Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið skynjun er svokallað sagnarnafnorð leitt af sögninni að skynja 'verða var við, athuga' með viðskeytinu -un, en sagnarnafnorð eru heiti þeirrar athafnar sem í sögninni felst. Skynjun er því 'það að skynja' eins og skemmtun er 'það að skemmta', skipun 'það að skipa', verslun 'það að versla' og svo framvegis.
Skynjun er ekki gamalt orð í málinu. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 19. aldar. Sögnin skynja er aftur nafnleidd, það er hún er leidd af nafnorðinu skyn 'skynjunarhæfileiki; vit, skilningur, þekking ...'. Það orð er samnorrænt, það er til i öllum Norðurlandamálum: færeyska skyn, nýnorska skyn, sænska skön, danska skøn í merkingunni 'skoðun, skilningur'.
Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið skynjun dregið?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2002, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2128.
Guðrún Kvaran. (2002, 20. febrúar). Af hverju er orðið skynjun dregið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2128
Guðrún Kvaran. „Af hverju er orðið skynjun dregið?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2002. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2128>.