Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við þegar talað er um Bjarmalandsför einhvers?

Gísli Sigurðsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Um Bjarmalandsferðir má lesa í fornsögum eins og Heimskringlu, Egils sögu og Örvar Odds sögu. Bjarmaland var við Gandvík þar sem nú heitir Hvítahaf, lengst norður í óbyggðum - séð frá blómlegum landbúnaðarhéröðum Noregs.

Þangað sóttu menn skinnavöru í greipar fjölkunnugra Finna (Bjarma) og er Gunnhildur kona Eiríks blóðaxar meðal annars ættuð úr slíkum leiðangri.

Menn lögðu sig í mikla hættu með Bjarmalandsferðum en urðu ríkir og frægir ef þeir komust heim aftur heilir á húfi. Það er í þessari merkingu sem talað er um Bjarmalandsför einhvers, hættuför eða verkefni þar sem menn leggja mikið undir en geta átt von á að auðgast eða eflast verulega ef vel tekst til.

Höfundur

rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

22.1.2002

Spyrjandi

Ingibjörg Björnsdóttir

Tilvísun

Gísli Sigurðsson. „Hvað er átt við þegar talað er um Bjarmalandsför einhvers?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2002, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2062.

Gísli Sigurðsson. (2002, 22. janúar). Hvað er átt við þegar talað er um Bjarmalandsför einhvers? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2062

Gísli Sigurðsson. „Hvað er átt við þegar talað er um Bjarmalandsför einhvers?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2002. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2062>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við þegar talað er um Bjarmalandsför einhvers?
Um Bjarmalandsferðir má lesa í fornsögum eins og Heimskringlu, Egils sögu og Örvar Odds sögu. Bjarmaland var við Gandvík þar sem nú heitir Hvítahaf, lengst norður í óbyggðum - séð frá blómlegum landbúnaðarhéröðum Noregs.

Þangað sóttu menn skinnavöru í greipar fjölkunnugra Finna (Bjarma) og er Gunnhildur kona Eiríks blóðaxar meðal annars ættuð úr slíkum leiðangri.

Menn lögðu sig í mikla hættu með Bjarmalandsferðum en urðu ríkir og frægir ef þeir komust heim aftur heilir á húfi. Það er í þessari merkingu sem talað er um Bjarmalandsför einhvers, hættuför eða verkefni þar sem menn leggja mikið undir en geta átt von á að auðgast eða eflast verulega ef vel tekst til....