Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Er það satt að kvak í öndum bergmáli ekki?

Einar Örn Þorvaldsson

Þegar okkur barst þessi undarlega spurning frá tveimur spyrjendum með skömmu millibili, fórum við á stúfana og könnuðum hvort eitthvað væri til í henni. Skemmst er frá því að segja að á mörgum vefsíðum er því haldið fram að kvak anda bergmáli ekki. Á síðunum er oftar en ekki langur listi af svipuðum fullyrðingum, nokkurs konar gagnslaus fróðleikur, sem við nánari athugun er sjaldnast fróðlegur og oft einfaldlega rangur. Fræðimenn eru farnir að kalla slíkt "þjóðsögur nútímans" (e. urban legends).

Til allrar hamingju eru einnig þónokkur vefsetur sem sérhæfa sig í að kveða niður rangar fullyrðingar sem þessar. Á nokkrum þeirra eru rök færð fyrir bergmáli kvaksins og á einni er jafnvel lýst tilraun þar sem önd er látin kvaka á stað þar sem bergmál er skýrt. Vísað er á þessar síður í lok svarsins.

Hljóð er bylgjur eins og flestir vita og við heyrum hljóð þegar þessar bylgjur lenda á hljóðhimnunni. Bergmál er ekkert annað en hljóðbylgjur sem ná eyrum okkar eftir að hafa endurkastast af hörðu yfirborði. Þannig mætti spyrja sig af hverju kvak anda ætti ekki að bergmála, það er jú bara hljóðbylgjur eins og annað hljóð. Vissulega er til nokkuð sem heitir samliðun bylgna eða bylgjuvíxl (interference), þannig að bylgjur sem koma saman styrkja annað hvort hver aðra eða eyðast. Fráleitt er þó að halda því fram að hljóðbylgjurnar sem endur gefa frá sér verði alltaf fyrir algerri eyðandi samliðun.

Hitt er kannski annað mál hvort bergmál í öndum heyrist oft. Til þess að við heyrum bergmál úti í náttúrunni þarf ákveðin skilyrði eins og til dæmis klettavegg í hæfilegri fjarlægð. Endur eru hins vegar oftast á vatni eða í grennd við það á flatlendi. Þess vegna má vel vera að við heyrum í reynd sjaldan bergmál af andakvaki.


Athugasemd frá ritstjórn, 1.7.2011: Okkur barst ábending um að í þáttaröðinni MythBusters hafi þetta viðfangsefni verið tekið fyrir. Niðurstaða þeirra var vissulega sú að kvak anda bergmálar en erfitt gat reynst að greina á milli hvar kvakið endaði og bergmálið byrjaði. Mannseyrað ætti í erfiðleikum með að greina muninn þar á. Þessi þjóðsaga var engu að síður busted eins og þeir orða það eða kveðin í kútinn. Sjá meðal annars: Wikipedia.


Heimildir og annað:

Mynd:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.2.2002

Spyrjandi

Andri Þorvaldsson, f. 1984, Guðmundur Þorvaldsson

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Er það satt að kvak í öndum bergmáli ekki?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2002. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2097.

Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 5. febrúar). Er það satt að kvak í öndum bergmáli ekki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2097

Einar Örn Þorvaldsson. „Er það satt að kvak í öndum bergmáli ekki?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2002. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2097>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það satt að kvak í öndum bergmáli ekki?
Þegar okkur barst þessi undarlega spurning frá tveimur spyrjendum með skömmu millibili, fórum við á stúfana og könnuðum hvort eitthvað væri til í henni. Skemmst er frá því að segja að á mörgum vefsíðum er því haldið fram að kvak anda bergmáli ekki. Á síðunum er oftar en ekki langur listi af svipuðum fullyrðingum, nokkurs konar gagnslaus fróðleikur, sem við nánari athugun er sjaldnast fróðlegur og oft einfaldlega rangur. Fræðimenn eru farnir að kalla slíkt "þjóðsögur nútímans" (e. urban legends).

Til allrar hamingju eru einnig þónokkur vefsetur sem sérhæfa sig í að kveða niður rangar fullyrðingar sem þessar. Á nokkrum þeirra eru rök færð fyrir bergmáli kvaksins og á einni er jafnvel lýst tilraun þar sem önd er látin kvaka á stað þar sem bergmál er skýrt. Vísað er á þessar síður í lok svarsins.

Hljóð er bylgjur eins og flestir vita og við heyrum hljóð þegar þessar bylgjur lenda á hljóðhimnunni. Bergmál er ekkert annað en hljóðbylgjur sem ná eyrum okkar eftir að hafa endurkastast af hörðu yfirborði. Þannig mætti spyrja sig af hverju kvak anda ætti ekki að bergmála, það er jú bara hljóðbylgjur eins og annað hljóð. Vissulega er til nokkuð sem heitir samliðun bylgna eða bylgjuvíxl (interference), þannig að bylgjur sem koma saman styrkja annað hvort hver aðra eða eyðast. Fráleitt er þó að halda því fram að hljóðbylgjurnar sem endur gefa frá sér verði alltaf fyrir algerri eyðandi samliðun.

Hitt er kannski annað mál hvort bergmál í öndum heyrist oft. Til þess að við heyrum bergmál úti í náttúrunni þarf ákveðin skilyrði eins og til dæmis klettavegg í hæfilegri fjarlægð. Endur eru hins vegar oftast á vatni eða í grennd við það á flatlendi. Þess vegna má vel vera að við heyrum í reynd sjaldan bergmál af andakvaki.


Athugasemd frá ritstjórn, 1.7.2011: Okkur barst ábending um að í þáttaröðinni MythBusters hafi þetta viðfangsefni verið tekið fyrir. Niðurstaða þeirra var vissulega sú að kvak anda bergmálar en erfitt gat reynst að greina á milli hvar kvakið endaði og bergmálið byrjaði. Mannseyrað ætti í erfiðleikum með að greina muninn þar á. Þessi þjóðsaga var engu að síður busted eins og þeir orða það eða kveðin í kútinn. Sjá meðal annars: Wikipedia.


Heimildir og annað:

Mynd:...