Flestir málvísindamenn telja að á bilinu 4000-5000 tungumál séu til í heiminum. Sumir fræðimenn telja þó að þau séu mun færri eða um 2000. Af þessum aragrúa tungumála eru 12 tungumál sem meira enn hundrað milljónir manna tala. Af þeim má nefna kínversku, ensku, arabísku, spænsku, rússnesku, frönsku og japönsku. Fjórðungur jarðarbúa eða hátt á annan milljarð manna tala einhverja kínverska mállýsku. Meginmállýskurnar eru fimm: madarínska, we, min, hakka og kantónska en svo mikill munur er á þeim að málnotendur þeirra skilja ekki hver annan. Þrátt fyrir það eru mállýskurnar ekki taldar sérstök tungumál heldur teljast þær allar til kínversku og er kínverska því langmest talaða tungumálið í heiminum. Allir læsir Kínverjar geta þó skilið hver annan því að þeir nota allir sama ritmálið eða orðskriftina, óháð því hvaða mállýsku þeir tala. Sjá svar Guðrúnar Kvaran við svipaðri spurningu
