Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er?

Sigurður Steinþórsson

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? Til dæmis eru að minnsta kosti þrjár sandtegundir hér í Garðinum.
Fjörusandur við strendur Íslands er af margvíslegum uppruna og má í stærstum dráttum flokka hann í fernt:
  • Sandur sem hafaldan molar úr föstu bergi við ströndina.
  • Sandur sem borist hefur fram með jökulhlaupum, til dæmis úr Kötlu eða Grímsvötnum.
  • Gosaska.
  • Skeljasandur.

Hafstraumar bera sand meðfram ströndinni og í Garðinum mætti hugsa sér að sandurinn væri til kominn
  • vegna rofs á grágrýtis- og blágrýtishraunum Reykjanesskaga,
  • vegna rofs á móberginu á suðvesturhluta skagans, og
  • úr skeljum.
Margar fisktegundir lifa á skelfiski, til dæmis steinbítur og ýsa, og mikið af skeljasandinum hefur farið gegnum fiskmaga áður en brimið skolar honum upp á ströndina. Liturinn á skeljasandinum er mismunandi eftir skeljategundum, á Rauðasandi er hann úr hörpudiski sem er rauðleitur og í Sauðlauksdal bláhvítur af kræklingi, svo að dæmi séu tekin.

Sandkorn hafa mismunandi eiginleika, til dæmis hörku, lögun og eðlisþyngd. Þannig getur vikursandur verið svo eðlisléttur, vegna loftbólna, að hann fljóti á vatni, en kornin í ólivín-sandi vestur á Búðum á Snæfellsnesi eru meira en þrisvar sinnum eðlisþyngri, um 3,3 g/cm3. Kornin í skeljasandi eru flöt og hegða sér öðruvísi en ef þau væru hnöttótt. Af þessum sökum aðgreinist sandurinn í fjörunni eftir eiginleikum sínum - misfínn og miseðlisþungur sandur, hnöttótt korn og flöt, misgrófur sandur - og safnast í belti eftir ríkjandi aðstæðum umhverfisins.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

22.1.2002

Spyrjandi

4.bekkur K og U,
Gerðaskóla, Garði.

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2002, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2064.

Sigurður Steinþórsson. (2002, 22. janúar). Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2064

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2002. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2064>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? Til dæmis eru að minnsta kosti þrjár sandtegundir hér í Garðinum.
Fjörusandur við strendur Íslands er af margvíslegum uppruna og má í stærstum dráttum flokka hann í fernt:
  • Sandur sem hafaldan molar úr föstu bergi við ströndina.
  • Sandur sem borist hefur fram með jökulhlaupum, til dæmis úr Kötlu eða Grímsvötnum.
  • Gosaska.
  • Skeljasandur.

Hafstraumar bera sand meðfram ströndinni og í Garðinum mætti hugsa sér að sandurinn væri til kominn
  • vegna rofs á grágrýtis- og blágrýtishraunum Reykjanesskaga,
  • vegna rofs á móberginu á suðvesturhluta skagans, og
  • úr skeljum.
Margar fisktegundir lifa á skelfiski, til dæmis steinbítur og ýsa, og mikið af skeljasandinum hefur farið gegnum fiskmaga áður en brimið skolar honum upp á ströndina. Liturinn á skeljasandinum er mismunandi eftir skeljategundum, á Rauðasandi er hann úr hörpudiski sem er rauðleitur og í Sauðlauksdal bláhvítur af kræklingi, svo að dæmi séu tekin.

Sandkorn hafa mismunandi eiginleika, til dæmis hörku, lögun og eðlisþyngd. Þannig getur vikursandur verið svo eðlisléttur, vegna loftbólna, að hann fljóti á vatni, en kornin í ólivín-sandi vestur á Búðum á Snæfellsnesi eru meira en þrisvar sinnum eðlisþyngri, um 3,3 g/cm3. Kornin í skeljasandi eru flöt og hegða sér öðruvísi en ef þau væru hnöttótt. Af þessum sökum aðgreinist sandurinn í fjörunni eftir eiginleikum sínum - misfínn og miseðlisþungur sandur, hnöttótt korn og flöt, misgrófur sandur - og safnast í belti eftir ríkjandi aðstæðum umhverfisins.

...