Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?

Ulrika Andersson

Það er mjög erfitt að reikna út hversu mörg tungumál eru til í heiminum. Mörg tungumál hafa aldrei verið rannsökuð og mörg þeirra eiga sér ekki ritmál. Einnig er í mörgum tilvikum erfitt að ákvarða hvort fólk tali ólíkar mállýskur af sama tungumáli eða hvort það tali ólík tungumál. Yfirleitt geta Svíar og Norðmenn til dæmis skilið hverjir aðra þótt þeir tali tvö ólík tungumál en þeir sem tala mandarínsku og kantónsku geta ekki skilið hverjir aðra þótt kínverska teljist eitt tungumál.

Sjá svar Diane Nelson við svipaðri spurningu

Flestir málvísindamenn telja að á bilinu 4000-5000 tungumál séu til í heiminum. Sumir fræðimenn telja þó að þau séu mun færri eða um 2000. Af þessum aragrúa tungumála eru 12 tungumál sem meira enn hundrað milljónir manna tala. Af þeim má nefna kínversku, ensku, arabísku, spænsku, rússnesku, frönsku og japönsku.

Fjórðungur jarðarbúa eða hátt á annan milljarð manna tala einhverja kínverska mállýsku. Meginmállýskurnar eru fimm: madarínska, we, min, hakka og kantónska en svo mikill munur er á þeim að málnotendur þeirra skilja ekki hver annan. Þrátt fyrir það eru mállýskurnar ekki taldar sérstök tungumál heldur teljast þær allar til kínversku og er kínverska því langmest talaða tungumálið í heiminum. Allir læsir Kínverjar geta þó skilið hver annan því að þeir nota allir sama ritmálið eða orðskriftina, óháð því hvaða mállýsku þeir tala.

Sjá svar Guðrúnar Kvaran við svipaðri spurningu

Á Nýju-Gíneu og eyjunum þar í kring í Kyrrahafinu norður af Ástralíu eru töluð flest tungumál í heiminum. Tæplega 5 milljónir manna búa á eyjunni og fræðimönnum telst til að íbúarnir tali um 800 tungumál. Einungis er búið að rannsaka örfá tungumál á þessu svæði vegna þess að margir þeirra sem tala tungumálin búa inni í regnskógunum sem þekja mestan hluta landsins, og mjög erfitt er að nálgast þá. Mjög mismunandi er hversu stór hópur manna talar hvert tungumál; í sumum tilvikum eru það nokkur hundruð en í öðrum einungis nokkrir tugir manna.

Mörg mál sem hafa verið töluð í heiminum eru ekki lengur til. Til dæmis voru um 250 tungumál töluð í Ástralíu áður en hvíti maðurinn kom þangað fyrir nokkur hundruð árum. Nú er svo komið að 50 tungumál hafa alveg horfið í Ástralíu, um 70 tungumál eru töluð af nokkrum tugum manna en einungis fimm eru töluð af meira en þúsund mönnum.

Mörg tungumál í heiminum hafa glatast og tungumálum fækkar stöðugt. Búast má við að 3000 tungumál verði útdauð á næstu öld.

Heimildir

Finegan, Edward, Language: Its structure and use, Harcourt Brace, Ástralíu, 1997.

Britannica Online

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

16.1.2002

Spyrjandi

Marteinn S. Jónsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2047.

Ulrika Andersson. (2002, 16. janúar). Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2047

Ulrika Andersson. „Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2047>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða landi eru til flest tungumál og hvert er mest talaða tungumál í heiminum?
Það er mjög erfitt að reikna út hversu mörg tungumál eru til í heiminum. Mörg tungumál hafa aldrei verið rannsökuð og mörg þeirra eiga sér ekki ritmál. Einnig er í mörgum tilvikum erfitt að ákvarða hvort fólk tali ólíkar mállýskur af sama tungumáli eða hvort það tali ólík tungumál. Yfirleitt geta Svíar og Norðmenn til dæmis skilið hverjir aðra þótt þeir tali tvö ólík tungumál en þeir sem tala mandarínsku og kantónsku geta ekki skilið hverjir aðra þótt kínverska teljist eitt tungumál.

Sjá svar Diane Nelson við svipaðri spurningu

Flestir málvísindamenn telja að á bilinu 4000-5000 tungumál séu til í heiminum. Sumir fræðimenn telja þó að þau séu mun færri eða um 2000. Af þessum aragrúa tungumála eru 12 tungumál sem meira enn hundrað milljónir manna tala. Af þeim má nefna kínversku, ensku, arabísku, spænsku, rússnesku, frönsku og japönsku.

Fjórðungur jarðarbúa eða hátt á annan milljarð manna tala einhverja kínverska mállýsku. Meginmállýskurnar eru fimm: madarínska, we, min, hakka og kantónska en svo mikill munur er á þeim að málnotendur þeirra skilja ekki hver annan. Þrátt fyrir það eru mállýskurnar ekki taldar sérstök tungumál heldur teljast þær allar til kínversku og er kínverska því langmest talaða tungumálið í heiminum. Allir læsir Kínverjar geta þó skilið hver annan því að þeir nota allir sama ritmálið eða orðskriftina, óháð því hvaða mállýsku þeir tala.

Sjá svar Guðrúnar Kvaran við svipaðri spurningu

Á Nýju-Gíneu og eyjunum þar í kring í Kyrrahafinu norður af Ástralíu eru töluð flest tungumál í heiminum. Tæplega 5 milljónir manna búa á eyjunni og fræðimönnum telst til að íbúarnir tali um 800 tungumál. Einungis er búið að rannsaka örfá tungumál á þessu svæði vegna þess að margir þeirra sem tala tungumálin búa inni í regnskógunum sem þekja mestan hluta landsins, og mjög erfitt er að nálgast þá. Mjög mismunandi er hversu stór hópur manna talar hvert tungumál; í sumum tilvikum eru það nokkur hundruð en í öðrum einungis nokkrir tugir manna.

Mörg mál sem hafa verið töluð í heiminum eru ekki lengur til. Til dæmis voru um 250 tungumál töluð í Ástralíu áður en hvíti maðurinn kom þangað fyrir nokkur hundruð árum. Nú er svo komið að 50 tungumál hafa alveg horfið í Ástralíu, um 70 tungumál eru töluð af nokkrum tugum manna en einungis fimm eru töluð af meira en þúsund mönnum.

Mörg tungumál í heiminum hafa glatast og tungumálum fækkar stöðugt. Búast má við að 3000 tungumál verði útdauð á næstu öld.

Heimildir

Finegan, Edward, Language: Its structure and use, Harcourt Brace, Ástralíu, 1997.

Britannica Online...