Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Spurningin í heild var sem hér segir:
Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?
Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. Hins vegar eru til einstaklingar sem ekki trúa á neitt slíkt og virðast ekki finna fyrir neins konar yfirnáttúrulegum öflum í kringum sig. En hvergi þekkist samfélag þar sem ekki fer fram dýrkun máttarvalda með einhverjum hætti. Og hvarvetna sem þessi fyrirbæri hafa verið skoðuð eru talin vera tengsl milli atferlis manna og afdrifa þeirra í þessu lífi eða í hugsanlegum heimi eftir líkamsdauðann.

Vissulega eru hugmyndir hinna ýmsu menningarhópa ólíkar um margt, en grundvallaratriðin eru þó hin sömu. Þau öfl sem talið er að ríki í heiminum hafa áhrif á líf fólks, hvort sem það er beint eða óbeint. Bein áhrif tengjast þá hugmyndum um að beint samband sé milli hegðunar einstaklingsins og afdrifa hans í lífi og dauða, eða í hugsanlegri framhaldstilveru. Óbein áhrif eru hins vegar þau sem rekja má til áhrifa máttarvalda á náttúruna og samfélagið í heild. Illviðri, óáran, uppskerubrestur, slys, sjúkdómar í mönnum og skepnum svo örfá dæmi séu talin, eru oft talin vera refsing máttarvalda fyrir yfirsjónir í samfélaginu eða þá að illvilji þeirra einn sé að verki.

Guðir og andar eru oftar en ekki taldir vera óvinsamlegir mannkyninu og refsa því ekki aðeins vegna afbrota heldur líka án nokkurs tilefnis. Viðbrögð manna eru þá að leitast við að fara í öllu að því sem talið er að máttarvöldin hafi fyrirskipað. Bænir og ákall, fórnir og töfrar eru meðal þess sem gripið er til í viðleitni manna til að halda góðu sambandi við guði og anda.

Enginn veit hvenær mannkynið fór að gera sér hugmyndir um yfirnáttúruleg og ósýnileg öfl. Fyrir rúmlega sex þúsund árum var farið að rita vörulista og skilaboð í hinum fyrstu borgríkjum í Mesópótamíu og í Egyptalandi ekki löngu síðar. Mjög snemma á ritöld eru festar á leirtöflur og papýrus frásagnir af guðum sem skapað hafi heiminn og allt sem í honum er, meðal annars mannkynið.

Í Mesópótamíu voru skrifaðar sköpunarsögur þar sem segir að guðirnir hafi þreyst á að halda veröldinni við og til að létta sér störfin hafi þeir skapað mannkynið. Hlutverk mannkynsins er því að aðstoða guðina við að hafa allt í röð og reglu í veröldinni. Þetta er skemmtileg hugmynd og hennar verður víða vart, meðal annars á okkar menningarsvæði þar sem oft er talað um að mönnum beri að fara vel með og vernda þá náttúru sem þeim hafi verið trúað fyrir.

Hvaða ályktun verður dregin af þessu um hvort trú á máttarvöld, guði og anda sé hluti af eðli mannsins? Varla önnur en sú að slík trú er býsna almenn um allan heim og elstu rituðu heimildirnar sýna að við upphaf borgmenningar er hún ríkjandi.

Um upphaf trúarhugmynda er ekki mikið vitað, eða réttara sagt er þar einvörðungu um tilgátur að ræða. Rómverskur heimspekingur sagði að óttinn hefði skapað guðina og margir telja að náttúruleg fyrirbæri eins og þrumur og eldingar, ofviðri, skógareldar, eldgos og óskiljanlegar hörmungar hafi vakið menn til umhugsunar um hvað slíku valdi og lausnin verið sú að gera ráð fyrir ósýnilegum öflum sem yllu þessum fyrirbærum. Óttinn við dauðann hefur einnig verið talinn hafa ýtt undir hugsanir um hvað verði um manneskjuna. Dauðinn er svo óskiljanlegur og yfirþyrmandi að ekki er að undra þótt umhugsun um hann hafi valdið heilabrotum um stöðu manneskjunnar gagnvart alheiminum.

Hið eina sem segja má með vissu er að alls staðar verður vart trúar og kannski blundar trúartilfinning í hverjum manni, tilfinning fyrir einhverju óútskýranlegu, yfirnáttúrulega en yfirþyrmandi og í senn ógnvekjandi og aðlaðandi. En kannski er það bara mín trú!?

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.2.2002

Spyrjandi

Hulda Birgisdóttir

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2002, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2098.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2002, 5. febrúar). Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2098

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2002. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?
Spurningin í heild var sem hér segir:

Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?
Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. Hins vegar eru til einstaklingar sem ekki trúa á neitt slíkt og virðast ekki finna fyrir neins konar yfirnáttúrulegum öflum í kringum sig. En hvergi þekkist samfélag þar sem ekki fer fram dýrkun máttarvalda með einhverjum hætti. Og hvarvetna sem þessi fyrirbæri hafa verið skoðuð eru talin vera tengsl milli atferlis manna og afdrifa þeirra í þessu lífi eða í hugsanlegum heimi eftir líkamsdauðann.

Vissulega eru hugmyndir hinna ýmsu menningarhópa ólíkar um margt, en grundvallaratriðin eru þó hin sömu. Þau öfl sem talið er að ríki í heiminum hafa áhrif á líf fólks, hvort sem það er beint eða óbeint. Bein áhrif tengjast þá hugmyndum um að beint samband sé milli hegðunar einstaklingsins og afdrifa hans í lífi og dauða, eða í hugsanlegri framhaldstilveru. Óbein áhrif eru hins vegar þau sem rekja má til áhrifa máttarvalda á náttúruna og samfélagið í heild. Illviðri, óáran, uppskerubrestur, slys, sjúkdómar í mönnum og skepnum svo örfá dæmi séu talin, eru oft talin vera refsing máttarvalda fyrir yfirsjónir í samfélaginu eða þá að illvilji þeirra einn sé að verki.

Guðir og andar eru oftar en ekki taldir vera óvinsamlegir mannkyninu og refsa því ekki aðeins vegna afbrota heldur líka án nokkurs tilefnis. Viðbrögð manna eru þá að leitast við að fara í öllu að því sem talið er að máttarvöldin hafi fyrirskipað. Bænir og ákall, fórnir og töfrar eru meðal þess sem gripið er til í viðleitni manna til að halda góðu sambandi við guði og anda.

Enginn veit hvenær mannkynið fór að gera sér hugmyndir um yfirnáttúruleg og ósýnileg öfl. Fyrir rúmlega sex þúsund árum var farið að rita vörulista og skilaboð í hinum fyrstu borgríkjum í Mesópótamíu og í Egyptalandi ekki löngu síðar. Mjög snemma á ritöld eru festar á leirtöflur og papýrus frásagnir af guðum sem skapað hafi heiminn og allt sem í honum er, meðal annars mannkynið.

Í Mesópótamíu voru skrifaðar sköpunarsögur þar sem segir að guðirnir hafi þreyst á að halda veröldinni við og til að létta sér störfin hafi þeir skapað mannkynið. Hlutverk mannkynsins er því að aðstoða guðina við að hafa allt í röð og reglu í veröldinni. Þetta er skemmtileg hugmynd og hennar verður víða vart, meðal annars á okkar menningarsvæði þar sem oft er talað um að mönnum beri að fara vel með og vernda þá náttúru sem þeim hafi verið trúað fyrir.

Hvaða ályktun verður dregin af þessu um hvort trú á máttarvöld, guði og anda sé hluti af eðli mannsins? Varla önnur en sú að slík trú er býsna almenn um allan heim og elstu rituðu heimildirnar sýna að við upphaf borgmenningar er hún ríkjandi.

Um upphaf trúarhugmynda er ekki mikið vitað, eða réttara sagt er þar einvörðungu um tilgátur að ræða. Rómverskur heimspekingur sagði að óttinn hefði skapað guðina og margir telja að náttúruleg fyrirbæri eins og þrumur og eldingar, ofviðri, skógareldar, eldgos og óskiljanlegar hörmungar hafi vakið menn til umhugsunar um hvað slíku valdi og lausnin verið sú að gera ráð fyrir ósýnilegum öflum sem yllu þessum fyrirbærum. Óttinn við dauðann hefur einnig verið talinn hafa ýtt undir hugsanir um hvað verði um manneskjuna. Dauðinn er svo óskiljanlegur og yfirþyrmandi að ekki er að undra þótt umhugsun um hann hafi valdið heilabrotum um stöðu manneskjunnar gagnvart alheiminum.

Hið eina sem segja má með vissu er að alls staðar verður vart trúar og kannski blundar trúartilfinning í hverjum manni, tilfinning fyrir einhverju óútskýranlegu, yfirnáttúrulega en yfirþyrmandi og í senn ógnvekjandi og aðlaðandi. En kannski er það bara mín trú!?...