Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?

Jón Már Halldórsson

Stærsta hestakynið í heiminum er að öllum líkindum enska dráttarhestakynið, english shire. Englendingar hafa einnig kallað þetta kyn the old english black horse eða the Lincolnshire giant.

Talið er að uppruna þessa ræktunarafbrigðis megi rekja allt aftur til þess tíma þegar England var hersetið af Rómverjum fyrir um 2000 árum. Að vísu hafa þeir breyst talsvert í aldanna rás, sérstaklega á þeim tíma er breskir bændur leituðust við að kynbæta þessa einkennishesta bresku sveitanna. Aðallega var leitað eftir að bæta kynið með því að leita til stórvaxinna dráttarhesta frá meginlandinu, meðal annars belgíska (flæmska) hestsins og dráttarhestakyns frá Flandri.

Upphaflega voru hestar þessir notaðir í hernaði enda geysilega kraftmiklir. Málverk frá 15. og 16. öld sýna mörg hver brynvarin hross með riddara á leið í orrustu á baki. Á 18. öld fór hins vegar eftirspurn eftir þjónustu þessara risa í landbúnaði að aukast, og einnig varð algengara að spenna þá fyrir hestvagna eftir því sem vegakerfið batnaði. Hlutverk þeirra í landbúnaði var meðal annars að hjálpa til við plægingu og má ennþá sjá þá spennta fyrir plóg á ökrum í breskum sveitum, þó svo að vélknúin farartæki hafi að mestu tekið við því hlutverki.

Sem betur fer eru hestar af þessu kyni einstaklega skapgóðir, enda risavaxnir og gríðalega sterkir. Ekki er óalgengt að hestarnir verði á bilinu 950–1.100 kg á þyngd.Stærsti einstaklingurinn sem mældur hefur verið var hins vegar belgískur hestur að nafni Brooklyn Supreme. Þessi hestur var uppi á 3. og 4. áratug síðustu aldar og náði 20 ára aldri. Hann vó hvorki meira né minna en 1.451 kg þegar hann var hvað þyngstur.

Myndin sýnir stærsta hest sem þekktur hefur verið, Brooklyn Supreme að nafni, á sínum velmektardögum. Hún er fengin á vefsetrinu Rural Heritage.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.1.2002

Spyrjandi

Vinga Pálsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2002. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2056.

Jón Már Halldórsson. (2002, 19. janúar). Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2056

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2002. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2056>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?
Stærsta hestakynið í heiminum er að öllum líkindum enska dráttarhestakynið, english shire. Englendingar hafa einnig kallað þetta kyn the old english black horse eða the Lincolnshire giant.

Talið er að uppruna þessa ræktunarafbrigðis megi rekja allt aftur til þess tíma þegar England var hersetið af Rómverjum fyrir um 2000 árum. Að vísu hafa þeir breyst talsvert í aldanna rás, sérstaklega á þeim tíma er breskir bændur leituðust við að kynbæta þessa einkennishesta bresku sveitanna. Aðallega var leitað eftir að bæta kynið með því að leita til stórvaxinna dráttarhesta frá meginlandinu, meðal annars belgíska (flæmska) hestsins og dráttarhestakyns frá Flandri.

Upphaflega voru hestar þessir notaðir í hernaði enda geysilega kraftmiklir. Málverk frá 15. og 16. öld sýna mörg hver brynvarin hross með riddara á leið í orrustu á baki. Á 18. öld fór hins vegar eftirspurn eftir þjónustu þessara risa í landbúnaði að aukast, og einnig varð algengara að spenna þá fyrir hestvagna eftir því sem vegakerfið batnaði. Hlutverk þeirra í landbúnaði var meðal annars að hjálpa til við plægingu og má ennþá sjá þá spennta fyrir plóg á ökrum í breskum sveitum, þó svo að vélknúin farartæki hafi að mestu tekið við því hlutverki.

Sem betur fer eru hestar af þessu kyni einstaklega skapgóðir, enda risavaxnir og gríðalega sterkir. Ekki er óalgengt að hestarnir verði á bilinu 950–1.100 kg á þyngd.Stærsti einstaklingurinn sem mældur hefur verið var hins vegar belgískur hestur að nafni Brooklyn Supreme. Þessi hestur var uppi á 3. og 4. áratug síðustu aldar og náði 20 ára aldri. Hann vó hvorki meira né minna en 1.451 kg þegar hann var hvað þyngstur.

Myndin sýnir stærsta hest sem þekktur hefur verið, Brooklyn Supreme að nafni, á sínum velmektardögum. Hún er fengin á vefsetrinu Rural Heritage....