Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ákvarðanir í stafsetningarmálum eru alltaf samkomulagsatriði þeirra sem fengnir eru til að setja niður reglur eða endurskoða eldri reglur og síðan yfirvalda sem setja lög og reglugerðir. Fyrr á öldum, þegar stafsetning var ekki í jafn föstum skorðum og hún er nú í norðanverðri Evrópu, þeim löndum sem við miðum okkur helst við, mátti sjá orð rituð á ýmsa vegu. Smám saman komst þó meiri festa á og ritreglur voru samdar. Danir tóku mið af ritreglum Þjóðverja og við fylgdum Dönum í stórum dráttum.

Í þýsku er fyrsti stafur nafnorða hástafur.

Á 17. og 18. öld voru nafnorð skrifuð með stórum staf í dönsku og þeirri venju var fylgt hér, meðal annars í elstu orðabókum frá þessum tíma. Við fylgdum einnig Dönum í að leggja niður stóran staf í nafnorðum þótt þýskumælandi þjóðir héldu áfram að skrifa stóran staf. Á síðari hluta 19. aldar og fram eftir 20. öld varð hérlendis talsverð umræða um stafsetningarmál en ekkert kom þar fram um að menn vildu aftur taka upp stóran staf í nafnorðum. Um sögu íslenskrar stafsetningar má lesa í grein Jóns Aðalsteins Jónssonar í Íslenzkri tungu I:71—119.

Fyrir fáeinum misserum endurskoðuðu Þjóðverjar ritreglur sínar og voru þá uppi háværar raddir um að leggja niður stóran staf í nafnorðum. Þar sem Austurríkismenn og Svisslendingar nota sama ritmálið þurfti að komast að samkomulagi um þetta atriði. Það tókst ekki og er því enn skrifaður stór stafur í nafnorðum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.5.2009

Síðast uppfært

6.7.2018

Spyrjandi

Gestur Pálsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2009, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20958.

Guðrún Kvaran. (2009, 18. maí). Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20958

Guðrún Kvaran. „Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2009. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20958>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?
Ákvarðanir í stafsetningarmálum eru alltaf samkomulagsatriði þeirra sem fengnir eru til að setja niður reglur eða endurskoða eldri reglur og síðan yfirvalda sem setja lög og reglugerðir. Fyrr á öldum, þegar stafsetning var ekki í jafn föstum skorðum og hún er nú í norðanverðri Evrópu, þeim löndum sem við miðum okkur helst við, mátti sjá orð rituð á ýmsa vegu. Smám saman komst þó meiri festa á og ritreglur voru samdar. Danir tóku mið af ritreglum Þjóðverja og við fylgdum Dönum í stórum dráttum.

Í þýsku er fyrsti stafur nafnorða hástafur.

Á 17. og 18. öld voru nafnorð skrifuð með stórum staf í dönsku og þeirri venju var fylgt hér, meðal annars í elstu orðabókum frá þessum tíma. Við fylgdum einnig Dönum í að leggja niður stóran staf í nafnorðum þótt þýskumælandi þjóðir héldu áfram að skrifa stóran staf. Á síðari hluta 19. aldar og fram eftir 20. öld varð hérlendis talsverð umræða um stafsetningarmál en ekkert kom þar fram um að menn vildu aftur taka upp stóran staf í nafnorðum. Um sögu íslenskrar stafsetningar má lesa í grein Jóns Aðalsteins Jónssonar í Íslenzkri tungu I:71—119.

Fyrir fáeinum misserum endurskoðuðu Þjóðverjar ritreglur sínar og voru þá uppi háværar raddir um að leggja niður stóran staf í nafnorðum. Þar sem Austurríkismenn og Svisslendingar nota sama ritmálið þurfti að komast að samkomulagi um þetta atriði. Það tókst ekki og er því enn skrifaður stór stafur í nafnorðum.

Mynd:...