Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er harði diskurinn í tölvum þyngri þegar hann er fullur af gögnum en þegar hann er tómur?

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum? kemur fram að virkni harðra diska byggist á járnseglandi efni. Slík efni hafa þann eiginleika að yfirborð þeirra getur seglast á mismunandi hátt ef það er sett í segulsvið eins og það sem skrif- og leshausar harðra diska geta myndað.

Þannig má skipta yfirborði harðra diska í örsmá svæði sem hvert getur haft seglun af eða á og geymt þannig bita 0 eða 1. Í svari Hjálmtýs Hafsteinssonar við spurningunni Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? má lesa um hvernig tölvur nýta sér svo bitana sem geta geymt 0 og 1.

Ef við höfum ofangreindar skýringar í huga er ljóst að engu er bætt við harða diskinn þegar hann er fylltur af gögnum heldur breytist einungis segulmögnun yfirborðs hans. Enginn þyngdarmunur er því á tómum og fullum hörðum disk.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Útgáfudagur

14.10.2009

Spyrjandi

Birkir Reynisson, Bjarni Jónsson

Höfundur

Tilvísun

EÖÞ. „Er harði diskurinn í tölvum þyngri þegar hann er fullur af gögnum en þegar hann er tómur?“ Vísindavefurinn, 14. október 2009. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=20832.

EÖÞ. (2009, 14. október). Er harði diskurinn í tölvum þyngri þegar hann er fullur af gögnum en þegar hann er tómur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20832

EÖÞ. „Er harði diskurinn í tölvum þyngri þegar hann er fullur af gögnum en þegar hann er tómur?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2009. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20832>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.