Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að hún gengi ekki sólarsinnis eða réttsælis heldur rangsælis en þá erum við auðvitað komin út í mótsögn. Nákvæmir menn stilla sig því oft um að miða við sólina þegar þeir lýsa snúningsstefnu. Öruggara er þá að miða við klukkuna því að hún gengur alls staðar eins.

Hugsum okkur að Ísland væri dregið eins og fleki til Ástralíu, eða bara suður fyrir syðri hvarfbaug, og flekanum ekki snúið á leiðinni. Reykvíkingum mundi þá áfram sýnast sólin koma upp við Hengilinn á jafndægrum og setjast úti á flóa. Hún yrði hins vegar ekki yfir Lönguhlíð eða Sveifluhálsi á hádegi heldur yfir Akrafjalli, Skarðsheiði eða Esju. Akureyringar hefðu sólina yfir Kaldbak á hádegi og sólargangur á vetrum mundi lengjast þar nokkuð. Það mundi einnig gilda um alla firði sem opnast í meginatriðum í norður, en þeir eru sem kunnugt er miklu fleiri en hinir sem opnast til suðurs.

Ef Ísland væri flutt með þessum hætti jafnlangt frá miðbaug á Suður-Atlantshafinu og það er nú í norðurátt, mundi sitthvað merkilegt fara að gerast. Norðurland og Suðurland mundu skipta um hlutverk gagnvart veðurfari og úrkoma yrði mikil á Norðurlandi. Firðirnir þar mundu fara að fyllast af árframburði en ár á Suðurlandi mundu stórminnka og sjórinn fara að brjóta undirlendið. Smám saman mundi hann grafa aftur upp firðina sem voru þarna áður en árnar tóku til við fyllingarstarf sitt. Um þá hluti má lesa nánar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn? En þá erum við líka komin talsvert út fyrir efnið, og er mál að linni!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.1.2002

Spyrjandi

Guðmundur Svavarsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2046.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 15. janúar). Kemur sólin upp í austri í Ástralíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2046

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2046>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að hún gengi ekki sólarsinnis eða réttsælis heldur rangsælis en þá erum við auðvitað komin út í mótsögn. Nákvæmir menn stilla sig því oft um að miða við sólina þegar þeir lýsa snúningsstefnu. Öruggara er þá að miða við klukkuna því að hún gengur alls staðar eins.

Hugsum okkur að Ísland væri dregið eins og fleki til Ástralíu, eða bara suður fyrir syðri hvarfbaug, og flekanum ekki snúið á leiðinni. Reykvíkingum mundi þá áfram sýnast sólin koma upp við Hengilinn á jafndægrum og setjast úti á flóa. Hún yrði hins vegar ekki yfir Lönguhlíð eða Sveifluhálsi á hádegi heldur yfir Akrafjalli, Skarðsheiði eða Esju. Akureyringar hefðu sólina yfir Kaldbak á hádegi og sólargangur á vetrum mundi lengjast þar nokkuð. Það mundi einnig gilda um alla firði sem opnast í meginatriðum í norður, en þeir eru sem kunnugt er miklu fleiri en hinir sem opnast til suðurs.

Ef Ísland væri flutt með þessum hætti jafnlangt frá miðbaug á Suður-Atlantshafinu og það er nú í norðurátt, mundi sitthvað merkilegt fara að gerast. Norðurland og Suðurland mundu skipta um hlutverk gagnvart veðurfari og úrkoma yrði mikil á Norðurlandi. Firðirnir þar mundu fara að fyllast af árframburði en ár á Suðurlandi mundu stórminnka og sjórinn fara að brjóta undirlendið. Smám saman mundi hann grafa aftur upp firðina sem voru þarna áður en árnar tóku til við fyllingarstarf sitt. Um þá hluti má lesa nánar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn? En þá erum við líka komin talsvert út fyrir efnið, og er mál að linni!

...