Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heitir það catwalk sem fyrirsætur ganga á?

Orðið catwalk í ensku er notað um mjóan gangveg, mjóa göngubrú til dæmis yfir sviði í leikhúsi eða vélarrúmi í skipi. Það er einnig notað í merkingunni ‘sýningarpallur’ og er þá átt við gangbraut þá sem sýningarstúlkur ganga eftir á tískusýningum.Að kenna þessa mjóu gangvegi við ketti er vegna fimleika kattarins og tækni við að ganga eftir mjóum syllum eða bríkum. Mjór hryggur með brattar hlíðar á báðar hendur sem ganga þarf eftir á Fimmvörðuhálsi er til dæmis nefndur Kattarhryggur.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er til eitthvað íslensk orð yfir catwalk sem fyrirsætur virðast oft ganga á? Og af hverju heitir þetta catwalk?

Útgáfudagur

22.5.2009

Spyrjandi

Þórey Rúnarsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir það catwalk sem fyrirsætur ganga á?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2009. Sótt 19. nóvember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=21048.

Guðrún Kvaran. (2009, 22. maí). Af hverju heitir það catwalk sem fyrirsætur ganga á? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21048

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir það catwalk sem fyrirsætur ganga á?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2009. Vefsíða. 19. nóv. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21048>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Mikki mús

Almenningur fékk fyrst að líta Mikka mús augum 18. nóvember 1928 í myndinni Steamboat Willie eða Gufubáturinn Villi. Steamboat Willie er þekkt fyrir að vera ein fyrsta hljóðteiknimyndin. Mína mús, kærasta Mikka, kom einnig fram á sjónarsviðið í myndinni.