Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt?

Ari Páll Kristinsson

Það er út af fyrir sig hægt að setja þetta orð í fleirtölu og beygja mat eins og orðið gat. En það er meiri spurning hvort einhver þörf er á því -- og þar að auki má telja nokkuð víst að margir fella sig afar illa við það.

Rétt er að hafa í huga að orðið mat hefur tvær aðalmerkingar, það er að segja "það að meta" og "afraksturinn" (t.d. sérfræðingsskýrsla).

Í verknaðarmerkingunni getur farið mjög illa á fleirtölu, til dæmis: "þroskamötin fóru fram á skrifstofu sálfræðingsins", enda er hægt að segja sömu hugsun, eða því sem næst, með eintölunni: "þroskamatið fór fram (í öllum tilvikunum) á skrifstofu sálfræðingsins". "Í dag gerði hún tvisvar þroskamat" getur einnig hljómað mun betur en "í dag gerði hún tvö þroskamöt". Þetta minnir dálítið á mörg önnur orð um eitthvað sem er óáþreifanlegt, til dæmis orðið ánægja (ánægja Jóns og ánægja Gunnu eru aldrei kallaðar samtals tvær "ánægjur").

Hins vegar getur kannski gegnt svolítið öðru máli um eitthvað sem er áþreifanlegt, á borð við skýrslu eða þess háttar sem væri skráning á niðurstöðu "matsins". Það gæti til að mynda átt við um útfylltan gátlista um hvar barn stendur í þroska miðað við jafnaldra. Að vísu ber ekki ýkja mikið á fleirtölunotkun í orðum af þessu tagi í opinberu máli, og víst er að mjög margir gætu ekki hugsað sér að taka þannig til orða, en það getur varla talist óskaplega fráleitt að kalla tvær mismunandi þroskamatsskýrslur "tvö þroskamöt" - eða að kalla tvær niðurstöður úr fasteignamati "tvö fasteignamöt".

Niðurstaðan úr þessu er eitthvað á þá leið að fleirtalan þroskamöt sé eða geti vissulega verið til íslensku en að alls ekki hafi verið mælt með þeirri málnotkun.

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

9.3.2000

Spyrjandi

Margrét H. Þórarinsdótir

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt? “ Vísindavefurinn, 9. mars 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=209.

Ari Páll Kristinsson. (2000, 9. mars). Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=209

Ari Páll Kristinsson. „Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt? “ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=209>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt?
Það er út af fyrir sig hægt að setja þetta orð í fleirtölu og beygja mat eins og orðið gat. En það er meiri spurning hvort einhver þörf er á því -- og þar að auki má telja nokkuð víst að margir fella sig afar illa við það.

Rétt er að hafa í huga að orðið mat hefur tvær aðalmerkingar, það er að segja "það að meta" og "afraksturinn" (t.d. sérfræðingsskýrsla).

Í verknaðarmerkingunni getur farið mjög illa á fleirtölu, til dæmis: "þroskamötin fóru fram á skrifstofu sálfræðingsins", enda er hægt að segja sömu hugsun, eða því sem næst, með eintölunni: "þroskamatið fór fram (í öllum tilvikunum) á skrifstofu sálfræðingsins". "Í dag gerði hún tvisvar þroskamat" getur einnig hljómað mun betur en "í dag gerði hún tvö þroskamöt". Þetta minnir dálítið á mörg önnur orð um eitthvað sem er óáþreifanlegt, til dæmis orðið ánægja (ánægja Jóns og ánægja Gunnu eru aldrei kallaðar samtals tvær "ánægjur").

Hins vegar getur kannski gegnt svolítið öðru máli um eitthvað sem er áþreifanlegt, á borð við skýrslu eða þess háttar sem væri skráning á niðurstöðu "matsins". Það gæti til að mynda átt við um útfylltan gátlista um hvar barn stendur í þroska miðað við jafnaldra. Að vísu ber ekki ýkja mikið á fleirtölunotkun í orðum af þessu tagi í opinberu máli, og víst er að mjög margir gætu ekki hugsað sér að taka þannig til orða, en það getur varla talist óskaplega fráleitt að kalla tvær mismunandi þroskamatsskýrslur "tvö þroskamöt" - eða að kalla tvær niðurstöður úr fasteignamati "tvö fasteignamöt".

Niðurstaðan úr þessu er eitthvað á þá leið að fleirtalan þroskamöt sé eða geti vissulega verið til íslensku en að alls ekki hafi verið mælt með þeirri málnotkun.

...