Stærsti einstaki fíllinn sem skráðar heimildir eru til um var karlkyns afrískur fíll (Loxodonta africana) sem skotinn var í suðurhluta Angóla árið 1974. Þessi fíll var gríðastór skepna og vó hann rúmlega 12 tonn. Hann mældist 4,16 m á herðakamb og var 10,67 m frá ranabroddi til rófuenda. Fíllinn var stoppaður upp og er nú til sýnis í Smithsonian náttúrusögusafninu í Washington, Bandaríkjunum.
Algeng stærð karlfíls þessarar tegundar er um 5,5-7 tonn og 3,2 m á herðakamb.
Stærsti einstaki fíllinn sem skráðar heimildir eru til um var karlkyns afrískur fíll (Loxodonta africana) sem skotinn var í suðurhluta Angóla árið 1974. Þessi fíll var gríðastór skepna og vó hann rúmlega 12 tonn. Hann mældist 4,16 m á herðakamb og var 10,67 m frá ranabroddi til rófuenda. Fíllinn var stoppaður upp og er nú til sýnis í Smithsonian náttúrusögusafninu í Washington, Bandaríkjunum.
Algeng stærð karlfíls þessarar tegundar er um 5,5-7 tonn og 3,2 m á herðakamb.