Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Ástæðan kemur í ljós þegar lögreglan fer að elta þig og þú horfir í spegilinn á bílnum þínum: Þá snýr textinn rétt!

Þetta á raunar ekki eingöngu við um suma lögreglubíla, heldur líka til dæmis sjúkrabíla. Þeir sem láta mála þetta svona á bílana telja mikilvægara að við getum lesið textann í speglinum en þegar við horfum sjálf beint framan á bílinn.



Ef spegill væri lagður upp við þessa mynd myndum við lesa LÖGREGLAN framan á bílnum

Við erum því vönust að horfa í spegla sem standa upp á rönd og þeir hafa þann eiginleika að skipta um hægri og vinstri. Ef ég horfi á sjálfan mig í spegli kemur ljósið frá hægri höndinni inn í augað frá hægri hluta spegilsins en það skynja ég sem vinstri hönd spegilmyndarinnar. Þetta sést enn betur þegar ég horfi á skrift eða prentað mál í spegli. Blaðsíðan snýr þá að speglinum þannig að vinstri hliðin á henni, til dæmis þar sem textinn byrjar, er í rauninni lengst til hægri miðað við mig og spegilmyndin verður í samræmi við það.

Ef spegillinn stendur ekki upp á rönd heldur er láréttur breytist þetta þannig að hann skiptir ekki lengur um vinstri og hægri heldur upp og niður. Þetta þekkjum við auðvitað vel frá því að horfa á spegilsléttan vatnsflöt. Sá sem vildi láta orðið 'Lögreglan' standa á vatnsbakkanum þannig að við sæjum það rétt þegar við horfum ofan í vatnið mundi láta stafina vera á hvolfi.

Um þetta má líka lesa í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?



Mynd: Mynd af lögreglubílum - Sótt 02.06.10

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.2.2002

Spyrjandi

Hildur Snæland

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2002, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2100.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 5. febrúar). Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2100

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2002. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2100>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?
Ástæðan kemur í ljós þegar lögreglan fer að elta þig og þú horfir í spegilinn á bílnum þínum: Þá snýr textinn rétt!

Þetta á raunar ekki eingöngu við um suma lögreglubíla, heldur líka til dæmis sjúkrabíla. Þeir sem láta mála þetta svona á bílana telja mikilvægara að við getum lesið textann í speglinum en þegar við horfum sjálf beint framan á bílinn.



Ef spegill væri lagður upp við þessa mynd myndum við lesa LÖGREGLAN framan á bílnum

Við erum því vönust að horfa í spegla sem standa upp á rönd og þeir hafa þann eiginleika að skipta um hægri og vinstri. Ef ég horfi á sjálfan mig í spegli kemur ljósið frá hægri höndinni inn í augað frá hægri hluta spegilsins en það skynja ég sem vinstri hönd spegilmyndarinnar. Þetta sést enn betur þegar ég horfi á skrift eða prentað mál í spegli. Blaðsíðan snýr þá að speglinum þannig að vinstri hliðin á henni, til dæmis þar sem textinn byrjar, er í rauninni lengst til hægri miðað við mig og spegilmyndin verður í samræmi við það.

Ef spegillinn stendur ekki upp á rönd heldur er láréttur breytist þetta þannig að hann skiptir ekki lengur um vinstri og hægri heldur upp og niður. Þetta þekkjum við auðvitað vel frá því að horfa á spegilsléttan vatnsflöt. Sá sem vildi láta orðið 'Lögreglan' standa á vatnsbakkanum þannig að við sæjum það rétt þegar við horfum ofan í vatnið mundi láta stafina vera á hvolfi.

Um þetta má líka lesa í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?



Mynd: Mynd af lögreglubílum - Sótt 02.06.10...