
Ef maðurinn lætur sér nægja að horfa á spegilmyndina með öðru auganu þá mundi á sama hátt duga að breidd spegilsins væri helmingur af breidd mannsins. En til þess að maðurinn sæi alla spegilmyndina með báðum augum þyrfti að bæta við spegilbreiddina hálfu bilinu milli augna mannsins. Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því? og svar Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?