Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?

Magnús Viðar Skúlason og Ólafur Páll Jónsson

Samkvæmt áfangaskýrslu sem gerð var á vegum Lögreglunnar í Reykjavík, kemur fram að ein ástæðan fyrir því að eftirlitskerfi var sett upp í miðbæ Reykjavíkur er sú að flestir glæpir eru háðir tilviljun og tækifæri en á slíkum glæpum er erfitt að ná tökum nema með stöðugri vöktun. Menn vonuðust til að með því að setja upp eftirlitskerfi í formi myndbandsvéla, á stöðum þar sem glæpatíðni er há, gæti dregið úr afbrotum og öryggi aukist. Og þetta var ekki fjarri lagi því frá því vélarnar voru settar upp þá hefur dregið umtalsvert úr tíðni afbrota á stöðum sem eru vaktaðir í samanburði við óvaktaða staði.

En eftirlitsmyndavélar eru víðar en í miðbæ Reykjavíkur. Um jól og áramót, þegar löng frí eru í skólum, hafa menn frá Reykjavíkurborg þurft að vera á vakt í grunnskólum borgarinnar vegna þess hvað margar rúður eru brotnar í skólunum. Í jólafríinu árið 2001 voru um 50 útköll af þessum sökum og kostnaðurinn við þau var í kringum 2 til 4 milljónir. Menn segja þó að þetta sé minna en í meðalári og þakka það helst eftirlitsmyndavélum sem notaðar eru í mörgum skólum.

Í kjölfar þess að eftirlitsmyndavélar voru settar upp í miðbæ Reykjavíkur árið 1997 fóru menn að ýja að þeirri hugmynd að þetta væri fyrsta skrefið í áttina að “Stóra-bróður” væðingu Reykjavíkur. Hugmyndin er komin úr sögu eftir George Orwell sem heitir 1984 en þar fjallar hann um samfélag þar sem fylgst er með öllum þegnum ríkisins, hvar sem þeir eru. Alls staðar er hægt að sjá ásjónu yfirvaldsins holdgert í Stóra bróður sem hefur auga með öllu í þessu samfélagi.

En hvaða ályktanir má draga af reynslunni af eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur um réttarvitund hins almenna borgara? Kannski eykst hún vegna þess að fólk verður meðvitaðra um alla löggæslu. En kannski verða áhrifin þveröfug; þýðing laganna minkar í vitund fólks og sú hugsun að þeim beri að hlýða réttlætisins vegna víkur fyrir hinni að maður skuli haga sér vel vegna þess að kannski sé verið að fylgjast með manni. Þetta hefur ekki verið rannsakað svo við vitum, en þetta væri sannarlega verðug verkefni fyrir afbrotafræðinga.

Höfundar

laganemi við Háskóla Íslands

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

18.1.2002

Spyrjandi

Árni Halldórsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason og Ólafur Páll Jónsson. „Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2002. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2053.

Magnús Viðar Skúlason og Ólafur Páll Jónsson. (2002, 18. janúar). Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2053

Magnús Viðar Skúlason og Ólafur Páll Jónsson. „Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2002. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2053>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?
Samkvæmt áfangaskýrslu sem gerð var á vegum Lögreglunnar í Reykjavík, kemur fram að ein ástæðan fyrir því að eftirlitskerfi var sett upp í miðbæ Reykjavíkur er sú að flestir glæpir eru háðir tilviljun og tækifæri en á slíkum glæpum er erfitt að ná tökum nema með stöðugri vöktun. Menn vonuðust til að með því að setja upp eftirlitskerfi í formi myndbandsvéla, á stöðum þar sem glæpatíðni er há, gæti dregið úr afbrotum og öryggi aukist. Og þetta var ekki fjarri lagi því frá því vélarnar voru settar upp þá hefur dregið umtalsvert úr tíðni afbrota á stöðum sem eru vaktaðir í samanburði við óvaktaða staði.

En eftirlitsmyndavélar eru víðar en í miðbæ Reykjavíkur. Um jól og áramót, þegar löng frí eru í skólum, hafa menn frá Reykjavíkurborg þurft að vera á vakt í grunnskólum borgarinnar vegna þess hvað margar rúður eru brotnar í skólunum. Í jólafríinu árið 2001 voru um 50 útköll af þessum sökum og kostnaðurinn við þau var í kringum 2 til 4 milljónir. Menn segja þó að þetta sé minna en í meðalári og þakka það helst eftirlitsmyndavélum sem notaðar eru í mörgum skólum.

Í kjölfar þess að eftirlitsmyndavélar voru settar upp í miðbæ Reykjavíkur árið 1997 fóru menn að ýja að þeirri hugmynd að þetta væri fyrsta skrefið í áttina að “Stóra-bróður” væðingu Reykjavíkur. Hugmyndin er komin úr sögu eftir George Orwell sem heitir 1984 en þar fjallar hann um samfélag þar sem fylgst er með öllum þegnum ríkisins, hvar sem þeir eru. Alls staðar er hægt að sjá ásjónu yfirvaldsins holdgert í Stóra bróður sem hefur auga með öllu í þessu samfélagi.

En hvaða ályktanir má draga af reynslunni af eftirlitsmyndavélum í miðbæ Reykjavíkur um réttarvitund hins almenna borgara? Kannski eykst hún vegna þess að fólk verður meðvitaðra um alla löggæslu. En kannski verða áhrifin þveröfug; þýðing laganna minkar í vitund fólks og sú hugsun að þeim beri að hlýða réttlætisins vegna víkur fyrir hinni að maður skuli haga sér vel vegna þess að kannski sé verið að fylgjast með manni. Þetta hefur ekki verið rannsakað svo við vitum, en þetta væri sannarlega verðug verkefni fyrir afbrotafræðinga....