Sólin Sólin Rís 07:09 • sest 19:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:39 • Síðdegis: 23:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 17:09 í Reykjavík

Hvað er amerískur fótbolti stór?

Ulrika Andersson

Ameríski fótboltinn lýtur ströngum reglum um útlit, stærð og þyngd. Boltinn er ílangur eins og myndin sýnir og saumaður saman úr fjórum brúnum leðurbútum. Hann er 27 til 29 sentimetra langur og ummál hans er 72 eða 54 sentimetrar eftir því á hvorn veginn er mælt. Boltinn vegur um 14 til 15 únsur eða 395 til 425 grömm. Yfir einum saumnum á boltanum eru festar reimar sem líkjast skóreimum. Þær auðvelda leikmanninum að ná taki á boltanum og kasta honum frá sér þannig að boltinn fái á sig snúning og fari lengra og beinna.

Í áhugamannafótbolta (college football) eru settar tvær hvítar rendur á fótboltann. Á boltunum sem eru notaðir í fótbolta atvinnumanna (professional football) eru hins vegar engar rendur.

Íþróttin byrjaði að þróast á nítjándu öld í Bandaríkjunum og var í fyrstu nokkurs konar blanda af venjulegum fótbolta eins og við þekkjum hann og ensku rugby eða ruðningi. Þó að íþróttin sé sérstaklega vinsæl í Bandaríkjunum nýtur hún einnig töluverðrar hylli í Kanada og Evrópu.

Við Íslendingar þekkjum íþróttina lítið en höfum séð hana í bandarískum kvikmyndum. Segja má að amerískur fótbolti einkennist af miklum líkamlegum átökum og tæklingum. Leikmennirnir eru vígalegir útlits með hlífðarhjálma, grímur og stóra axlapúða. Leikurinn gengur í stórum dráttum út á það að leikmennirnir ellefu reyna að skora mark með því að koma boltanum yfir marklínu andstæðinganna eða sparka boltanum í mark. Marklínurnar og mörkin eru við endimörk vallarins sem er rétthyrndur. Leikmennirnir reyna að færa sig upp leikvöllinn í átt að marklínu andstæðingana með því að kasta boltanum á milli sín eða hlaupa með hann. Ef leikmaður skorar mark með því að láta boltann koma við jörðu á marklínu andstæðings síns eða aftan við hana er það kallað touchdown.

Heimildir

National Football League

Britannica Online

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

18.2.2002

Spyrjandi

Egill Björgvinsson, fæddur 1986

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hvað er amerískur fótbolti stór?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2002. Sótt 22. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=2121.

Ulrika Andersson. (2002, 18. febrúar). Hvað er amerískur fótbolti stór? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2121

Ulrika Andersson. „Hvað er amerískur fótbolti stór?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2002. Vefsíða. 22. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2121>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er amerískur fótbolti stór?
Ameríski fótboltinn lýtur ströngum reglum um útlit, stærð og þyngd. Boltinn er ílangur eins og myndin sýnir og saumaður saman úr fjórum brúnum leðurbútum. Hann er 27 til 29 sentimetra langur og ummál hans er 72 eða 54 sentimetrar eftir því á hvorn veginn er mælt. Boltinn vegur um 14 til 15 únsur eða 395 til 425 grömm. Yfir einum saumnum á boltanum eru festar reimar sem líkjast skóreimum. Þær auðvelda leikmanninum að ná taki á boltanum og kasta honum frá sér þannig að boltinn fái á sig snúning og fari lengra og beinna.

Í áhugamannafótbolta (college football) eru settar tvær hvítar rendur á fótboltann. Á boltunum sem eru notaðir í fótbolta atvinnumanna (professional football) eru hins vegar engar rendur.

Íþróttin byrjaði að þróast á nítjándu öld í Bandaríkjunum og var í fyrstu nokkurs konar blanda af venjulegum fótbolta eins og við þekkjum hann og ensku rugby eða ruðningi. Þó að íþróttin sé sérstaklega vinsæl í Bandaríkjunum nýtur hún einnig töluverðrar hylli í Kanada og Evrópu.

Við Íslendingar þekkjum íþróttina lítið en höfum séð hana í bandarískum kvikmyndum. Segja má að amerískur fótbolti einkennist af miklum líkamlegum átökum og tæklingum. Leikmennirnir eru vígalegir útlits með hlífðarhjálma, grímur og stóra axlapúða. Leikurinn gengur í stórum dráttum út á það að leikmennirnir ellefu reyna að skora mark með því að koma boltanum yfir marklínu andstæðinganna eða sparka boltanum í mark. Marklínurnar og mörkin eru við endimörk vallarins sem er rétthyrndur. Leikmennirnir reyna að færa sig upp leikvöllinn í átt að marklínu andstæðingana með því að kasta boltanum á milli sín eða hlaupa með hann. Ef leikmaður skorar mark með því að láta boltann koma við jörðu á marklínu andstæðings síns eða aftan við hana er það kallað touchdown.

Heimildir

National Football League

Britannica Online...