Sólin Sólin Rís 03:31 • sest 23:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:43 • Sest 03:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:38 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:37 í Reykjavík

Hvar er miðpunktur Íslands?

Sigríður Sif Gylfadóttir

Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó.Þetta kort sýnir fjarlægð staða á Íslandi frá sjó. Ysta línan, næst ströndinni, er dregin gegnum staði sem eru 10 km frá sjó, sú næsta gegnum staði sem eru 20 km frá sjó og svo framvegis. Innsti lokaði ferillinn sýnir staði sem eru 110 km frá sjó.

Við kortagerð á Íslandi hefur frá árinu 1993 verið miðað við ISN93 staðalinn. Í því hnitakerfi er skurðpunktur hnitaása, miðjupunkturinn, á 19°V og 65°N, rétt norðan Hofsjökuls. Þó að það sé ekki nákvæmlega miðpunktur Íslands samkvæmt því sem áður var sagt, þá er það nærri lagi. Einnig hefur ráðið þessu vali að hnitin eru þægilegar tölur að vinna með.

Ef við erum eðlisfræðilega þenkjandi finnst okkur kannski eðlilegast að skilgreina miðpunkt Íslands í massamiðju landsins, en það er ólíkt flóknara til útreiknings, og hefur ekki enn verið gert svo ég viti til.

Á huglægum nótum mætti svo segja að höfuðborgin Reykjavík væri eins konar miðpunktur Íslands, en það kunna þó ekki allir landsmenn að vera sammála því.

Einnig ber að geta þess að það getur verið vandkvæðum bundið að skilgreina fastan punkt á Íslandi af því að landið er á sífelldri hreyfingu vegna jarðskjálfta og plötureks.

Upplýsingar og kort: Leah Tracy, Veðurstofu Íslands.

Höfundur

jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

6.2.2002

Spyrjandi

Guðni Már Egilsson
Guðmundur Valsson

Tilvísun

Sigríður Sif Gylfadóttir. „Hvar er miðpunktur Íslands?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2002. Sótt 29. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2101.

Sigríður Sif Gylfadóttir. (2002, 6. febrúar). Hvar er miðpunktur Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2101

Sigríður Sif Gylfadóttir. „Hvar er miðpunktur Íslands?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2002. Vefsíða. 29. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2101>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er miðpunktur Íslands?
Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó.Þetta kort sýnir fjarlægð staða á Íslandi frá sjó. Ysta línan, næst ströndinni, er dregin gegnum staði sem eru 10 km frá sjó, sú næsta gegnum staði sem eru 20 km frá sjó og svo framvegis. Innsti lokaði ferillinn sýnir staði sem eru 110 km frá sjó.

Við kortagerð á Íslandi hefur frá árinu 1993 verið miðað við ISN93 staðalinn. Í því hnitakerfi er skurðpunktur hnitaása, miðjupunkturinn, á 19°V og 65°N, rétt norðan Hofsjökuls. Þó að það sé ekki nákvæmlega miðpunktur Íslands samkvæmt því sem áður var sagt, þá er það nærri lagi. Einnig hefur ráðið þessu vali að hnitin eru þægilegar tölur að vinna með.

Ef við erum eðlisfræðilega þenkjandi finnst okkur kannski eðlilegast að skilgreina miðpunkt Íslands í massamiðju landsins, en það er ólíkt flóknara til útreiknings, og hefur ekki enn verið gert svo ég viti til.

Á huglægum nótum mætti svo segja að höfuðborgin Reykjavík væri eins konar miðpunktur Íslands, en það kunna þó ekki allir landsmenn að vera sammála því.

Einnig ber að geta þess að það getur verið vandkvæðum bundið að skilgreina fastan punkt á Íslandi af því að landið er á sífelldri hreyfingu vegna jarðskjálfta og plötureks.

Upplýsingar og kort: Leah Tracy, Veðurstofu Íslands.

...