Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er spegilmynd manns á hvolfi þegar horft er í skeið?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Hér er einnig svarað spurningum frá Hildi Snæland, Jóhanni Ragnarssyni, Eygló Egilsdóttur og Guðrúnu Þorsteinsdóttur.
Þetta sést glöggt þegar við skoðum geislagang í holspegli, en skeiðinni verður í þessu samhengi best lýst sem slíkum spegli. Bláa pílan sem vísar upp á við og er til vinstri á myndinni hér á eftir táknar hlutinn sem við horfum á en hin pílan sem vísar niður á við táknar myndina sem verður til af hlutnum í speglinum.



Ljósgeislinn sem táknaður er með (1) fer gegnum miðpunkt kúlunnar sem spegillinn er hluti af (C) og endurkastast sömu leið til baka. Geisli (2) fer af stað samsíða ás spegilsins og speglast þannig að hann fer gegnum brennipunktinn F eftir speglunina. Geisli (3) fer gegnum brennipunktinn á leið sinni inn að speglinum og fer samsíða ásnum eftir speglun. Geisli (4) hittir spegilinn á ás hans og myndar jafnstór horn við ásinn fyrir og eftir speglun. Allir þessir fjórir geislar koma saman í sama punkti eftir speglunina, og það á einnig við um alla aðra geisla frá oddi pílunnar til vinstri. Geislar frá sérhverjum öðrum punkti á henni koma saman á sama hátt í tilteknum punkti á pílunni til hægri.



Við sjáum ótvírætt af þessu að myndin stendur á höfði miðað við hlutinn eða fyrirmyndina og það er einmitt ástæðan til þess að mynd í íhvolfum holspegli sýnist vera á hvolfi.

Skoðið einnig skyld svör:

Mynd: Benson, Harris, University Physics, New York: John Wiley & Sons, 1996. Mynd 35.38 bls. 723.

Mynd af Neo í skeið: Úr kvikmyndinni The Matrix

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.2.2002

Spyrjandi

Kolbeinn D. Þorgeirsson og fleiri.

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er spegilmynd manns á hvolfi þegar horft er í skeið?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2002, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2124.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 19. febrúar). Af hverju er spegilmynd manns á hvolfi þegar horft er í skeið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2124

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er spegilmynd manns á hvolfi þegar horft er í skeið?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2002. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2124>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er spegilmynd manns á hvolfi þegar horft er í skeið?

Hér er einnig svarað spurningum frá Hildi Snæland, Jóhanni Ragnarssyni, Eygló Egilsdóttur og Guðrúnu Þorsteinsdóttur.
Þetta sést glöggt þegar við skoðum geislagang í holspegli, en skeiðinni verður í þessu samhengi best lýst sem slíkum spegli. Bláa pílan sem vísar upp á við og er til vinstri á myndinni hér á eftir táknar hlutinn sem við horfum á en hin pílan sem vísar niður á við táknar myndina sem verður til af hlutnum í speglinum.



Ljósgeislinn sem táknaður er með (1) fer gegnum miðpunkt kúlunnar sem spegillinn er hluti af (C) og endurkastast sömu leið til baka. Geisli (2) fer af stað samsíða ás spegilsins og speglast þannig að hann fer gegnum brennipunktinn F eftir speglunina. Geisli (3) fer gegnum brennipunktinn á leið sinni inn að speglinum og fer samsíða ásnum eftir speglun. Geisli (4) hittir spegilinn á ás hans og myndar jafnstór horn við ásinn fyrir og eftir speglun. Allir þessir fjórir geislar koma saman í sama punkti eftir speglunina, og það á einnig við um alla aðra geisla frá oddi pílunnar til vinstri. Geislar frá sérhverjum öðrum punkti á henni koma saman á sama hátt í tilteknum punkti á pílunni til hægri.



Við sjáum ótvírætt af þessu að myndin stendur á höfði miðað við hlutinn eða fyrirmyndina og það er einmitt ástæðan til þess að mynd í íhvolfum holspegli sýnist vera á hvolfi.

Skoðið einnig skyld svör:

Mynd: Benson, Harris, University Physics, New York: John Wiley & Sons, 1996. Mynd 35.38 bls. 723.

Mynd af Neo í skeið: Úr kvikmyndinni The Matrix

...