Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir spútnik?

Ulrika Andersson

Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna.


Fyrsti gervihnöttur Rússa fór út í geiminn þann 4. október 1957. Sá kallaðist Iskustvennyi Sputnok Zemli eða gerviförunautur jarðarinnar en var oftast bara kallaður Spútnik I. Hann var 83 kílóa þungt kúlulaga álhylki á stærð við körfubolta með loftnet áfast við sig. Spútnik I sendi stöðugt merki til jarðar eftir að hann komst á braut um jörð en lengst fór gervihnötturinn í 942 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Hann var úti í geimnum í samtals 92 daga en þá hafði orka hans minnkað vegna loftmótstöðu og aðdráttarafl jarðarinnar dregið hann svo langt inn í lofthjúp jarðar að hann brann upp til agna.


Rúmlega mánuði síðar sendu Rússar Spútnik II út í geiminn og í þetta skiptið var Laika með í för, fyrsti geimhundur sögunnar. Laika var fyrsti lifandi jarðarbúinn sem fór út í geiminn. En tækninni á þessum tíma var ábótavant. Þó að Rússar kynnu að senda gervihnetti út í geiminn kunnu þeir ekki að koma þeim heilum tilbaka til jarðarinnar. Svo fór að geimhundurinn Laika dó í Spútnik II eftir um vikudvöl.

Í kjölfarið voru átta aðrir spútnikar sendir út í geiminn. Gervihnettirnir söfnuðu alls kyns gögnum og upplýsingum eins og til dæmis um hitastig, þrýsting, geislun og segulsvið. Síðan þá hafa um 5000 gervihnettir verið sendir á braut um jörð. Minnst 15 þjóðir hafa einhvern tímann sent gervihnetti út í geiminn en nú er talið að um 2500 gervihnettir séu í geimnum, þar af 700 frá Bandaríkjunum og 1300 frá Rússlandi.


Hér má heyra merkin sem Spútnik I sendi til jarðar

Heimildir

Britannica Online

Scientific American

NASA

Mynd af Laiku

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

10.1.2002

Spyrjandi

Bobó Marteins, f. 1984

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað þýðir spútnik?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2002, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2038.

Ulrika Andersson. (2002, 10. janúar). Hvað þýðir spútnik? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2038

Ulrika Andersson. „Hvað þýðir spútnik?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2002. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2038>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir spútnik?
Orðið spútnik er rússneska og þýðir förunautur eða fylgdarmaður. Í hugum flestra tengist þó orðið spútnik gervitunglum sem Rússar komu á braut um jörð fyrstir manna og mörkuðu upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna.


Fyrsti gervihnöttur Rússa fór út í geiminn þann 4. október 1957. Sá kallaðist Iskustvennyi Sputnok Zemli eða gerviförunautur jarðarinnar en var oftast bara kallaður Spútnik I. Hann var 83 kílóa þungt kúlulaga álhylki á stærð við körfubolta með loftnet áfast við sig. Spútnik I sendi stöðugt merki til jarðar eftir að hann komst á braut um jörð en lengst fór gervihnötturinn í 942 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Hann var úti í geimnum í samtals 92 daga en þá hafði orka hans minnkað vegna loftmótstöðu og aðdráttarafl jarðarinnar dregið hann svo langt inn í lofthjúp jarðar að hann brann upp til agna.


Rúmlega mánuði síðar sendu Rússar Spútnik II út í geiminn og í þetta skiptið var Laika með í för, fyrsti geimhundur sögunnar. Laika var fyrsti lifandi jarðarbúinn sem fór út í geiminn. En tækninni á þessum tíma var ábótavant. Þó að Rússar kynnu að senda gervihnetti út í geiminn kunnu þeir ekki að koma þeim heilum tilbaka til jarðarinnar. Svo fór að geimhundurinn Laika dó í Spútnik II eftir um vikudvöl.

Í kjölfarið voru átta aðrir spútnikar sendir út í geiminn. Gervihnettirnir söfnuðu alls kyns gögnum og upplýsingum eins og til dæmis um hitastig, þrýsting, geislun og segulsvið. Síðan þá hafa um 5000 gervihnettir verið sendir á braut um jörð. Minnst 15 þjóðir hafa einhvern tímann sent gervihnetti út í geiminn en nú er talið að um 2500 gervihnettir séu í geimnum, þar af 700 frá Bandaríkjunum og 1300 frá Rússlandi.


Hér má heyra merkin sem Spútnik I sendi til jarðar

Heimildir

Britannica Online

Scientific American

NASA

Mynd af Laiku

...