hetjan notaði kunnáttu sína til þess að skapa enska siðmenningu á eyðieyju sem var mjög í anda upplýsingastefnunnar en hún var grundvölluð á skynsemishyggju og trú á getu mannsins til þess að rækta hæfileika sína. Boðskapur sögunnar féll mjög í kramið hjá samtíðarmönnum Daniel Defoes en nútímamanninum kann að þykja Róbinson nokkuð þröngsýnn. Til dæmis lætur hann afríska þræla vinna fyrir sig og Frjádagur sem hann bjargar frá mannætum verður að undirgefnum þjóni Róbinson. Þjónninn Frjádagur átti að hlýða skipunum Róbinson, taka kristna trú og læra ensku en Róbinson gerir hvorki tilraun til þess að læra tungumál Frjádags né setur Krúsó sig inn í menningu hans. Það má því segja að Daniel Defoe hafi verið barns síns tíma.

Heimildir

Litteraturen-epoker och diktare Ulf Jansson & Martin Levander, Esselte Studium, Uppsala, 1989.

Pinkmonkey

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

4.1.2002

Spyrjandi

Guðmundur Karlsson

Efnisorð

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2002. Sótt 5. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2031.

Ulrika Andersson. (2002, 4. janúar). Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2031

Ulrika Andersson. „Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2002. Vefsíða. 5. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2031>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?
Skáldsagan um ævintýri Róbinson Krúsó var gefin út árið 1719 og er eftir rithöfundinn Daniel Defoe (1660-1731). Sagan naut strax mikilla vinsælda og flestir þekkja nafnið hans Róbinson Krúsó enn í dag þó að það séu kannski ekki margir sem hafa lesið söguna um hann. Upphaflega hét sagan: The Life and Strange Surprising Adventures of Robinson Crusoe, of York, Mariner, written by himself.

Sagan fjallar um skipbrotsmanninn Róbinson Krúsó sem lendir í skipsskaða og skolast upp á strönd á eyðieyju. Þar dvelst hann í 28 ár. Sögur um skipsskaða og skipbrotsmenn voru algengar á þeim tíma sem sagan um Krúsó kom út og margar sögur voru skrifaðar um efnið. Sennilega hefur Daniel Defoe fengið hugmyndina að sögunni um Róbinson Krúsó eftir sögu Alexanders Selkirks þar sem segir frá skoskum sjómanni sem lendir í skipbroti og dvelur í 5 ár á eyðieyju nálægt Chile.

Sagan um Róbinson Krúsó fjallar að mestu leyti um dvöl hans á eyðieyjunni en einnig er sagt frá því lífi sem Róbinson Krúsó lifir áður en hann lendir í þessum hremmingum. Sagan byrjar á Englandi þar sem hinn ungi Róbinson lifir ósköp venjulegu millistéttarlífi en dreymir um að verða sjómaður og skoða sig um í heiminum. Foreldrar hans vilja heldur að hann verði lögmaður en Róbinson fær ekkert haggað og hann heldur til sjós. Svo óheppilega vill til að sjóræningar ræna skipinu, Róbinson Krúsó er tekinn til fanga og gerður að þræl í Norður Afríku. Þegar honum tekst að flýja eftir 2 ár fer hann til Brasilíu og gerist plantekrueigandi. Þó Róbinson Krúsó þekki vel til hins auma lífs þræla lætur hann sjálfur þræla frá Afríku vinna á ökrum sínum. En honum þótti þeir heldur dýrir í rekstri og ákveður því að halda til Gíneu til að sækja sér nýja og ódýrari þræla. Skipið sem hann er á lendir í ofsaveðri og ferst á leiðinni til Afríku. Róbinson Krúsó er sá eini sem kemst lífs af.

Til að byrja með er Róbinson Krúsó ekki viss um hvar hann hafi lent. Það eina sem hann veit er að hann er einn á eyjunni og að hann þarf að bjarga sér sjálfur. Eyjan er sennilega einhvers staðar í hitabeltinu því Róbinson tínir sítrónur, melónur, vínber og kakóbaunir sér til matar. Hann lendir í jarðskjálfta, ofsaroki en auk þess rignir látlaust í tvo mánuði. Samt tekst honum að byggja sér hús, reisa girðingu úr staurum, sá korni og baka brauð. Einnig temur hann nokkrar geitur sem hann hefur sem húsdýr. Róbinson reynir einnig að byggja sér bát og gerir nokkrar misheppnaðar tilraunir til þess að komast burt af eynni.

Þegar Róbinson Krúsó hefur dvalið nokkur ár í þessari einmannalegu vist heldur hann í leiðangur yfir á hinn hluta eyjunnar. Sér til mikillar furðu sér hann þaðan til lands og það sem verra er hann uppgötvar að mannætur heimsækja eyjuna. Eitt sinn bjargar Róbinson indjána nokkrum úr klóm mannæta. Sá verður vinur og þjónn Róbinson og kallast "Friday" eða "Frjádagur" í bókinni. Frjádagur lærir ensku og getur sagt Róbinson nokkurn veginn hvar í heiminum hann er staddur. Skip Róbinson virðist hafa farist norður af Brasilíu skammt frá Venesúela við mynni Orinco árinnar í Karabískahafinu. Nákvæmlega hvaða eyja þetta var er ekki vitað. Hún heitir ekkert og hefur trúlega aðeins verið til í hugarheimi Daniel Defoe.

Róbinson bjargar einnig föður Frjádags og Spánverja nokkrum úr kjafti mannætanna. Saman bjarga þeir svo enskum skipstjóra og félögum hans sem höfðu lent í því að áhöfnin gerði uppreisn og ætlaði að skilja þá eftir á ströndinni. Þeim tókst að yfirbuga uppresinarmennina og skipstjórinn endurheimti skipið sitt. Eftir 28 ár á eyðieyjunni getur Róbinson Krúsó loksins haldið aftur heim til Englands.

Sagan um Róbinson Krúsó er ævintýri með siðferðilegum boðskap sem ber keim af heimsvaldastefnu Breta. Hetjan notaði kunnáttu sína til þess að skapa enska siðmenningu á eyðieyju sem var mjög í anda upplýsingastefnunnar en hún var grundvölluð á skynsemishyggju og trú á getu mannsins til þess að rækta hæfileika sína. Boðskapur sögunnar féll mjög í kramið hjá samtíðarmönnum Daniel Defoes en nútímamanninum kann að þykja Róbinson nokkuð þröngsýnn. Til dæmis lætur hann afríska þræla vinna fyrir sig og Frjádagur sem hann bjargar frá mannætum verður að undirgefnum þjóni Róbinson. Þjónninn Frjádagur átti að hlýða skipunum Róbinson, taka kristna trú og læra ensku en Róbinson gerir hvorki tilraun til þess að læra tungumál Frjádags né setur Krúsó sig inn í menningu hans. Það má því segja að Daniel Defoe hafi verið barns síns tíma.

Heimildir

Litteraturen-epoker och diktare Ulf Jansson & Martin Levander, Esselte Studium, Uppsala, 1989.

Pinkmonkey

...