Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig er klæðaburður gyðinga? Af hverju eru þeir með kollhúfur? Þarf liturinn að vera einhver sérstakur?

Helga Sverrisdóttir

Gyðingar biðja þrisvar á dag. Morgunbænin kallast shaharith, miðaftansbænin kallast minhah og kvöldbænin maarib. Ýmis klæðnaður tilheyrir bænastundunum hjá guðhræddum gyðingakörlum.

Til að sýna trúrækni sína klæðist gyðingur bænasjali með kögri við morgunbænina. Sjalið sem er ferhyrnt kallast tallith en kögrið zizith. Kögrið sem er bundið eftir vissum reglum er fest á hornin og snerta gyðingar það meðan þeir biðja. Sjölin eru oftast gerð úr ull, bómull eða silki. Mörg þeirra eru með svörtum eða bláum röndum.

Kögrið hefur meira táknrænt gildi en sjalið og vanalegt er að trúræknir gyðingar séu grafnir með bænasjal sem búið er að klippa kögrið af.

Gyðingarnir bera einnig á sér lítil svört bænabox sem í eru ritningarorð úr Mósebókum. Bænaboxin eru fest við enni og vinstri handlegg. Þessi siður er tilkominn vegna túlkunar rabbína, presta gyðinga á eftirfarandi versi úr 2. Mósebók:
Og þetta skal vera þér til merkis á hendi þinni og til minningar á milli augna þinna, svo að lögmál Drottins sé þér æ á vörum, því með voldugri hendi leiddi Drottinn þig út af Egyptalandi.
Gyðingar umgangast svörtu bænaboxin af mikilli virðingu og mega hvorki missa þau í gólfið né fara með þau á illan stað. Líkt og er um sjölin eru það eingöngu karlar 13 ára og eldri sem bera þessa hluti við bænagjörð.

Í virðingaskyni við Guð hylja Gyðingar höfuð sitt þegar þeir biðja, annaðhvort með svörtum höttum eða svokölluðum kollhúfum sem kallast kippah á hebresku. Kollhúfurnar kallast yarmulke á jiddísku sem er tungumál sem er sambland af þýskum, hebreskum og slavneskum orðum og aðallega talað af Gyðingum í Rússlandi og Mið-Evrópu. Guðhræddir Gyðingar hylja höfuð sitt öllum stundum með kollhúfum vegna þeirrar trúar sinnar að Guð sé alltaf nálægur.

Engar reglur eru til um hvernig kollhúfurnar eigi að vera. Þær geta því verið í allskyns litum og skreyttar ólíku munstri. Í kollhúfur drengja er oft saumað nafnið þeirra.

Heimildir

Britannica Online

Spotlight on Israel

Encarta

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.1.2002

Spyrjandi

Hafdís Guðjónsdóttir
Hrafnhildur Sigurðardóttir

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hvernig er klæðaburður gyðinga? Af hverju eru þeir með kollhúfur? Þarf liturinn að vera einhver sérstakur?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2002. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2088.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 31. janúar). Hvernig er klæðaburður gyðinga? Af hverju eru þeir með kollhúfur? Þarf liturinn að vera einhver sérstakur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2088

Helga Sverrisdóttir. „Hvernig er klæðaburður gyðinga? Af hverju eru þeir með kollhúfur? Þarf liturinn að vera einhver sérstakur?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2002. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2088>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er klæðaburður gyðinga? Af hverju eru þeir með kollhúfur? Þarf liturinn að vera einhver sérstakur?
Gyðingar biðja þrisvar á dag. Morgunbænin kallast shaharith, miðaftansbænin kallast minhah og kvöldbænin maarib. Ýmis klæðnaður tilheyrir bænastundunum hjá guðhræddum gyðingakörlum.

Til að sýna trúrækni sína klæðist gyðingur bænasjali með kögri við morgunbænina. Sjalið sem er ferhyrnt kallast tallith en kögrið zizith. Kögrið sem er bundið eftir vissum reglum er fest á hornin og snerta gyðingar það meðan þeir biðja. Sjölin eru oftast gerð úr ull, bómull eða silki. Mörg þeirra eru með svörtum eða bláum röndum.

Kögrið hefur meira táknrænt gildi en sjalið og vanalegt er að trúræknir gyðingar séu grafnir með bænasjal sem búið er að klippa kögrið af.

Gyðingarnir bera einnig á sér lítil svört bænabox sem í eru ritningarorð úr Mósebókum. Bænaboxin eru fest við enni og vinstri handlegg. Þessi siður er tilkominn vegna túlkunar rabbína, presta gyðinga á eftirfarandi versi úr 2. Mósebók:
Og þetta skal vera þér til merkis á hendi þinni og til minningar á milli augna þinna, svo að lögmál Drottins sé þér æ á vörum, því með voldugri hendi leiddi Drottinn þig út af Egyptalandi.
Gyðingar umgangast svörtu bænaboxin af mikilli virðingu og mega hvorki missa þau í gólfið né fara með þau á illan stað. Líkt og er um sjölin eru það eingöngu karlar 13 ára og eldri sem bera þessa hluti við bænagjörð.

Í virðingaskyni við Guð hylja Gyðingar höfuð sitt þegar þeir biðja, annaðhvort með svörtum höttum eða svokölluðum kollhúfum sem kallast kippah á hebresku. Kollhúfurnar kallast yarmulke á jiddísku sem er tungumál sem er sambland af þýskum, hebreskum og slavneskum orðum og aðallega talað af Gyðingum í Rússlandi og Mið-Evrópu. Guðhræddir Gyðingar hylja höfuð sitt öllum stundum með kollhúfum vegna þeirrar trúar sinnar að Guð sé alltaf nálægur.

Engar reglur eru til um hvernig kollhúfurnar eigi að vera. Þær geta því verið í allskyns litum og skreyttar ólíku munstri. Í kollhúfur drengja er oft saumað nafnið þeirra.

Heimildir

Britannica Online

Spotlight on Israel

Encarta

...