Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað verða nashyrningar gamlir?

Jón Már Halldórsson



Í dag eru alls fimm tegundir nashyrninga til í heiminum, allir innan sömu ættarinnar, Rhinocerotidae. Þeir finnast í nokkrum þjóðgörðum í suður- og austurhluta Afríku og í suður-Asíu. Tvær tegundir nashyrninga lifa í Afríku. Annars vegar er það svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis), sem finnst meðal annars í fjalllendi og á savannasléttunum suður af Eþíopíu. Hins vegar er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) sem lifir sunnar í álfunni en sá svarti. Sú tegund hefur verið hart leikinn af veiðiþjófum á undanförnum áratugum. Í dag lifa rúmlega 300 dýr í austur-Afríku, aðallega í Tansaníu og Kenýa en Suður-Afríkumenn hafa haldið betur utan um stofninn sinn því tæplega 6000 dýr lifa á verndarsvæðum þar í landi.

Í Asíu lifa þrjár tegundir nashyrninga. Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) finnst í dag aðeins í Nepal (aðallega í Chitwan þjóðgarðinum) og í Assam ríki á norður-Indlandi. Jövu-nashyrningurinn (Rhinoceros sondaicus) finnst á eyjunni Jövu í Indónesíu og Súmötru-nashyrninguinn (Dicerorhinus sumatrensis) finnst á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Allar asísku tegundirnar eru í mjög mikilli útrýmingarhættu.

Hægt er að þekkja afrísku og asísku nashyrningana í sundur á því að þeir afrísku hafa tvö horn en þeir asísku aðeins eitt.

Nashyrningar geta orðið langlífir. Vitað er til að einstaklingar af tegund hvítu nashyrninganna hafi náð að verða 50 ára gamlir og er það að öllum líkindum hámarksaldur þeirra. Litlar upplýsingar er að fá um hámarksaldur asískra nashyrninga en gera má ráð fyrir að þeir geti náð svipuðum aldri.

Myndin er af hvíta nashyrninginum (Ceratotherium simum) á savanna sléttunum í norðanverðri Tansaníu. Hún er fengin á þessari síðu ljósmyndarans Colin Paterson-Jones.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.1.2002

Spyrjandi

Hákon Hjörtur, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða nashyrningar gamlir?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2032.

Jón Már Halldórsson. (2002, 4. janúar). Hvað verða nashyrningar gamlir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2032

Jón Már Halldórsson. „Hvað verða nashyrningar gamlir?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2032>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað verða nashyrningar gamlir?


Í dag eru alls fimm tegundir nashyrninga til í heiminum, allir innan sömu ættarinnar, Rhinocerotidae. Þeir finnast í nokkrum þjóðgörðum í suður- og austurhluta Afríku og í suður-Asíu. Tvær tegundir nashyrninga lifa í Afríku. Annars vegar er það svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis), sem finnst meðal annars í fjalllendi og á savannasléttunum suður af Eþíopíu. Hins vegar er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) sem lifir sunnar í álfunni en sá svarti. Sú tegund hefur verið hart leikinn af veiðiþjófum á undanförnum áratugum. Í dag lifa rúmlega 300 dýr í austur-Afríku, aðallega í Tansaníu og Kenýa en Suður-Afríkumenn hafa haldið betur utan um stofninn sinn því tæplega 6000 dýr lifa á verndarsvæðum þar í landi.

Í Asíu lifa þrjár tegundir nashyrninga. Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) finnst í dag aðeins í Nepal (aðallega í Chitwan þjóðgarðinum) og í Assam ríki á norður-Indlandi. Jövu-nashyrningurinn (Rhinoceros sondaicus) finnst á eyjunni Jövu í Indónesíu og Súmötru-nashyrninguinn (Dicerorhinus sumatrensis) finnst á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Allar asísku tegundirnar eru í mjög mikilli útrýmingarhættu.

Hægt er að þekkja afrísku og asísku nashyrningana í sundur á því að þeir afrísku hafa tvö horn en þeir asísku aðeins eitt.

Nashyrningar geta orðið langlífir. Vitað er til að einstaklingar af tegund hvítu nashyrninganna hafi náð að verða 50 ára gamlir og er það að öllum líkindum hámarksaldur þeirra. Litlar upplýsingar er að fá um hámarksaldur asískra nashyrninga en gera má ráð fyrir að þeir geti náð svipuðum aldri.

Myndin er af hvíta nashyrninginum (Ceratotherium simum) á savanna sléttunum í norðanverðri Tansaníu. Hún er fengin á þessari síðu ljósmyndarans Colin Paterson-Jones....