Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er eðlismassi vatns?

Eðlismassi ferskvatns við 4 °C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Þetta þýðir til dæmis að einn lítri af vatni við þessar aðstæður hefur massann 1 kg.

Vatn þenst lítillega út þegar það er kælt úr 4 °C niður í frostmark. Rúmmálsbreytingin er um 0,15 af þúsundi og eðlismassinn minnkar sem því nemur. Þessi hegðun vatns er afbrigðileg því að yfirleitt dragast efni saman við kælingu en þenjast út við hitun. Nánari grein er gerð fyrir þessu í svari Halldórs Svavarssonar við spurningunni Hvers vegna frýs vatn?Vatnið þenst líka út þegar það hitnar upp fyrir 4 °C. Heildarþenslan þegar komið er upp að suðumarki er um það bil 4% og eðlismassinn hefur þá minnkað sem nemur þeirri tölu.

Saltvatn eða sjór hefur meiri eðlismassa en hér er sagt, en munurinn fer að sjálfsögðu eftir því hve mikil seltan er.

Um hugtakið eðlismassa almennt má lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Vatn - Sótt 02.06.2010

Útgáfudagur

12.2.2002

Spyrjandi

Kristrún Hafsteinsdóttir, f. 1989

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er eðlismassi vatns?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2002. Sótt 5. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2109.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 12. febrúar). Hver er eðlismassi vatns? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2109

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er eðlismassi vatns?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2002. Vefsíða. 5. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2109>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorvaldur Gylfason

1951

Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í HÍ. Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.