Sólin Sólin Rís 09:56 • sest 17:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:17 • Sest 11:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:35 • Síðdegis: 18:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:23 • Síðdegis: 12:53 í Reykjavík

Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?

Jakob Smári

Persónuleika Grettis Ásmundssonar á Bjargi hefði trúlega mátt lýsa þannig að Grettir hafi verið önuglyndari eða uppstökkari en gerist og gengur. Með því er átt við að hann hafi sýnt af sér önuglyndi eða að hann hafi stokkið upp á nef sér bæði oftar og víðar en aðrir. Einnig væri með lýsingunni gert ráð fyrir því að hann hafi verið þannig að minnsta kosti árum saman og eins líklegur til þess um ókomna tíð. Njáll á Bergþórshvoli var hins vegar maður vitur, góðgjarn og æðrulaus. Með persónuleika er þannig yfirleitt átt við tiltölulega stöðug einkenni manna eins og visku, góðvild eða önuglyndi.

Í klínískri sálfræði og geðlæknisfræði er á hinn bóginn fjallað um svokallaðar persónuleikaraskanir. Þar er með sama hætti og með persónuleika átt við tiltölulega stöðug einkenni manna. Þetta eru hins vegar einkenni sem gert er ráð fyrir að standi fólki verulega fyrir þrifum og séu á einhvern hátt óeðlileg. Stríðlyndi bóndasonarins frá Bjargi leiddi til útlegðar hans og bana og uppfyllti þannig að minnsta kosti það skilyrði að verða honum að fótakefli. Það eitt og sér er hins vegar ekki nægjanlegt til þess að einhver sé greindur með persónuleikaröskun.

Oft er litið svo á að persónuleikaraskanir séu af öðrum toga spunnar en þau persónueinkenni sem greina milli fólks almennt. Sumir vilja á hinn bóginn líta svo á að persónuleikaraskanir séu ekkert annað en öfgakennd mynd þeirra einkenna sem við lýsum hjá fólki.

Þar sem geðraskanir eins og þunglyndi, kvíði og svo framvegis eru oftlega bráð, en stundum, að minnsta kosti, fremur tímabundin vandamál sem hamla fólki af og til, eru persónuleikaraskanir allajafna taldar vera langvinnari og víðtækari vandi sem virðist oft á tíðum ekki eins bráður og fyrrnefnd vandamál. Það er hins vegar eins og með aðgreininguna á milli persónueinkenna almennt og persónuleikaraskana að aðgreiningin milli geðraskana almennt og persónuleikaraskana getur verið verið erfið; hún er umdeilanleg og umdeild. Þannig er trúlega oft vafasamt að gera ráð fyrir eðlismun hér á milli þar sem munurinn felst fyrst og fremst í því hversu langvinn eða bráð vandamálin eru talin vera.

Sumar geðraskanir sem ekki teljast til persónuleikaraskana eru heldur ekki síður langvinnar og víðtækar. Engu að síður er talið gagnlegt að halda að minnsta kosti enn um sinn í hugtakið persónuleikaröskun og er byggt á aðgreiningu á milli geðraskana almennt og persónuleikaraskana í algengustu greiningarkerfum sem notuð eru í klínískri sálfræði og geðlæknisfræði.

Nú um stundir eru skilgreindar tíu mismunandi afbrigði persónuleikaraskana. Þar má nefna sjálfsupphafningar- persónuleikaröskun, hæðispersónuleikaröskun, áráttu- og þráhyggjupersónuleikaröskun og svo jaðarpersónuleikaröskun. Veruleg skörun er milli persónuleikaraskana þannig að mjög líklegt er að sá sem greinist með eina þeirra greinist einnig með aðrar.

Jaðarpersónuleikaröskun er sú sem einna mestar fræðilegar bollaleggingar hafa snúist um og jafnframt sú sem einna mestar rannsóknir hafa verið gerðar á. Þessari persónuleikaröskun er lýst í fyrrgreindum greiningarkerfum meðal annars á þann hátt að til staðar sé sveiflukennt geðslag, hvatvísi sem viðkomandi bíður oft skaða af, reiðiköst, óljós eða óstöðug sjálfsmynd, stöðug tómleikakennd og stormasöm sambönd við annað fólk. Þá eru sjálfsvígshótanir og sjálfsmeiðingar alltíðar hjá þeim sem greindir eru með jaðarpersónuleikaröskun.Til þess að jaðarpersónuleikaröskun sé talin vera til staðar samkvæmt ofannefndum greiningarkerfum þurfa allmörg af þessum einkennum að koma fyrir, þau þurfa þar að auki að vera viðvarandi og standa viðkomandi verulega fyrir þrifum.

Þar sem mörg þessara atriða eru mjög almenn og oftast matsatriði hvort þau eigi við eða ekki er mikilvægt að til þess bærir og reyndir fagmenn sjái um greiningu jaðarpersónuleikaröskunar sem og annarra persónuleikaraskana og geri það samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Margskonar tilgátur hafa verið settar fram til skýringar á tilurð jaðarpersónuleikaröskunar. Meðal þess sem bent hefur verið á eru alvarleg áföll á barnsaldri, en þá ber að nefna að hjá stórum hluta þeirra sem fá slíka greiningu eru engar vísbendingar um slíkt. Einnig má nefna hugsanlegan skyldleika jaðarpersónuleikaröskunar við lyndisraskanir (þunglyndi-oflæti). Fæst af slíkum hugmyndum um orsakir er samt fast í hendi.

Þeir sem búa við einkenni jaðarpersónuleikaröskunar rata oft í miklar raunir. Jafnframt hefur meðferð þeirra sem greinast með þessa röskun þótt eitthvert erfiðasta og vandasamasta viðfangsefni í geðlæknisfræði og klínískri sálfræði. Árangur meðferðar hefur löngum ekki verið í samræmi við erfiði. Hefur því allt kapp verið lagt á að að þróa haldbetri meðferð. Beitt hefur verið sálaraflsmeðferð (psychodynamic) og hugrænni atferlismeðferð svo eitthvað sé nefnt.

Hugsanlega eru nokkur tímamót að verða í sálfræðilegri meðferð jaðarpersónuleikaröskunar með tilkomu díalektískrar atferlismeðferðar á síðasta áratug. Þetta er nefnilega sú sálfræðimeðferð sem einna bestan árangur virðist gefa við jaðarpersónuleikaröskun samkvæmt rannsóknum. Díalektísk atferlismeðferð er afsprengi hugrænnar atferlismeðferðar en þar er líka víðar leitað fanga hvað varðar aðferðir og að nokkru fræðilega réttlætingu. Upphafsmaður hennar var Marsha Linehan. Meðferðin er kölluð díalektísk meðal annars vegna þess að hún beinist að þeim andstæðum eða þverstæðum sem oft einkenna hugsun þeirra sem þjást af jaðarpersónuleikaröskun.

Einnig er orðið 'díalektísk' notuð til þess að lýsa vinnubrögðum í þessari meðferð. Meðferðin felst meðal annars í því að hjálpa skjólstæðingi að greina tilfinningar sínar og stjórna þeim. Linehan leggur til að mynda áherslu á að einn helsti vandinn í jaðarpersónuleikaröskun sé vanhæfni til þess að þola sterkar geðshræringar. Hún reynir að fá skjólstæðinga sína til þess að mæta slíkum geðshræringum án þess að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsmeiðandi hegðunar. Meðferðin er yfirleitt bæði veitt sem einstaklings og hópmeðferð og er afmörkuð í tíma. Þrátt fyrir að þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar gefi mjög sterkar vísbendingar um að meðferðin sé árangursrík er frekari rannsókna þörf á árangri hennar.

Þá er lyfjameðferð oft beitt með árangri við jaðarpersónuleikaröskun, ekki síst ef lyf eru gefin samhliða annarri meðferð.

Höfundur

fyrrverandi prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.2.2002

Spyrjandi

Heiðrún Bergsdóttir
Árný Birgisdóttir

Tilvísun

Jakob Smári. „Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2002. Sótt 5. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2089.

Jakob Smári. (2002, 1. febrúar). Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2089

Jakob Smári. „Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2002. Vefsíða. 5. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2089>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?
Persónuleika Grettis Ásmundssonar á Bjargi hefði trúlega mátt lýsa þannig að Grettir hafi verið önuglyndari eða uppstökkari en gerist og gengur. Með því er átt við að hann hafi sýnt af sér önuglyndi eða að hann hafi stokkið upp á nef sér bæði oftar og víðar en aðrir. Einnig væri með lýsingunni gert ráð fyrir því að hann hafi verið þannig að minnsta kosti árum saman og eins líklegur til þess um ókomna tíð. Njáll á Bergþórshvoli var hins vegar maður vitur, góðgjarn og æðrulaus. Með persónuleika er þannig yfirleitt átt við tiltölulega stöðug einkenni manna eins og visku, góðvild eða önuglyndi.

Í klínískri sálfræði og geðlæknisfræði er á hinn bóginn fjallað um svokallaðar persónuleikaraskanir. Þar er með sama hætti og með persónuleika átt við tiltölulega stöðug einkenni manna. Þetta eru hins vegar einkenni sem gert er ráð fyrir að standi fólki verulega fyrir þrifum og séu á einhvern hátt óeðlileg. Stríðlyndi bóndasonarins frá Bjargi leiddi til útlegðar hans og bana og uppfyllti þannig að minnsta kosti það skilyrði að verða honum að fótakefli. Það eitt og sér er hins vegar ekki nægjanlegt til þess að einhver sé greindur með persónuleikaröskun.

Oft er litið svo á að persónuleikaraskanir séu af öðrum toga spunnar en þau persónueinkenni sem greina milli fólks almennt. Sumir vilja á hinn bóginn líta svo á að persónuleikaraskanir séu ekkert annað en öfgakennd mynd þeirra einkenna sem við lýsum hjá fólki.

Þar sem geðraskanir eins og þunglyndi, kvíði og svo framvegis eru oftlega bráð, en stundum, að minnsta kosti, fremur tímabundin vandamál sem hamla fólki af og til, eru persónuleikaraskanir allajafna taldar vera langvinnari og víðtækari vandi sem virðist oft á tíðum ekki eins bráður og fyrrnefnd vandamál. Það er hins vegar eins og með aðgreininguna á milli persónueinkenna almennt og persónuleikaraskana að aðgreiningin milli geðraskana almennt og persónuleikaraskana getur verið verið erfið; hún er umdeilanleg og umdeild. Þannig er trúlega oft vafasamt að gera ráð fyrir eðlismun hér á milli þar sem munurinn felst fyrst og fremst í því hversu langvinn eða bráð vandamálin eru talin vera.

Sumar geðraskanir sem ekki teljast til persónuleikaraskana eru heldur ekki síður langvinnar og víðtækar. Engu að síður er talið gagnlegt að halda að minnsta kosti enn um sinn í hugtakið persónuleikaröskun og er byggt á aðgreiningu á milli geðraskana almennt og persónuleikaraskana í algengustu greiningarkerfum sem notuð eru í klínískri sálfræði og geðlæknisfræði.

Nú um stundir eru skilgreindar tíu mismunandi afbrigði persónuleikaraskana. Þar má nefna sjálfsupphafningar- persónuleikaröskun, hæðispersónuleikaröskun, áráttu- og þráhyggjupersónuleikaröskun og svo jaðarpersónuleikaröskun. Veruleg skörun er milli persónuleikaraskana þannig að mjög líklegt er að sá sem greinist með eina þeirra greinist einnig með aðrar.

Jaðarpersónuleikaröskun er sú sem einna mestar fræðilegar bollaleggingar hafa snúist um og jafnframt sú sem einna mestar rannsóknir hafa verið gerðar á. Þessari persónuleikaröskun er lýst í fyrrgreindum greiningarkerfum meðal annars á þann hátt að til staðar sé sveiflukennt geðslag, hvatvísi sem viðkomandi bíður oft skaða af, reiðiköst, óljós eða óstöðug sjálfsmynd, stöðug tómleikakennd og stormasöm sambönd við annað fólk. Þá eru sjálfsvígshótanir og sjálfsmeiðingar alltíðar hjá þeim sem greindir eru með jaðarpersónuleikaröskun.Til þess að jaðarpersónuleikaröskun sé talin vera til staðar samkvæmt ofannefndum greiningarkerfum þurfa allmörg af þessum einkennum að koma fyrir, þau þurfa þar að auki að vera viðvarandi og standa viðkomandi verulega fyrir þrifum.

Þar sem mörg þessara atriða eru mjög almenn og oftast matsatriði hvort þau eigi við eða ekki er mikilvægt að til þess bærir og reyndir fagmenn sjái um greiningu jaðarpersónuleikaröskunar sem og annarra persónuleikaraskana og geri það samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Margskonar tilgátur hafa verið settar fram til skýringar á tilurð jaðarpersónuleikaröskunar. Meðal þess sem bent hefur verið á eru alvarleg áföll á barnsaldri, en þá ber að nefna að hjá stórum hluta þeirra sem fá slíka greiningu eru engar vísbendingar um slíkt. Einnig má nefna hugsanlegan skyldleika jaðarpersónuleikaröskunar við lyndisraskanir (þunglyndi-oflæti). Fæst af slíkum hugmyndum um orsakir er samt fast í hendi.

Þeir sem búa við einkenni jaðarpersónuleikaröskunar rata oft í miklar raunir. Jafnframt hefur meðferð þeirra sem greinast með þessa röskun þótt eitthvert erfiðasta og vandasamasta viðfangsefni í geðlæknisfræði og klínískri sálfræði. Árangur meðferðar hefur löngum ekki verið í samræmi við erfiði. Hefur því allt kapp verið lagt á að að þróa haldbetri meðferð. Beitt hefur verið sálaraflsmeðferð (psychodynamic) og hugrænni atferlismeðferð svo eitthvað sé nefnt.

Hugsanlega eru nokkur tímamót að verða í sálfræðilegri meðferð jaðarpersónuleikaröskunar með tilkomu díalektískrar atferlismeðferðar á síðasta áratug. Þetta er nefnilega sú sálfræðimeðferð sem einna bestan árangur virðist gefa við jaðarpersónuleikaröskun samkvæmt rannsóknum. Díalektísk atferlismeðferð er afsprengi hugrænnar atferlismeðferðar en þar er líka víðar leitað fanga hvað varðar aðferðir og að nokkru fræðilega réttlætingu. Upphafsmaður hennar var Marsha Linehan. Meðferðin er kölluð díalektísk meðal annars vegna þess að hún beinist að þeim andstæðum eða þverstæðum sem oft einkenna hugsun þeirra sem þjást af jaðarpersónuleikaröskun.

Einnig er orðið 'díalektísk' notuð til þess að lýsa vinnubrögðum í þessari meðferð. Meðferðin felst meðal annars í því að hjálpa skjólstæðingi að greina tilfinningar sínar og stjórna þeim. Linehan leggur til að mynda áherslu á að einn helsti vandinn í jaðarpersónuleikaröskun sé vanhæfni til þess að þola sterkar geðshræringar. Hún reynir að fá skjólstæðinga sína til þess að mæta slíkum geðshræringum án þess að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsmeiðandi hegðunar. Meðferðin er yfirleitt bæði veitt sem einstaklings og hópmeðferð og er afmörkuð í tíma. Þrátt fyrir að þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar gefi mjög sterkar vísbendingar um að meðferðin sé árangursrík er frekari rannsókna þörf á árangri hennar.

Þá er lyfjameðferð oft beitt með árangri við jaðarpersónuleikaröskun, ekki síst ef lyf eru gefin samhliða annarri meðferð.

...