Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verpir bjartmáfur hér á landi og blandast hann þá við silfurmáf?

Bjartmáfurinn (Larus glaucoides) telst ekki til íslenskra varpfugla en íslenskir fuglaskoðarar sjá töluvert af bjartmáfum við sjávarsíðuna á veturna enda eru þeir mjög algengir vetrargestir á Íslandi.

Varpstöðvar bjartmáfsins eru syðst á Baffinslandi (Kanada) og víða á sunnanverðu Grænlandi. Á veturna heldur bjartmáfurinn sig meðal annars á Íslandi, á Bretlandseyjum og nyrst á austurströnd Bandaríkjanna.

Bjarmáfurinn verpir ekki hér og því blandast hann ekki öðrum íslenskum tegundum eins og silfurmáf (Larus argentinius). Höfundur fann engin gögn um það hvort einhver blöndun eigi sér stað á milli þessara tegunda á erlendum varpsvæðum.Bjartmáfur á flugi.

Myndin er tekin af þessu vefsetri

Útgáfudagur

24.1.2002

Spyrjandi

Ari Bragason

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Verpir bjartmáfur hér á landi og blandast hann þá við silfurmáf?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2002. Sótt 28. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2069.

Jón Már Halldórsson. (2002, 24. janúar). Verpir bjartmáfur hér á landi og blandast hann þá við silfurmáf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2069

Jón Már Halldórsson. „Verpir bjartmáfur hér á landi og blandast hann þá við silfurmáf?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2002. Vefsíða. 28. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2069>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þórunn Rafnar

1958

Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins.