Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fjölga flugur sér?

Jón Már Halldórsson

Langflest skordýr fjölga sér með kynæxlun, það er að segja samruna kynfrumna sem koma hvor frá sínu foreldri. Hjá langflestum skordýrum heimsins og þar á meðal hjá flugum frjóvgast eggin inni í kvendýrinu líkt og gerist meðal allra landhryggdýra.

Kynkirtlarnir eru í afturbolnum og þar safnast þroskuð og ófrjóvguð egg fyrir í eggrásinni. Eggin frjóvgast um leið og þeim er verpt en þá fara þau fram hjá sáðhirslum sem geyma sæði karlskordýrs eftir mökun. Síðar klekkjast eggin út og lirfur sem gera fátt annað en að éta og búa sig undir að púpa sig koma út. Í púpunni verða miklar breytingar á líkama flugunnar og eftir nokkurn tíma, mislangan eftir tegundum, kemur út fullvaxið skordýr.

Útvortis frjóvgun eggja þekkist þó meðal nokkurra frumstæðra skordýra eins og hjá stökkmori. Þá verpir kvendýrið ófrjóvguðum eggjum og karldýrið kemur síðan og frjóvgar þau. Þriðja æxlunarformið nefnist meyfæðing (parthenogenesis). Þá verpir kvendýrið ófrjóvguðum eggjum og út koma kvenflugur. Þetta þekkist hjá örfáum flugnategundum, hér á landi meðal annars hjá meyjarmýi (Prosimulium ursinum), en skordýrafræðingar hafa enn ekki fundið karlkynsdýr þessarar tegundar. Æði breytilegt er hversu mörgum eggjum kvenfluga verpir enda er tegundafjöldinn gríðarlegur. Eggjafjöldinn getur verið frá tugum til þúsunda.

Óhætt er að segja að flugur lifi tvöföldu lífi. Annars vegar á lirfustiginu og hins vegar á fullorðinsstiginu sem fljúgandi skordýr. Gott dæmi um þetta er lífsferill margra tegunda flugna eins og tsetse-flugunnar, ýmissa tegunda moskítóflugna víða um heim og bitmýsins (Simuliidae) hér á landi.

Bitmýslirfur lifa á ýmsum ögnum í vatninu, svo sem þörungum, og hafa nokkurs konar síubúnað á höfðinu til þess að ná ögnunum með. Lirfurnar eru algengari í straumvatni en í lygnu vatni vegna þess að þar er auðveldara að sía agnir sem renna hjá. Þær festa sig við botninn svo að straumurinn taki þær ekki með niður ána. Lirfur bitmýsins eru til dæmis mjög algengar í Laxá sem rennur úr Mývatni og eru víða í lygnum ám hér á landi. Bitmýslirfan púpar sig og gerir það á botni árinnar, yfirleitt á vorin. Eftir fáeinar vikur rjúfa svo fullþroskuð dýrin púpuna, fljúga upp sem bitmýsflugur, tímgast og nærast. Bitmýslirfur eru ein algengustu botndýrin efst í ám sem renna úr stöðuvötnum hér á landi. Lirfur rykmýsins (Chironomidae) lifa einnig í vatni. Fjölmargar ættir flugna eyða hins vegar ekki lirfustiginu í vatni heldur víða á þurrlendi eins og í gróðri og jarðvegi.



Mynd: Af vefsetrinu ECORC, Eastern Cereal & Oilseed Research Centre

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.2.2002

Spyrjandi

Heiður Mist Dagsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga flugur sér?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2002, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2129.

Jón Már Halldórsson. (2002, 20. febrúar). Hvernig fjölga flugur sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2129

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga flugur sér?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2002. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2129>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fjölga flugur sér?
Langflest skordýr fjölga sér með kynæxlun, það er að segja samruna kynfrumna sem koma hvor frá sínu foreldri. Hjá langflestum skordýrum heimsins og þar á meðal hjá flugum frjóvgast eggin inni í kvendýrinu líkt og gerist meðal allra landhryggdýra.

Kynkirtlarnir eru í afturbolnum og þar safnast þroskuð og ófrjóvguð egg fyrir í eggrásinni. Eggin frjóvgast um leið og þeim er verpt en þá fara þau fram hjá sáðhirslum sem geyma sæði karlskordýrs eftir mökun. Síðar klekkjast eggin út og lirfur sem gera fátt annað en að éta og búa sig undir að púpa sig koma út. Í púpunni verða miklar breytingar á líkama flugunnar og eftir nokkurn tíma, mislangan eftir tegundum, kemur út fullvaxið skordýr.

Útvortis frjóvgun eggja þekkist þó meðal nokkurra frumstæðra skordýra eins og hjá stökkmori. Þá verpir kvendýrið ófrjóvguðum eggjum og karldýrið kemur síðan og frjóvgar þau. Þriðja æxlunarformið nefnist meyfæðing (parthenogenesis). Þá verpir kvendýrið ófrjóvguðum eggjum og út koma kvenflugur. Þetta þekkist hjá örfáum flugnategundum, hér á landi meðal annars hjá meyjarmýi (Prosimulium ursinum), en skordýrafræðingar hafa enn ekki fundið karlkynsdýr þessarar tegundar. Æði breytilegt er hversu mörgum eggjum kvenfluga verpir enda er tegundafjöldinn gríðarlegur. Eggjafjöldinn getur verið frá tugum til þúsunda.

Óhætt er að segja að flugur lifi tvöföldu lífi. Annars vegar á lirfustiginu og hins vegar á fullorðinsstiginu sem fljúgandi skordýr. Gott dæmi um þetta er lífsferill margra tegunda flugna eins og tsetse-flugunnar, ýmissa tegunda moskítóflugna víða um heim og bitmýsins (Simuliidae) hér á landi.

Bitmýslirfur lifa á ýmsum ögnum í vatninu, svo sem þörungum, og hafa nokkurs konar síubúnað á höfðinu til þess að ná ögnunum með. Lirfurnar eru algengari í straumvatni en í lygnu vatni vegna þess að þar er auðveldara að sía agnir sem renna hjá. Þær festa sig við botninn svo að straumurinn taki þær ekki með niður ána. Lirfur bitmýsins eru til dæmis mjög algengar í Laxá sem rennur úr Mývatni og eru víða í lygnum ám hér á landi. Bitmýslirfan púpar sig og gerir það á botni árinnar, yfirleitt á vorin. Eftir fáeinar vikur rjúfa svo fullþroskuð dýrin púpuna, fljúga upp sem bitmýsflugur, tímgast og nærast. Bitmýslirfur eru ein algengustu botndýrin efst í ám sem renna úr stöðuvötnum hér á landi. Lirfur rykmýsins (Chironomidae) lifa einnig í vatni. Fjölmargar ættir flugna eyða hins vegar ekki lirfustiginu í vatni heldur víða á þurrlendi eins og í gróðri og jarðvegi.



Mynd: Af vefsetrinu ECORC, Eastern Cereal & Oilseed Research Centre

...