Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?

Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól.

Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:564) en vísast er orðatiltækið eldra í munni manna. Svipað orðasamband er til í dönsku: grøn jul bringer snehvid påske. Þar er þó talað um græn jól en ekki rauð og grænn merkir þarna 'snjólaus, auður' eins og rauður í íslensku.

Útgáfudagur

28.1.2002

Spyrjandi

Irek Klonowski

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2002. Sótt 19. desember 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=2076.

Guðrún Kvaran. (2002, 28. janúar). Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2076

Guðrún Kvaran. „Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2002. Vefsíða. 19. des. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2076>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Ólafsson

1964

Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Helstu áhugamál Jóns í rannsóknum eru á sviði stjórnmálaheimspeki og stjórnmálakenninga í víðum skilningi.